Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2025 08:45 Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, Vísir/Viktor Það er ákall í samfélaginu um að efla kennslu íslensku sem annars máls og mikilvægt að auka samstarf og efla íslensku sem annað mál sem sérstaka faggrein. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, einkum kennsla fullorðinna. Fagið þurfi frekari viðurkenningu „Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er ákall í samfélaginu meðal innflytjenda, kennara, símenntunarmiðstöðva og háskólans. Og við vitum auðvitað bara í umræðunni í samfélaginu að það þarf að stilla saman strengi og huga að samstarfi. Ætlunin er svolítið að reyna að fá viðurkenningu á faginu sem slíku. Þetta er sér fag, það er ekki það sama að kenna íslensku sem móðurmál og íslensku sem annað mál,“ sagði Ingibjörg sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að kalla hópinn saman og stilla saman strengi meðal þeirra sem málið snertir og tengjast faginu. Fagið sem slíkt sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi. „Hlutirnir hafa bara gerst hratt og upp til hópa eru mjög margir bara móðurmálskennarar sem eru að kenna núna íslensku sem annað mál. Þannig það þarf svolítið að vekja athygli á þessu og reyna að finna út til dæmis hvar skóinn kreppir,“ segir Ingibjörg. „Við erum að nota vinnu og fjármagn, hver í sínu horni, og við þyrftum í rauninni að samnýta þetta betur og búa frekar til samstarfsverkefni.“ Þurfum að sýna þolinmæði Aðspurð segir hún að það sé hennar upplifun að það sé mikill vilji meðal innflytjenda til þess að læra íslensku. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. „Málið er að úrræðin, námsefnið og sjálft samfélagið það þarf að opna augu okkar allra fyrir því að við eigum alltaf fyrst að ávarpa fólk á íslensku og ekki að skammast okkar fyrir það. Alveg sama þó að við höfum sterkan grun um að viðkomandi tali ekki íslensku. Við eigum alltaf að gefa fólki tækifæri á því að tala íslensku,“ segir Ingibjörg, en vitalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Háskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, einkum kennsla fullorðinna. Fagið þurfi frekari viðurkenningu „Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er ákall í samfélaginu meðal innflytjenda, kennara, símenntunarmiðstöðva og háskólans. Og við vitum auðvitað bara í umræðunni í samfélaginu að það þarf að stilla saman strengi og huga að samstarfi. Ætlunin er svolítið að reyna að fá viðurkenningu á faginu sem slíku. Þetta er sér fag, það er ekki það sama að kenna íslensku sem móðurmál og íslensku sem annað mál,“ sagði Ingibjörg sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að kalla hópinn saman og stilla saman strengi meðal þeirra sem málið snertir og tengjast faginu. Fagið sem slíkt sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi. „Hlutirnir hafa bara gerst hratt og upp til hópa eru mjög margir bara móðurmálskennarar sem eru að kenna núna íslensku sem annað mál. Þannig það þarf svolítið að vekja athygli á þessu og reyna að finna út til dæmis hvar skóinn kreppir,“ segir Ingibjörg. „Við erum að nota vinnu og fjármagn, hver í sínu horni, og við þyrftum í rauninni að samnýta þetta betur og búa frekar til samstarfsverkefni.“ Þurfum að sýna þolinmæði Aðspurð segir hún að það sé hennar upplifun að það sé mikill vilji meðal innflytjenda til þess að læra íslensku. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. „Málið er að úrræðin, námsefnið og sjálft samfélagið það þarf að opna augu okkar allra fyrir því að við eigum alltaf fyrst að ávarpa fólk á íslensku og ekki að skammast okkar fyrir það. Alveg sama þó að við höfum sterkan grun um að viðkomandi tali ekki íslensku. Við eigum alltaf að gefa fólki tækifæri á því að tala íslensku,“ segir Ingibjörg, en vitalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Háskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira