„Þessi mál koma okkur ekkert við“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 13:57 Birni Leifsson, Bjössa í World Class, segist hafa verið öllum lokið þegar hann sá frétt á Vísi í morgun. Vísir/Egill Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka. „Þegar ég sá frétt á Vísi í morgun sem bar yfirskriftina Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu var mér nánast öllum lokið. Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“ Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem fréttastofu barst frá Birni Leifsyni, eiganda World Class fyrir skemmstu. Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi í morgun og tengist einum sakborninganna í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni. Í fréttinni er farið yfir viðskiptatengsl Kristjáns, þar á meðal við stjúpföður sinn, Sigurð Leifsson, bróðir Björns og einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Fordæmir að vera dreginn inn í málið „Kristján Ólafur Sigríðarson kemur okkur hjónum eða rekstri World Class ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessi mál sem Kristján er sagður flæktur í koma mér, Hafdísi og World Class heldur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir Björn í yfirlýsingunni. Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð. Þá segir Björn að fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í vanda til verka í umfjöllunum sínum. „Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli.“ Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Lögreglumál Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
„Þegar ég sá frétt á Vísi í morgun sem bar yfirskriftina Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu var mér nánast öllum lokið. Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“ Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem fréttastofu barst frá Birni Leifsyni, eiganda World Class fyrir skemmstu. Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi í morgun og tengist einum sakborninganna í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni. Í fréttinni er farið yfir viðskiptatengsl Kristjáns, þar á meðal við stjúpföður sinn, Sigurð Leifsson, bróðir Björns og einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Fordæmir að vera dreginn inn í málið „Kristján Ólafur Sigríðarson kemur okkur hjónum eða rekstri World Class ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessi mál sem Kristján er sagður flæktur í koma mér, Hafdísi og World Class heldur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir Björn í yfirlýsingunni. Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð. Þá segir Björn að fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í vanda til verka í umfjöllunum sínum. „Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli.“
Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Lögreglumál Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00