Sport

Hjörvar Steinn Íslandsmeistari í atskák og tryggði um leið þrennuna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hjörvar Steinn Grétarsson (t.v.) varð Íslandsmeistari í atskák á Selfossi í gær.
Hjörvar Steinn Grétarsson (t.v.) varð Íslandsmeistari í atskák á Selfossi í gær. mynd/Skák.is

Hjörvar Steinn Pétursson varð í gær Íslandsmeistari í atskák eftir einvígi við Dag Ragnarsson. Með sigrinum tryggði Hjörvar sér þrennuna, en hann er nú Íslandsmeistari í kappskák, atskák og Fischer-slembiskák.

Mótið var hið glæsilegasta og fór fram í Bankanum vinnustofu á Selfossi. Það var veitingamaðurinn Tómas Þóroddsson sem fjármagnaði mótið, en úttsendingin var í umsjón Chess After Dark og Ingvars Þórs Jóhannessonar og var sýnt í beinni útsendingu hér á Vísi

Íslandsmeistaratitillinn í atskák er sá næst stærsti sem hægt er að vinna á Íslandi á eftir Íslandsmeistaratitlinum í kappskák.

Eins og áður segir var það Hjörvar Steinn Pétursson sem sigraði mótið. Dagur Ragnarsson hafnaði í öðru sæti og Jóhann Hjartarson varð í þriðja sæti.

Efsta konan á mótinu var Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, en hún var einnig sá keppandi sem varð efstur með 2000 stig eða minna. Brynjar Bjarkason varð efstur keppenda með 1600 stig eða minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×