Íslensk tunga

Fréttamynd

Upp­lifun mín á því að taka þátt í Gefum ís­lensku séns

Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Deildarstýri – deildarstýra – deildar­stjóri

Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“

Skoðun
Fréttamynd

Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“

Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta.

Lífið
Fréttamynd

Hræðist að ís­lenskan hljóti sömu ör­lög og geir­fuglinn

„Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“

Innlent
Fréttamynd

Icelandair misþyrmi ís­lenskri tungu

Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Um flug geir­fuglsins

Á þessum degi, 4. júní, fyrir réttum 180 árum, sigldi hópur manna frá Höfnum í þeim göfuga tilgangi að varðveita íslenska geirfuglinn. Þeir klifu fertugan hamar Eldeyjar, fundu þar tvo geirfugla á klettasnös og sneru þá úr hálsliðnum, fluttu síðan hræin með sér til lands og komu þeim í hendur Siemsens kaupmanns í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar

Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu.

Innlent
Fréttamynd

Kynhlutlaust mál, mál­til­finning og forsetaframboð

Að undanförnu hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um svokallað kynhlutleysi í máli og stundum látið að því liggja að nauðsynlegt sé að breyta íslensku máli til þess að koma slíku hlutleysi á – og þá með kynjajafnrétti í huga.

Skoðun
Fréttamynd

Er ungum mönnum sama um sjófólk?

Í nýlegum pistli sparar Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ekki stóru orðin um hörundssára grunnskólakennara og fréttamenn, sem hann telur móðgast yfir smámunum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta reddast“ voru fyrstu orðin sem hann lærði

„Íslenska með hreim er tákn um hugrekki“, segir meðal annars í nýju appi, „Bara tala“, sem kennir íslensku á einfaldan og skemmtilegan hátt. Tvö hundruð manna fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hefur nýtt sér úrræðið með mjög góðum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Málið á að endur­spegla fólkið í landinu

Á dögunum birtist hér á Vísi grein undir yfirskriftinni útrýming mannsins á RÚV. Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja hefur á­hyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV

Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja bæta ís­lensku­kennslu fyrir inn­flytj­endur

Alþingi samþykkti á miðvikudaginn aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Um er að ræða 22 aðgerðir þar sem markmiðið er að forgangsraða verkefnum þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Meðal lykilatriða eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og aukin talsetning og textun á íslensku.

Innlent
Fréttamynd

„Hlut­drægni” Ríkis­út­varpsins og „hnignun” ís­lenskunnar

Frá því að ég man eftir mér hefur verið uppi umræða um meinta hlutdrægni Ríkisútvarpsins í aðskiljanlegum málum og ekki hvað síst þátt þess í „hnignun” íslenskunnar. Að vísu er ég ekki nógu gamall til þess að reka minni til áranna eftir að útvarpsútsendingar hófust árið 1930 og vil ég því taka miklu yngra dæmi.

Skoðun
Fréttamynd

Er maðurinn í út­rýmingar­hættu?

Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöldaúrsagnir kvenna úr mann­kyninu

„Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir.

Innlent
Fréttamynd

Að rækta garðinn sinn

Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór.

Skoðun
Fréttamynd

Út­rýming mannsins á RÚV

Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu.

Skoðun
Fréttamynd

Að til­heyra - Fjölmenningarþing Reykja­víkur

Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins „Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku.

Skoðun
Fréttamynd

Búa til barna­efni á ís­lensku á Youtu­be

Kristín Erla Tryggvadóttir, frú Kristín, og tónlistarkonan Auður Linda, ALINA, eru konurnar á bak við Youtube-rásina Frú Kristín, þar sem þær búa til barnaefni á íslensku. Rásin er hugsuð fyrir yngsta aldurshópinn, 0-3 ára. Kristín og Auður voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Að hafa á­hrif á nærumhverfi sitt

Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra.

Skoðun