Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. júlí 2023 00:06 Bólstraskýin eru ákaflega falleg. Myndina tók Ásgeir í 17.500 feta hæð. Ásgeir Bjarnason Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð. „Í 17 þúsund fetum er maður ekki fyrir neinum farþegavélum. Þær eru allar langt langt fyrir neðan, annað hvort í flugtaki eða lendingu,“ segir Ásgeir sem hefur flogið svifflugvél síðan árið 1968 þegar hann var gutti. Á þriðjudag kom norðan rok sem gaf góðar fjallabylgjur með réttum hitaskilyrðum. Það þurfa að vera svokölluð hitahvörf á einhverjum stað, þá koma upp meiri sveiflur í loftmassanum. Ásgeir segir að svifflugmenn geti komist ansi hátt við þessar aðstæður, til dæmis í Suður Ameríku þar sem eru mjög há fjöll. Þá komast menn í sömu hæð og farþegaþotur. Svona háum fjöllum sé hins vegar ekki til að dreifa hérna á Íslandi og því komast menn mest í 17 til 20 þúsund fet. Sem er þó mjög hátt. Jón Atli, Steini Tótu og Ásgeir.RAX „Maður þarf að vera með súrefni og athuga súrefnismettunina í fingrunum á leiðinni upp til að sjá hvort það sé ekki örugglega allt í lagi,“ segir Ásgeir. „Við erum með góðar súrefnisgræjur, sem skammta súrefni þegar við öndum inn. Þá endist flaskan lengur.“ Að sögn Ásgeirs eru bestu svæðin Við Kjalarnes og austur við Esjuna. Þegar svona skilyrði myndast drífa svifflugmenn sig af stað til að komast hátt. Þegar ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) bar að garði voru auk Ásgeirs á Sandskeiði flugmaðurinn Steini Tótu frá Vestmannaeyjum og Jón Atli Ólafsson sem dró svifflugvélarnar á gamalli áburðarflugvél. Eins og heima í stofu Ásgeir segir að skýin hafi svolítið verið að hamla fluginu en svifflugmenn passa sig á því að fljúga ekki blindflug. Þá var einnig töluverð ókyrrð í loftinu. Neðst í bylgjustreyminu er svokallaður rotor, það er að loftið snýst í hringi næst jörðinni og myndar ókyrrðina. Áburðarvélin dregur svifflugvélina.RAX „Þegar maður er kominn upp fyrir það er loftið algjörlega kyrrt. Þess vegna eru bylgjuskýin svona slétt og falleg. Loftstraumurinn er algjörlega án ókyrrðar. Þegar maður er kominn upp fyrir er þetta eins og að sitja í stól heima í stofu,“ segir Ásgeir. Aldrei lent í háska Þrátt fyrir að hafa verið lengi í svifflugi segist hann aldrei hafa lent í neinum háska. „Maður passar sig og tekur enga sjénsa,“ segir hann. Ásgeir segir svifflugmennina hjá Svifflugfélagi Íslands vel útbúna. Í öllum vélunum séu ratsjársvarar til að flugstjórnin sjái hvar þær eru, í hvaða hæð og á hvaða hraða. Flugmennirnir þurfa að tala við flugstjórnina til að fá heimild til að fara upp í vissar hæðir. Auk þess sjá farþegaflugvélar ratsjársvarana í sínum flugrekstrarvarnarskjám. Jón Atli hefur flogið síðan árið 1968.RAX Rótorinn í skýjunum.RAX RAX Ásgeir og Steini Tótu.RAX Fréttir af flugi RAX Kópavogur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
„Í 17 þúsund fetum er maður ekki fyrir neinum farþegavélum. Þær eru allar langt langt fyrir neðan, annað hvort í flugtaki eða lendingu,“ segir Ásgeir sem hefur flogið svifflugvél síðan árið 1968 þegar hann var gutti. Á þriðjudag kom norðan rok sem gaf góðar fjallabylgjur með réttum hitaskilyrðum. Það þurfa að vera svokölluð hitahvörf á einhverjum stað, þá koma upp meiri sveiflur í loftmassanum. Ásgeir segir að svifflugmenn geti komist ansi hátt við þessar aðstæður, til dæmis í Suður Ameríku þar sem eru mjög há fjöll. Þá komast menn í sömu hæð og farþegaþotur. Svona háum fjöllum sé hins vegar ekki til að dreifa hérna á Íslandi og því komast menn mest í 17 til 20 þúsund fet. Sem er þó mjög hátt. Jón Atli, Steini Tótu og Ásgeir.RAX „Maður þarf að vera með súrefni og athuga súrefnismettunina í fingrunum á leiðinni upp til að sjá hvort það sé ekki örugglega allt í lagi,“ segir Ásgeir. „Við erum með góðar súrefnisgræjur, sem skammta súrefni þegar við öndum inn. Þá endist flaskan lengur.“ Að sögn Ásgeirs eru bestu svæðin Við Kjalarnes og austur við Esjuna. Þegar svona skilyrði myndast drífa svifflugmenn sig af stað til að komast hátt. Þegar ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) bar að garði voru auk Ásgeirs á Sandskeiði flugmaðurinn Steini Tótu frá Vestmannaeyjum og Jón Atli Ólafsson sem dró svifflugvélarnar á gamalli áburðarflugvél. Eins og heima í stofu Ásgeir segir að skýin hafi svolítið verið að hamla fluginu en svifflugmenn passa sig á því að fljúga ekki blindflug. Þá var einnig töluverð ókyrrð í loftinu. Neðst í bylgjustreyminu er svokallaður rotor, það er að loftið snýst í hringi næst jörðinni og myndar ókyrrðina. Áburðarvélin dregur svifflugvélina.RAX „Þegar maður er kominn upp fyrir það er loftið algjörlega kyrrt. Þess vegna eru bylgjuskýin svona slétt og falleg. Loftstraumurinn er algjörlega án ókyrrðar. Þegar maður er kominn upp fyrir er þetta eins og að sitja í stól heima í stofu,“ segir Ásgeir. Aldrei lent í háska Þrátt fyrir að hafa verið lengi í svifflugi segist hann aldrei hafa lent í neinum háska. „Maður passar sig og tekur enga sjénsa,“ segir hann. Ásgeir segir svifflugmennina hjá Svifflugfélagi Íslands vel útbúna. Í öllum vélunum séu ratsjársvarar til að flugstjórnin sjái hvar þær eru, í hvaða hæð og á hvaða hraða. Flugmennirnir þurfa að tala við flugstjórnina til að fá heimild til að fara upp í vissar hæðir. Auk þess sjá farþegaflugvélar ratsjársvarana í sínum flugrekstrarvarnarskjám. Jón Atli hefur flogið síðan árið 1968.RAX Rótorinn í skýjunum.RAX RAX Ásgeir og Steini Tótu.RAX
Fréttir af flugi RAX Kópavogur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?