Gjörbylting í meðferð krabbameina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. september 2020 19:00 Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. Í mars 2018 greindist Þorsteinn Fr. Sigurðsson með 4. stigs ólæknandi krabbamein. Hann lét vini sína og fjölskyldu vita af alvarleika málsins. Þorsteinn Fr. Sigurðsson greindist með fjórða stigs ólæknandi krabbamein árið 2018 en nú í lok ágúst var hann læknaður af meininu.Stöð 2 Það var svo í lok ágúst sem hann sagði frá kraftaverki, hann væri læknaður af krabbameininu en um var að ræða sortuæxli sem hafði dreift sér í lungu, nýru og lifur. Hann rakti sögu sína á Facebook en við greiningu hafi hann farið í mánaðarlega meðferð með nýju líftæknilyfi Nivolunab sem stóð í eitt ár. Hann fékk nokkra fylgikvilla eins og vöðvarýrnun. En líftæknilyfið virkaði og meinin minnkuðu og svo kom að segulómun sýndi að krabbameinið var horfið. Gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra „En Þorsteinn er ekki einn um að upplifa kraftaverk. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra einstaklinga með nýjum líftæknilyfjum,“ segir Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans. Agnes segir að þetta eigi sérstaklega við þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. „Það er algjör bylting með þessum lyfjum þessi lyf örvar ónæmiskerfið,“ segir Agnes. Hún segir þó að fylgikvillar geti komið upp. Agnes segir að um 60% allra krabbameinssjúklinga læknist sem sé gríðarleg breyting á fáum árum. „Við höfum séð miklar breytingar hjá þeim sem greinast með krabbamein á dreifðu stigi. Það eru miklu fleiri meðferðarmöguleikar þannig að við getum gefið miklu betri meðferð.“ Heilbrigðismál Vísindi Lyf Tengdar fréttir Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. Í mars 2018 greindist Þorsteinn Fr. Sigurðsson með 4. stigs ólæknandi krabbamein. Hann lét vini sína og fjölskyldu vita af alvarleika málsins. Þorsteinn Fr. Sigurðsson greindist með fjórða stigs ólæknandi krabbamein árið 2018 en nú í lok ágúst var hann læknaður af meininu.Stöð 2 Það var svo í lok ágúst sem hann sagði frá kraftaverki, hann væri læknaður af krabbameininu en um var að ræða sortuæxli sem hafði dreift sér í lungu, nýru og lifur. Hann rakti sögu sína á Facebook en við greiningu hafi hann farið í mánaðarlega meðferð með nýju líftæknilyfi Nivolunab sem stóð í eitt ár. Hann fékk nokkra fylgikvilla eins og vöðvarýrnun. En líftæknilyfið virkaði og meinin minnkuðu og svo kom að segulómun sýndi að krabbameinið var horfið. Gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra „En Þorsteinn er ekki einn um að upplifa kraftaverk. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra einstaklinga með nýjum líftæknilyfjum,“ segir Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans. Agnes segir að þetta eigi sérstaklega við þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. „Það er algjör bylting með þessum lyfjum þessi lyf örvar ónæmiskerfið,“ segir Agnes. Hún segir þó að fylgikvillar geti komið upp. Agnes segir að um 60% allra krabbameinssjúklinga læknist sem sé gríðarleg breyting á fáum árum. „Við höfum séð miklar breytingar hjá þeim sem greinast með krabbamein á dreifðu stigi. Það eru miklu fleiri meðferðarmöguleikar þannig að við getum gefið miklu betri meðferð.“
Heilbrigðismál Vísindi Lyf Tengdar fréttir Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48