Búa sig undir La niña-aðstæður fram á næsta ár Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2020 11:04 Ummerki eftir fellibylinn Delta í Louisiana í Bandaríkjunum um miðjan október. La niña-ástand hefur meðal annars verið tengt við ákafari fellibyljatímabil í Mexíkóflóa. Vísir/EPA Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. „Af því að Kyrrahafið er risastórt hefur þetta áhrif á stærri veðrakerfi. Það er mikið talað um að í La niña, vegna þess að þá er kaldari sjór á yfirborðinu, getur aukist mismunur á hita upp í heiðhvolfið sem veldur því að það verði meira uppstreymi og meiri fellibylir. Síðan er talað um að El niño dragi úr fellibyljum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir nú 90% líkur á að hiti í Kyrrahafinu í hitabeltinu verði í La niña-fasa út þetta ár. Aðstæðurnar gætu varað út fyrsta ársfjórðung næsta árs. Búist er við að styrkur kalda fasans verði í meðallagi eða mikill. Síðast átti sterk La niña sér stað veturinn 2010 til 2011 en miðlungsöflugur viðburður var veturinn á eftir. Aðstæður í Kyrrahafinu hafa verið hlutlausar í meira en ár fram að þessu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur 2020 verður enn á meðal hlýjustu ára í sögunni Þrátt fyrir að La niña hafi almennt kólnunaráhrif á meðalhita jarðar dugar náttúrulega sveiflan ekki til að vega upp á móti hnattrænni hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í tilkynningu frá WMO er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra stofnunarinnar, að La niña-ár séu nú hlýrri en sterk El niño-ár fortíðarinnar. Þannig er enn gert ráð fyrir að árið 2020 verði eitt af hlýjustu árum mælingarsögunnar og að tímabilið 2016-2020 verði hlýjasta fimm ára tímabil í sögunni. „Það er ólíklegt að þetta verði til þess að það verði snögg breyting á meðalhita ársins 2020“, segir Elín Björk. El niño-aðstæður hafa verið tengdar við ákafari hitabylgjur. Þannig hafa ár þar sem sterkra El niño-áhrifa gætir verið á meðal þeirra hlýjustu sem hafa mælst. Elín Björk segir að La niña-ástandið nú gæti þannig mögulega dregið úr öfgum í hitabylgjum sem koma upp á meðan það varir. „Það er þá kannski von til þess að það verði ekki El niño ofan á loftslagsbreytingaástandið næsta árið,“ segir hún. Gæti ógnað matvælaöryggi í Austur-Afríku Það eru ekki síst áhrif La niña á úrkomu sem ríki í kringum Kyrrahaf finna helst fyrir. Nú er sagt útlit fyrir að úrkoma verði undir meðallagi á Horni Afríku og Mið-Asíu en að hún verði yfir meðallagi í Suðaustur-Asíu og norðanverðri Suður-Ameríku. Áhrifin sums staðar gætu verið alvarleg. WMO varar við því að La niña-ástandið nú hitti á mikilvægan úrkomu- og sáningartíma í stórum hluta austanverðrar Afríku. Þar er nú spáð þurrari aðstæðum en vanalega. Þurrkurinn gæti ógnað matvælaöryggi í heimshlutanum, ekki síst í ljósi mikils engisprettufaraldurs sem hefur geisað þar. Í Karíbahafi segir WMO að La niña geti aukið ákafa fellibyljatímabilsins og bendir á að tímabilið í ár hafi verið eitt það virkasta sem sögur fara af. Á móti telur stofnunin að fellibyljavirkni í Suðvestur-Indlandshafi gæti minnkað í kalda fasa Suður-Kyrrahafssveiflunnar. Ekki bein tengsl við vetrarveður á Íslandi Ólíklegt er að Íslendingar verði La niña-ástandsins varir í veðurfari enda órafjarri Kyrrahafinu við miðbaug. Elín Björk segir að engar beinar tengingar hafi verið gerðar á milli vetrarveðurs á Íslandi og La niña-fyrirbærisins. Áhrifin gætu þó verið óbein. „Það hlýnar þarna yfirborðssjórinn, það breytir einhverju um það hvernig loftstraumar liggja, hvert rakinn fer og mesti vindurinn. Þá breytir hann á endanum einhverju hjá okkur en okkur hefur ekki tekist að finna