Fólk glímir enn við fjölþætt einkenni mánuðum eftir veikindin Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2020 12:00 Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands,kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar fundi í gær. Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk, sem smitaðist af kórónuveirunni, engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar rannsóknarhóps Landspítala, en Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti í gær á Vísindum að hausti fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid-19. Meirihluti þátttakenda metur heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19. Einkennum fækkar blessunarlega Sigríður segir í samtali við fréttastofu að helstu niðurstöður séu þær að blessunarlega þá fækki einkennum og þau minnka með tímanum. Það séu góðu fréttirnar. „Engu að síður er ákveðinn hópur sem situr uppi með mikil og erfið einkenni. Af þeim ríflega níu hundruð sem svöruðu spurningalistanum þá eru 68 prósent sem greindu frá því að þeir fyndu ennþá fyrir slappleika og ríflega helmingur fyrir mæði. Óþægindi og verkir hjá helmingi þátttakenda sem það finnur ennþá fyrir í dag.“ Um níu prósent finnur fyrir breytingu á lyktarskyni Aðspurð um lykt- og bragðskyn segir Sigríður að það hafi verið algengt að Covid-sjúklingar hafi fundið fyrir að hafa misst það í veikindunum. „Það kemur aftur, já, en það eru um níu prósent sem segjast fyrir mikla breytingu á lyktarskyni.“ Hún segir að það sem þetta segi okkur, til allrar hamingju, sé að fækki einkennum og þau minnki með tímanum. „En það er hópur sem er enn með töluverð einkenni og við þurfum að huga betur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp.“ Sigríður segir að meðaltal einkenna á meðan á veikindunum stóð var 12,6 en ríflega þremur mánuðum eftir veikindin var meðaltalið 6,6. Er það ekki svolítið hátt? „Við erum náttúrulega ekki með samanburð, en þetta segir okkur, jú að fólk er enn að finna fyrir mörgum einkennum, það er þeir sem svöruðu þessum spurningalista.“ Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigríðar í spilaranum að neðan. Fyrirlestur hennar hefast þegar um klukkustund og fimmtán mínútur eru liðnar. Á vef Landspítala segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti hafi verið sendur út í júlí og svarhlutfall verið um 60 prósent. „Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Auk Sigríðar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk, sem smitaðist af kórónuveirunni, engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar rannsóknarhóps Landspítala, en Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti í gær á Vísindum að hausti fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid-19. Meirihluti þátttakenda metur heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19. Einkennum fækkar blessunarlega Sigríður segir í samtali við fréttastofu að helstu niðurstöður séu þær að blessunarlega þá fækki einkennum og þau minnka með tímanum. Það séu góðu fréttirnar. „Engu að síður er ákveðinn hópur sem situr uppi með mikil og erfið einkenni. Af þeim ríflega níu hundruð sem svöruðu spurningalistanum þá eru 68 prósent sem greindu frá því að þeir fyndu ennþá fyrir slappleika og ríflega helmingur fyrir mæði. Óþægindi og verkir hjá helmingi þátttakenda sem það finnur ennþá fyrir í dag.“ Um níu prósent finnur fyrir breytingu á lyktarskyni Aðspurð um lykt- og bragðskyn segir Sigríður að það hafi verið algengt að Covid-sjúklingar hafi fundið fyrir að hafa misst það í veikindunum. „Það kemur aftur, já, en það eru um níu prósent sem segjast fyrir mikla breytingu á lyktarskyni.“ Hún segir að það sem þetta segi okkur, til allrar hamingju, sé að fækki einkennum og þau minnki með tímanum. „En það er hópur sem er enn með töluverð einkenni og við þurfum að huga betur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp.“ Sigríður segir að meðaltal einkenna á meðan á veikindunum stóð var 12,6 en ríflega þremur mánuðum eftir veikindin var meðaltalið 6,6. Er það ekki svolítið hátt? „Við erum náttúrulega ekki með samanburð, en þetta segir okkur, jú að fólk er enn að finna fyrir mörgum einkennum, það er þeir sem svöruðu þessum spurningalista.“ Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigríðar í spilaranum að neðan. Fyrirlestur hennar hefast þegar um klukkustund og fimmtán mínútur eru liðnar. Á vef Landspítala segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti hafi verið sendur út í júlí og svarhlutfall verið um 60 prósent. „Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Auk Sigríðar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira