Fréttir af flugi Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Innlent 10.7.2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Innlent 9.7.2023 21:55 Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. Innlent 9.7.2023 19:59 „Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Viðskipti innlent 7.7.2023 09:51 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. Viðskipti innlent 6.7.2023 23:20 Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. Viðskipti innlent 6.7.2023 12:05 Sætanýtingin 86 prósent en stundvísin undir markmiðum Heildarfjöldi farþega Icelandair var 519 þúsund í nýliðnum júnímánuði, 20 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar farþegar voru 431 þúsund. Samtals hafa 1,8 milljónir farþega ferðast með félaginu á fyrri helmingi ársins, 31 prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 6.7.2023 09:00 Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð. Innlent 6.7.2023 00:06 Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar er mögulega lögbrot Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Skoðun 5.7.2023 12:00 Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Innlent 5.7.2023 11:31 Tekinn með 7,5 kíló af maríjúana í töskunni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla 7,5 kílóum af maríjúana til landsins. Innlent 3.7.2023 08:53 Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. Innlent 2.7.2023 22:11 Flugferð Play til Kaupmannahafnar aflýst með stuttum fyrirvara Flugferð Play til Kaupmannahafnar klukkan 14.50 í dag var seinkað tvisvar og síðan aflýst með skömmum fyrirvara. Ástæðan var bilun sem kom upp í flugvélinni. Innlent 1.7.2023 23:03 „Hér verður ekki flugvöllur og hér verða ekki blokkir“ Bessastaðanes var formlega friðlýst í morgun eftir að forsetaembættið og bæjarstjórn Garðabæjar óskuðu eftir því. Forseti Íslands fagnar því að sjónarmið náttúruverndar og útivistar hafi ráðið för við ákvörðunartökuna. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir friðlýsinguna þýðingarmikla fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. Innlent 30.6.2023 23:02 Kallar eftir að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu Óvissa ríkir um framhald flugkennslu hjá Flugakademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfsmenn skólans. Framkvæmdastjóri gagnrýnir að fyrirheitum í flugstefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flugnám að vera hluti af menntakerfinu og heyra undir menntamálaráðherra en ekki innviðaráðherra. Innlent 29.6.2023 18:19 Vildu ekki Prettyboitjokko en fengu hann samt Mikil gremja og reiði er meðal útskriftarnema Menntaskólans við Sund eftir að útskriftarferð á vegum Tripical til Krítar á Grikklandi fór ekki eins og til stóð. Ítrekaðar breytingar á brottfaratímum, vandræði með farangur, lélegt upplýsingaflæði og óánægja með bókun tónlistarmannsins Prettyboitjokko er meðal þess sem nemendurnir hafa agnúast út í. Hafa margir farið fram á að fá hluta ferðakostnaðarins endurgreiddan. Neytendur 29.6.2023 17:04 Mest verðlaunaða umhverfisslysið skaðar samgöngur þjóðar og lífsskilyrði Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum. Skoðun 29.6.2023 14:01 Vueling glataði töskunni: „Greiðslan er fáránlega lág“ Samgöngustofa hefur úrskurðað að farþegar flugfélagsins Vueling hafi ekki geta sýnt fram á að verðmæti glataðrar ferðatösku hafi verið rúmar 800 þúsund krónur. Spænska lággjaldaflugfélagið hefur boðið 75 þúsund. Innlent 29.6.2023 07:46 Flugvél Air France beint til Keflavíkur Flugvél Air France breytti stefnu sinni á leið milli LAX í Los Angeles og Charles de Gaulle í París og er nú á leið til Keflavíkurflugvallar. Innlent 27.6.2023 13:06 Starfsmaður fórst þegar hann sogaðist inn í flugvélahreyfil Bandarískur flugvallarstarfsmaður fórst á föstudag þegar hann sogaðist inn í flugvélahreyfil á San Antonio alþjóðaflugvellinum í Texas. Bandarísk flugmálayfirvöld greina frá þessu og segja óljóst á þessari stundu hvernig þetta atvikaðist. Erlent 26.6.2023 17:02 Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Innlent 25.6.2023 21:56 Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. Innlent 25.6.2023 10:01 Buðu grunlausum manneskjum í tveggja ára afmælisfögnuð Play Flugfélagið Play bauð tveimur manneskjum af handahófi frá Washington DC í Bandaríkjunum til Íslands til þess að fagna tveggja ára afmæli flugfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Lífið 24.6.2023 14:55 Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi. Innlent 22.6.2023 15:30 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. Innlent 20.6.2023 22:50 Ölvaður flugmaður handtekinn í Skotlandi Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak. Erlent 20.6.2023 22:42 Reiknað með mikilli sölu á flugvélum í París Vikulöng flugsýning hófst í París í dag í fyrsta sinn frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. Reiknað er með að gengið verði frá fjölda samninga um kaup og sölu á flugvélum á sýningunni fyrir stórar upphæðir. Erlent 19.6.2023 19:31 Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð. Innlent 16.6.2023 23:59 Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. Innlent 16.6.2023 22:42 Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. Innlent 16.6.2023 11:01 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 147 ›
Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Innlent 10.7.2023 11:55
Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Innlent 9.7.2023 21:55
Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. Innlent 9.7.2023 19:59
„Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Viðskipti innlent 7.7.2023 09:51
Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. Viðskipti innlent 6.7.2023 23:20
Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. Viðskipti innlent 6.7.2023 12:05
Sætanýtingin 86 prósent en stundvísin undir markmiðum Heildarfjöldi farþega Icelandair var 519 þúsund í nýliðnum júnímánuði, 20 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar farþegar voru 431 þúsund. Samtals hafa 1,8 milljónir farþega ferðast með félaginu á fyrri helmingi ársins, 31 prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 6.7.2023 09:00
Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð. Innlent 6.7.2023 00:06
Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar er mögulega lögbrot Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Skoðun 5.7.2023 12:00
Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Innlent 5.7.2023 11:31
Tekinn með 7,5 kíló af maríjúana í töskunni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla 7,5 kílóum af maríjúana til landsins. Innlent 3.7.2023 08:53
Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. Innlent 2.7.2023 22:11
Flugferð Play til Kaupmannahafnar aflýst með stuttum fyrirvara Flugferð Play til Kaupmannahafnar klukkan 14.50 í dag var seinkað tvisvar og síðan aflýst með skömmum fyrirvara. Ástæðan var bilun sem kom upp í flugvélinni. Innlent 1.7.2023 23:03
„Hér verður ekki flugvöllur og hér verða ekki blokkir“ Bessastaðanes var formlega friðlýst í morgun eftir að forsetaembættið og bæjarstjórn Garðabæjar óskuðu eftir því. Forseti Íslands fagnar því að sjónarmið náttúruverndar og útivistar hafi ráðið för við ákvörðunartökuna. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir friðlýsinguna þýðingarmikla fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. Innlent 30.6.2023 23:02
Kallar eftir að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu Óvissa ríkir um framhald flugkennslu hjá Flugakademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfsmenn skólans. Framkvæmdastjóri gagnrýnir að fyrirheitum í flugstefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flugnám að vera hluti af menntakerfinu og heyra undir menntamálaráðherra en ekki innviðaráðherra. Innlent 29.6.2023 18:19
Vildu ekki Prettyboitjokko en fengu hann samt Mikil gremja og reiði er meðal útskriftarnema Menntaskólans við Sund eftir að útskriftarferð á vegum Tripical til Krítar á Grikklandi fór ekki eins og til stóð. Ítrekaðar breytingar á brottfaratímum, vandræði með farangur, lélegt upplýsingaflæði og óánægja með bókun tónlistarmannsins Prettyboitjokko er meðal þess sem nemendurnir hafa agnúast út í. Hafa margir farið fram á að fá hluta ferðakostnaðarins endurgreiddan. Neytendur 29.6.2023 17:04
Mest verðlaunaða umhverfisslysið skaðar samgöngur þjóðar og lífsskilyrði Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum. Skoðun 29.6.2023 14:01
Vueling glataði töskunni: „Greiðslan er fáránlega lág“ Samgöngustofa hefur úrskurðað að farþegar flugfélagsins Vueling hafi ekki geta sýnt fram á að verðmæti glataðrar ferðatösku hafi verið rúmar 800 þúsund krónur. Spænska lággjaldaflugfélagið hefur boðið 75 þúsund. Innlent 29.6.2023 07:46
Flugvél Air France beint til Keflavíkur Flugvél Air France breytti stefnu sinni á leið milli LAX í Los Angeles og Charles de Gaulle í París og er nú á leið til Keflavíkurflugvallar. Innlent 27.6.2023 13:06
Starfsmaður fórst þegar hann sogaðist inn í flugvélahreyfil Bandarískur flugvallarstarfsmaður fórst á föstudag þegar hann sogaðist inn í flugvélahreyfil á San Antonio alþjóðaflugvellinum í Texas. Bandarísk flugmálayfirvöld greina frá þessu og segja óljóst á þessari stundu hvernig þetta atvikaðist. Erlent 26.6.2023 17:02
Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Innlent 25.6.2023 21:56
Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. Innlent 25.6.2023 10:01
Buðu grunlausum manneskjum í tveggja ára afmælisfögnuð Play Flugfélagið Play bauð tveimur manneskjum af handahófi frá Washington DC í Bandaríkjunum til Íslands til þess að fagna tveggja ára afmæli flugfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Lífið 24.6.2023 14:55
Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi. Innlent 22.6.2023 15:30
Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. Innlent 20.6.2023 22:50
Ölvaður flugmaður handtekinn í Skotlandi Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak. Erlent 20.6.2023 22:42
Reiknað með mikilli sölu á flugvélum í París Vikulöng flugsýning hófst í París í dag í fyrsta sinn frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. Reiknað er með að gengið verði frá fjölda samninga um kaup og sölu á flugvélum á sýningunni fyrir stórar upphæðir. Erlent 19.6.2023 19:31
Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð. Innlent 16.6.2023 23:59
Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. Innlent 16.6.2023 22:42
Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. Innlent 16.6.2023 11:01