Herflugvélar af ýmsum gerðum eru áberandi á sýningunni að þessu sinni enda vaxandi eftirspurn eftir þeim vegna innrásar Rússa í Úkraínu og vaxandi spennu vegna stefnu Kína á Kyrrahafi.
Á sama tíma er eftirspurn eftir farþegaflugvélum að stóraukast eftir að ferðamenn tóku við sér að loknum faraldri.
Jerry Moran öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþing er einn fjölmargra sem sækir sýninguna.
„Það sem gerist í Úkraínu hefur mikiláhrif á stöðuna í Suður-Kyrrahafi og við viljum vinna saman að því að tryggja að við tökum réttar ákvarðanir við að gera þennan heim öruggari og binda enda á harðstjórn.,“ segir Morgan.
Morgan segir mikla þörf á að virkja birgja bæði í Bandaríkjunum og Evrópu til að anna eftirspurninni. Evrópumenn og Bandaríkjamenn verði að skipuleggja framlög sín til Úkraínu til framtíðar.
„Til að geta sinnt varnarþörfum okkar í enn ríkari mæli. Hvort sem það er hér í þessari sýningu eða um allt land tengist umræðan fyrr en síðar Úkraínu,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn.
Hann reiknar með að gengið verði frá fjölmörgum sölusamningum á sýningunni í París sem hófst í dag og stendur yfir í viku.