Sultuslakur eftir grín Gísla Marteins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2024 11:29 Gísli Marteinn slær á létta strengi í Vikunni og í gær voru tæknimistök við veðurfréttir teknar fyrir. RÚV Það fauk í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing að sjá grín gert að kollega hans í stéttinni í Vikunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hrafn Guðmundsson, skotspónn grínsins, er aftur á móti sultuslakur. Gísli Marteinn Baldursson bauð þremur konum í sófann til sín á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og hóf þáttinn á léttum nótum í fréttum vikunnar. Þar gerir þáttastjórnandinn stólpagrín að hinu og þessu sem gerðist í vikunni. Meðal annars var brakandi ferskt tækniklúður úr veðurfréttatíma RÚV. Veðurfréttirnar eru teknar upp klukkan sex síðdegis. Einhver ruglingur var á kortunum sem Hrafn veðurfræðingur var að fara yfir í fyrstu tilraun upptöku svo byrjað var aftur. Tæknimaður gleymdi hins vegar að klippa misheppnuðu tökuna framan af upptökunni og fóru því báðar tökur í loftið. Áhorfendur sáu því Hrafn lenda í þeirri ógæfu að rétt kort birtust ekki og hann byrjaði aftur. Hefði frekar viljað sjá afsökunarbeiðni Gísli Marteinn gerði grín að þessu í þætti sínum og upplýsti um leið, þá sem ekki vissu, að veðurfréttirnar væru ekki sendar út í beinni. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur var ekki sáttur við sjónvarpsmanninn í færslu á Facebook. „Sjónvarpið hafði fyrr um kvöldið gert þau mistök að senda út ranga upptöku af byrjun veðurfregna þar sem Hrafn hafði greinilega raðað kortum sínum í ranga röð. Hann bað í útsendingunni að fá að byrja upp á nýtt. Getur alltaf komið fyrir og í stað þess að RÚV biðji hann kurteislega afsökunar (sem tæknifólkið í útsendingu hefur e.t.v gert?), kemur fjölmiðillinn sama kvöld og dregur stólpagrín að að Hrafni!“ Einar staldrar við þá tilhugsun að kannski sé hann heldur viðkvæmur. „Það sem stuðaði mig samt mest var að Gísli Marteinn nefndi Hrafn aldrei réttu nafni heldur talaði ítrekað um „veðurfræðinginn“. Í því felst ákveðin smættun á þeim sem um er fjallað.“ „Yfir þessu flissuðu gestirnir með Gísla, nema Katrín Jakabsdóttir sem kann sig í aðstæðum sem þessum. Þau Hrafn Guðmundsson, Birta Líf Kristinsdóttir, Theódór Hervarsson, Kristín Hermannsdóttir og Sigurður Jónsson eiga þakkir skyldar að sinna þessu verkefni kvöld eftir kvöld og ár eftir ár, að miða veðurspám til landsmann af alúð. Mæta upp í útvarpshús síðdegis (á versta tíma dagsins). Mæta litlum skilningi þeirra sem eru í óða önn að undirbúa kvöldfréttirnar - eru frekar fyrir en hitt. Dagskrárstjórn er oftast enginn, önnur en sú að halda sig innan tímamarka. Þekki það vel af eigin raun og held ekkert hafi breyst í Efstaleitinu í því tilliti.“ Fær sting í magann Fjölmargir taka undir með Einari en aðrir staldra við og segja um saklaust grín að ræða. Undir það tekur Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur. „Ég tek þess alls ekkert nærri mér,“ segir Hrafn í samtali við Vísi. „Maður fær smá sting í magann þegar maður heyrir að það er eitthvað sem klikkaði eða fór ekki út eins og átti að vera. En ég hef lent í þessu áður. Þetta er bara partur af þessu. Það kemur fyrir að einhver fljótfærni á sér stað,“ segir Hrafn. Hrafn Guðmundsson í kunnuglegum stellingum með veðurkort á bak við sig.RÚV Þau mistök gerist víðar en í Ríkisútvarpinu. Þarna hafi tæknimaður klippt upptökuna ranglega, eitthvað sem gerist stundum en ekki oft. „Þetta er óþarfa fjaðrafok, saklaust dæmi. Sem betur fer var ekkert neyðarlegt sem kom fram,“ segir Hrafn. Yfirleitt sé ekki mikið svigrúm þegar á upptökum stendur en stundum þurfi nokkrar tilraunir til. Hrafninn flýgur í kvöld Hrafn mætir aftur á vaktina í dag og segir fréttir af veðri í Ríkisútvarpinu í kvöld. „Ég mæti eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Hrafn sem hefur sagt veðurfréttir frá árinu 2015. Á næsta ári verður því tíu ára veðurfréttaflutningsafmæli hjá Hrafni. „Kannski tekur maður upp meira efni sem Gísli Marteinn getur notað,“ segir Hrafn og hlær. Hann leggur áherslu á að um góðlátlegt grín sé að ræða. „Hann passar sig á því að sýna ekkert sem er viðkvæmt eða slæmt. Hefur væntanlega góðan sans fyrir því,“ segir Hrafn og kveður. Leggur væntanlega frá sér símann og horfir til veðurs. