Sport

Carl­sen í góðum málum eftir dag tvö

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Magnus Carlsen er staddur í Reykjavík þessa dagana.
Magnus Carlsen er staddur í Reykjavík þessa dagana. Foto Olimpik/Getty Images

Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli.

Eftir leiki dagsins er Carlsen með sex stig eða fimm og hálfan vinning af átta mögulegum. Carlsen er þó ekki eini keppandi B-riðils með sex stig en Hikaru Nakamura er einnig með sex stig eða fimm vinninga.

Vladimir Fedoseev kemur þar á eftir með fjögur stig eftir fjóra vinninga. Þá rekur Blübaum lestina með núll stig en þó einn og hálfan vinning.

Í A-riðli er Nodiribek Adbusattorov frá Úsbekistan efstur með átta stig eða sjö og hálfan vinning. Adbusattorov vann allar fjórar viðureignar sínar í dag við Hjörvar Stein Grétarsson.

Síðustu fjórar viðureignir riðlakeppninnar verða á morgun. Úrslit mótsins ráðast svo um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×