Vísindi

Fréttamynd

Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram

Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun.

Erlent
Fréttamynd

Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám

Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum.

Innlent
Fréttamynd

Ofvirkni og skammtafræðin

Fáa hefði grunað að grunnskólastrákur með gríðarleg hegðunarvandamál myndi enda í hávísindalegum rannsóknum við alþjóðlega virtar stofnanir. En þannig er saga Brands Þorgrímssonar, doktors í eðlisfræði.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á að finna nýja jörð

Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf

Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi.

Innlent
Fréttamynd

Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands

Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári.

Innlent