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson bauð þremur konum í sófann til sín á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og hóf þáttinn á léttum nótum í fréttum vikunnar. Þar gerir þáttastjórnandinn stólpagrín að hinu og þessu sem gerðist í vikunni. Meðal annars var brakandi ferskt tækniklúður úr veðurfréttatíma RÚV. Veðurfréttirnar eru teknar upp klukkan sex síðdegis. Einhver ruglingur var á kortunum sem Hrafn veðurfræðingur var að fara yfir í fyrstu tilraun upptöku svo byrjað var aftur. Tæknimaður gleymdi hins vegar að klippa misheppnuðu tökuna framan af upptökunni og fóru því báðar tökur í loftið. Áhorfendur sáu því Hrafn lenda í þeirri ógæfu að rétt kort birtust ekki og hann byrjaði aftur. Hefði frekar viljað sjá afsökunarbeiðni Gísli Marteinn gerði grín að þessu í þætti sínum og upplýsti um leið, þá sem ekki vissu, að veðurfréttirnar væru ekki sendar út í beinni. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur var ekki sáttur við sjónvarpsmanninn í færslu á Facebook. „Sjónvarpið hafði fyrr um kvöldið gert þau mistök að senda út ranga upptöku af byrjun veðurfregna þar sem Hrafn hafði greinilega raðað kortum sínum í ranga röð. Hann bað í útsendingunni að fá að byrja upp á nýtt. Getur alltaf komið fyrir og í stað þess að RÚV biðji hann kurteislega afsökunar (sem tæknifólkið í útsendingu hefur e.t.v gert?), kemur fjölmiðillinn sama kvöld og dregur stólpagrín að að Hrafni!“ Einar staldrar við þá tilhugsun að kannski sé hann heldur viðkvæmur. „Það sem stuðaði mig samt mest var að Gísli Marteinn nefndi Hrafn aldrei réttu nafni heldur talaði ítrekað um „veðurfræðinginn“. Í því felst ákveðin smættun á þeim sem um er fjallað.“ „Yfir þessu flissuðu gestirnir með Gísla, nema Katrín Jakabsdóttir sem kann sig í aðstæðum sem þessum. Þau Hrafn Guðmundsson, Birta Líf Kristinsdóttir, Theódór Hervarsson, Kristín Hermannsdóttir og Sigurður Jónsson eiga þakkir skyldar að sinna þessu verkefni kvöld eftir kvöld og ár eftir ár, að miða veðurspám til landsmann af alúð. Mæta upp í útvarpshús síðdegis (á versta tíma dagsins). Mæta litlum skilningi þeirra sem eru í óða önn að undirbúa kvöldfréttirnar - eru frekar fyrir en hitt. Dagskrárstjórn er oftast enginn, önnur en sú að halda sig innan tímamarka. Þekki það vel af eigin raun og held ekkert hafi breyst í Efstaleitinu í því tilliti.“ Fær sting í magann Fjölmargir taka undir með Einari en aðrir staldra við og segja um saklaust grín að ræða. Undir það tekur Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur. „Ég tek þess alls ekkert nærri mér,“ segir Hrafn í samtali við Vísi. „Maður fær smá sting í magann þegar maður heyrir að það er eitthvað sem klikkaði eða fór ekki út eins og átti að vera. En ég hef lent í þessu áður. Þetta er bara partur af þessu. Það kemur fyrir að einhver fljótfærni á sér stað,“ segir Hrafn. Hrafn Guðmundsson í kunnuglegum stellingum með veðurkort á bak við sig.RÚV Þau mistök gerist víðar en í Ríkisútvarpinu. Þarna hafi tæknimaður klippt upptökuna ranglega, eitthvað sem gerist stundum en ekki oft. „Þetta er óþarfa fjaðrafok, saklaust dæmi. Sem betur fer var ekkert neyðarlegt sem kom fram,“ segir Hrafn. Yfirleitt sé ekki mikið svigrúm þegar á upptökum stendur en stundum þurfi nokkrar tilraunir til. Hrafninn flýgur í kvöld Hrafn mætir aftur á vaktina í dag og segir fréttir af veðri í Ríkisútvarpinu í kvöld. „Ég mæti eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Hrafn sem hefur sagt veðurfréttir frá árinu 2015. Á næsta ári verður því tíu ára veðurfréttaflutningsafmæli hjá Hrafni. „Kannski tekur maður upp meira efni sem Gísli Marteinn getur notað,“ segir Hrafn og hlær. Hann leggur áherslu á að um góðlátlegt grín sé að ræða. „Hann passar sig á því að sýna ekkert sem er viðkvæmt eða slæmt. Hefur væntanlega góðan sans fyrir því,“ segir Hrafn og kveður. Leggur væntanlega frá sér símann og horfir til veðurs.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira