Skák

Fréttamynd

Carlsen vann eftir lengsta leik sögunnar

Sjötta viðureign heimsmeistaramótsins í skák fór fram í dag. Um var að ræða lengstu skák í sögu mótsins en Norðmaðurinn Magnus Carlsen hafði loks betur gegn Ian Nepomniachtchi.

Sport
Fréttamynd

Konfettísprengja og Carlsen byrjar með svart

Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma í morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Sport
Fréttamynd

Varð yngsti stór­meistarinn í skák­sögunni í dag

Abhimanyu Mishra varð í dag sá yngsti til að fá titilinn stórmeistari í skák. Mishra er tólf ára gamall drengur frá New Jersey í Bandaríkjunum. Mishra tryggði sitt þriðja GM-viðmið í Búdapest en þá hafði hann þegar tryggt sér skákstigin 2500, sem þarf til að fá titil stórmeistara.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lands­mótinu í skák lokið: Varðist máti eins og mark­vörður

Það skilur alltaf eftir sig óbragð í munni að tapa í síðustu umferð skákmóta og ég þurfti að bíta í það súra epli gegn vini mínum Helga Áss Grétarssyni í lokaumferð Íslandsmótsins. Sigur eða jafntefli hefði þýtt að ég hefði grætt nokkur skákstig en ósigurinn þýddi að ég tapa fáeinum slíkum sem er grautfúlt.

Lífið
Fréttamynd

Hjörvar Steinn landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum

Nýr Íslandsmeistari í skák var krýndur í kvöld þegar Hjörvar Steinn Grétarsson landaði sigri í sinni skák í lokaumferð Íslandsmótsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjörvar Steinn verður Íslandsmeistari en hann hefur verið einn sterkasti skákmaður landsins.

Sport
Fréttamynd

Ís­lands­mótið í skák: Bölvun g-strengsins varð Birni að falli

Ekki þraukaði maður lengi taplaus á Íslandsmótinu í skák því annarri umferð tapaði ég fyrir stórmeistaranum Hannesi Hlífari. Við höfum marga hildi háð í gegnum tíðina sem enda yfirleitt með því að ég brýni öxi, held stuttan fyrirlestur um hvar þykkur háls bjarndýra er veikastur fyrir og leggst svo brosandi á höggstokkinn.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lands­mótið í skák: Mótið hefst með blóðs­út­hellingum

Það var ekki friðsemdinni fyrir að fara í fyrstu umferð Íslandsmótsins í skák í Kópavogi. Þvert á móti enduðu allar skákirnar með blóðsúthellingum sem er afar óvenjulegt í svo jöfnu móti. Staðan er því sú að fimm keppendur eru efstir og jafnir eftir fyrstu umferð en fimm aðrir neðstir.

Lífið
Fréttamynd

Heimsmeistarinn loftar út fyrir kónginn

Magnus Carlsen, norski heimsmeistarinn í skák, hrókeraði nýlega í ástarlífi sínu þegar hann sleit samvistum við Elisabetu Lorentzen Djønne, kærustu sína til tveggja ára.

Lífið
Fréttamynd

Hjör­var Steinn vann Ís­lands­bikarinn í skák

Hjörvar Steinn Grétarsson vann Íslandsbikarinn í skák í dag. Ásamt því að verða fimmtándi stórmeistari í sögu Íslands þá tryggði Hjörvar Steinn sér þátttökurétt á Heimsbikarmótinu sem fram fer í Sochi í Rússlandi í sumar.

Sport
Fréttamynd

Hjör­var vann Ís­lands­bikarinn í skák

Hjörvar Steinn Grétarsson vann Íslandsbikarinn í skák í dag og mun hann þar með keppa fyrir Íslands hönd á Heimsbikaramótinu í skák sem verður haldið í Sochi í Rússlandi í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Úr­slita­ein­vígið í Ís­lands­bikarnum hafið

Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák.

Innlent
Fréttamynd

Kom steininum upp á fjallið með bakið upp við vegg

Guðmundur Kjartansson er fimmtándi stórmeistari Íslands í skák eftir dramatískan sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Guðmundur var með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu skákinni. Tap hefði enn fremur þýtt að biðin eftir stórmeistaratign, sem þegar var orðin mjög löng, hefði færst aftur úr seilingarfjarlægð.

Innlent
Fréttamynd

Ótrúleg yfirsjón ekki eins heldur tveggja stórmeistara

Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari í skák og blaðamaður, segir líklegt að Helgi Áss Grétarsson muni eiga svefnlausa mánuði eftir ótrúlegt klúður í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Helgi Áss hefði getað mátað í tveimur leikjum en yfirsást möguleikinn.

Innlent
Fréttamynd

Merkilegt hvernig talan 64 markar örlög Fischers

Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar.

Innlent