Sport

Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnus Carlsen hefur alls orðið fimm sinnum heimsmeistari í skák.
Magnus Carlsen hefur alls orðið fimm sinnum heimsmeistari í skák. Olimpik/Getty Images

Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen.

Carlsen er kominn hingað til lands til að freista gæfunnar á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák. Opnunarhátíðin fer fram á Hótel Natura klukkan 19 í kvöld. Átta keppendum verður skipt í tvo fjögurra manna riðla. Keppni hefst svo á morgun.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, á Natúra í morgun að gera allt klárt fyrir skákveisluna sem fram undan er.Vísir/Vilhelm

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, segir flesta keppendur komna til landsins. Þeirra á meðal Wesley So, heimsmeistarann í Fishcer-skák.

Opna Íslandsmót kvenna í skák hefst í dag. Mótið er alþjóðlegt mót og leikur So fyrsta leik mótsins klukkan 16 í dag. Tólf skákkonur taka þátt í mótinu. Sex íslenskar og jafnmargar erlendar. Um er að ræða fyrsta alþjóðlega kvennamótið hér á landi í nítján ár.

Keppt er á Reykjavík Natura og eru áhorfendur velkomnir á staðinn.


Tengdar fréttir

Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu

Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun.

Niemann stefnir Carl­sen og krefst 15 milljarða króna

Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×