neins konar reglulegar breytingar eða ástand sem fylgir þessu á Íslandi,“ segir Elín Björk. Veður Vísindi Loftslagsmál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. „Af því að Kyrrahafið er risastórt hefur þetta áhrif á stærri veðrakerfi. Það er mikið talað um að í La niña, vegna þess að þá er kaldari sjór á yfirborðinu, getur aukist mismunur á hita upp í heiðhvolfið sem veldur því að það verði meira uppstreymi og meiri fellibylir. Síðan er talað um að El niño dragi úr fellibyljum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir nú 90% líkur á að hiti í Kyrrahafinu í hitabeltinu verði í La niña-fasa út þetta ár. Aðstæðurnar gætu varað út fyrsta ársfjórðung næsta árs. Búist er við að styrkur kalda fasans verði í meðallagi eða mikill. Síðast átti sterk La niña sér stað veturinn 2010 til 2011 en miðlungsöflugur viðburður var veturinn á eftir. Aðstæður í Kyrrahafinu hafa verið hlutlausar í meira en ár fram að þessu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur 2020 verður enn á meðal hlýjustu ára í sögunni Þrátt fyrir að La niña hafi almennt kólnunaráhrif á meðalhita jarðar dugar náttúrulega sveiflan ekki til að vega upp á móti hnattrænni hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í tilkynningu frá WMO er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra stofnunarinnar, að La niña-ár séu nú hlýrri en sterk El niño-ár fortíðarinnar. Þannig er enn gert ráð fyrir að árið 2020 verði eitt af hlýjustu árum mælingarsögunnar og að tímabilið 2016-2020 verði hlýjasta fimm ára tímabil í sögunni. „Það er ólíklegt að þetta verði til þess að það verði snögg breyting á meðalhita ársins 2020“, segir Elín Björk. El niño-aðstæður hafa verið tengdar við ákafari hitabylgjur. Þannig hafa ár þar sem sterkra El niño-áhrifa gætir verið á meðal þeirra hlýjustu sem hafa mælst. Elín Björk segir að La niña-ástandið nú gæti þannig mögulega dregið úr öfgum í hitabylgjum sem koma upp á meðan það varir. „Það er þá kannski von til þess að það verði ekki El niño ofan á loftslagsbreytingaástandið næsta árið,“ segir hún. Gæti ógnað matvælaöryggi í Austur-Afríku Það eru ekki síst áhrif La niña á úrkomu sem ríki í kringum Kyrrahaf finna helst fyrir. Nú er sagt útlit fyrir að úrkoma verði undir meðallagi á Horni Afríku og Mið-Asíu en að hún verði yfir meðallagi í Suðaustur-Asíu og norðanverðri Suður-Ameríku. Áhrifin sums staðar gætu verið alvarleg. WMO varar við því að La niña-ástandið nú hitti á mikilvægan úrkomu- og sáningartíma í stórum hluta austanverðrar Afríku. Þar er nú spáð þurrari aðstæðum en vanalega. Þurrkurinn gæti ógnað matvælaöryggi í heimshlutanum, ekki síst í ljósi mikils engisprettufaraldurs sem hefur geisað þar. Í Karíbahafi segir WMO að La niña geti aukið ákafa fellibyljatímabilsins og bendir á að tímabilið í ár hafi verið eitt það virkasta sem sögur fara af. Á móti telur stofnunin að fellibyljavirkni í Suðvestur-Indlandshafi gæti minnkað í kalda fasa Suður-Kyrrahafssveiflunnar. Ekki bein tengsl við vetrarveður á Íslandi Ólíklegt er að Íslendingar verði La niña-ástandsins varir í veðurfari enda órafjarri Kyrrahafinu við miðbaug. Elín Björk segir að engar beinar tengingar hafi verið gerðar á milli vetrarveðurs á Íslandi og La niña-fyrirbærisins. Áhrifin gætu þó verið óbein. „Það hlýnar þarna yfirborðssjórinn, það breytir einhverju um það hvernig loftstraumar liggja, hvert rakinn fer og mesti vindurinn. Þá breytir hann á endanum einhverju hjá okkur en okkur hefur ekki tekist að finna neins konar reglulegar breytingar eða ástand sem fylgir þessu á Íslandi,“ segir Elín Björk.
Veður Vísindi Loftslagsmál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira