Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2025 13:17 Roberto er orðinn Íslendingur. Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku sem annað tungumál við Háskóla Íslands og doktorsefni í íslenskum málvísindum, er orðinn íslenskur ríkisborgari. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir bréf sem staðfestir ríkisborgararéttinn. Roberto hefur búið á Íslandi síðan 2014 og starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Hann sótti um ríkisborgararétt í mars með tilskyldum gögnum. Að frátöldu einföldu íslenskuprófi sem þarf að standast. „Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín,“ sagði Roberto við Vísi á dögunum. „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ Hann vissi að hægt væri að fá undanþágu frá prófinu og skilaði bréfi frá prófessor í íslenskri menningardeild og leiðbeinanda í doktorsmálinu. Umsóknarfresturinn að renna út „Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ Það dugði ekki til og næsta próf á dagskrá í nóvember. Hins vegar rynni umsókn hans um ríkisborgararétt út á næstu tveimur vikum. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt þarf að sýna staðfestingu með vottorði frá viðurkenndum skóla að umsækjandi hafi færni sem samsvari prófinu. Roberto segir í samtali við Vísi að Útlendingastofnun hafi óskað eftir námsferilsyfirliti sem staðfesti upplýsingar í tveimur bréfum frá prófessor og verkefnisstjórn íslensku- og menningardeildar varðandi íslensku kunnáttu hans. Þegar því var skilið var umsókn hans samþykkt. Sterkt táknrænt gildi „Baráttan er loksins unnin!“ segir Roberto í færslu sinni á Facebook. „Þeir veittu mér undanþágu frá tungumálaprófinu og ég fékk nýlega opinbert bréf sem veitir mér íslenskan ríkisborgararétt. Ísland leyfir tvöfalt ríkisfang, svo ég þarf ekki að gefa upp ítalska ríkisfangið mitt (sem ég hefði aldrei gert!).“ Hann bendir á að sem evrópskur ríkisborgari njóti hann nú þegar sömu réttinda og Íslendingur. „Þökk sé samningum við ESB. Eini viðbótarrétturinn sem ég fæ er rétturinn til að kjósa í stjórnmálakosningum (áður gat ég aðeins kosið í sveitarstjórnarkosningum). Það hefur ekki mikla hagnýta þýðingu, en fyrir mig hefur það sterkt táknrænt gildi: Ég er ánægður með að vera opinberlega hluti af þessu samfélagi sem fullgildur ríkisborgari.“ Ríkisborgararéttur Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Roberto hefur búið á Íslandi síðan 2014 og starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Hann sótti um ríkisborgararétt í mars með tilskyldum gögnum. Að frátöldu einföldu íslenskuprófi sem þarf að standast. „Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín,“ sagði Roberto við Vísi á dögunum. „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ Hann vissi að hægt væri að fá undanþágu frá prófinu og skilaði bréfi frá prófessor í íslenskri menningardeild og leiðbeinanda í doktorsmálinu. Umsóknarfresturinn að renna út „Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ Það dugði ekki til og næsta próf á dagskrá í nóvember. Hins vegar rynni umsókn hans um ríkisborgararétt út á næstu tveimur vikum. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt þarf að sýna staðfestingu með vottorði frá viðurkenndum skóla að umsækjandi hafi færni sem samsvari prófinu. Roberto segir í samtali við Vísi að Útlendingastofnun hafi óskað eftir námsferilsyfirliti sem staðfesti upplýsingar í tveimur bréfum frá prófessor og verkefnisstjórn íslensku- og menningardeildar varðandi íslensku kunnáttu hans. Þegar því var skilið var umsókn hans samþykkt. Sterkt táknrænt gildi „Baráttan er loksins unnin!“ segir Roberto í færslu sinni á Facebook. „Þeir veittu mér undanþágu frá tungumálaprófinu og ég fékk nýlega opinbert bréf sem veitir mér íslenskan ríkisborgararétt. Ísland leyfir tvöfalt ríkisfang, svo ég þarf ekki að gefa upp ítalska ríkisfangið mitt (sem ég hefði aldrei gert!).“ Hann bendir á að sem evrópskur ríkisborgari njóti hann nú þegar sömu réttinda og Íslendingur. „Þökk sé samningum við ESB. Eini viðbótarrétturinn sem ég fæ er rétturinn til að kjósa í stjórnmálakosningum (áður gat ég aðeins kosið í sveitarstjórnarkosningum). Það hefur ekki mikla hagnýta þýðingu, en fyrir mig hefur það sterkt táknrænt gildi: Ég er ánægður með að vera opinberlega hluti af þessu samfélagi sem fullgildur ríkisborgari.“
Ríkisborgararéttur Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira