KSÍ

Fréttamynd

Landsliðskonur að­stoðuðu öku­menn í vanda

Landsliðskonur í fótbolta létu frestun fyrirhugaðs leiks við Norður-Írland í dag ekki á sig fá. Óljóst er hvenær leikurinn getur farið fram en þær aðstoðuðu þess í stað fólk í vanda á bílastæðum landsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“

Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Stöðufundur í Laugar­dal klukkan 10:30

Eftirlitsaðilar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, munu funda klukkan 10:30 með dómurum leiks Íslands og Norður-Írlands, auk forráðamanna knattspyrnusambanda ríkjanna, vegna fyrirhugaðs leiks kvöldsins í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Sér­fræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ opið fyrir sjálf­krafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu

Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hártog er harð­bannað og ekki skylda að vera með tagl

Umræða um hártog í kvennafótbolta hefur skotið upp höfði hér á landi en starfsmaður hjá dómaranefnd KSÍ segir hártog harðbannað og alltaf verðskulda rautt spjald, sama hvort það hafi verið óvart eða ekki. Leikmenn megi spila með slegið hár og séu ekki skyldugir til að setja hárið í teygju, það sé á ábyrgð hins aðilans að toga ekki í hárið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Borgin hafnar yfir­lýsingum KSÍ

Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram.

Innlent
Fréttamynd

KSÍ sektar Ár­bæ um 250 þúsund krónur

Á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands var ákveðið að sekta 3. deildarliðið Árbæ um 250 þúsund krónur. Ástæðan er framkvæmd leiks félagsins gegn Kormáki/Hvöt í Fótbolti.net bikarnum þann 16. júlí síðastliðinn sem og framkoma áhorfenda á leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrengt að þjóðarleikvanginum

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll.

Skoðun
Fréttamynd

„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“

Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vissu­lega eru það von­brigði“

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu.

Fótbolti