Sport

Minningar­mót um Hrafn Jökuls­son í dag

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.
Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Klukkan fjögur í dag verður minningarmót um Hrafn Jökulsson haldið í Norðurturni Smáralindar fyrir framan veitingastaðin XO. Hrafn var skákmaður mikill en hann lést um miðjan september eftir baráttu við krabbamein.

Allur ágóði mótsins rennur til barna Hrafns en einnig verður posi á staðnum til að styrkja þau aukalega. Hrafn var gríðarlega duglegur að halda mót sem þessi og þá gjarnan í stærri kantinum.

Hrafn lagði alltaf upp með það að leikgleðin og drengskapurinn væru í fyrirrúmi þegar teflt var á mótum sem hann skipulagði svo að skáklistinn fengi að njóta sín sem best. Eitt helsta hugðarefni hans í gegnum æviskeiðið var að efla skákina og auka vinsældir hennar, bæði hérlendis og erlendis.

Á mótinu verður keppt í hraðskák en pláss er fyrir allt að hundrað keppendur. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir efstu sætin í mótinu, sem og fyrir efstu keppendur í flokki kvenna, barna og unglinga. Þátttökugjald er 2.000 krónur en ókeypis er fyrir börn og unglinga.

Tefldar verða fimm umferðir með þrjár mínútur á keppanda en við hvern leik bætast tvær sekúndur við klukkuna. Ef til þess kemur að nokkrir verða jafnir í efstu sætum verður tefldur bráðabani til að útkljá sigurvegara.

Hægt er að skrá sig á mótið hér.


Tengdar fréttir

Hrafn Jökuls­son með fjórða stigs krabba­mein

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×