Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. júlí 2023 00:06 Bólstraskýin eru ákaflega falleg. Myndina tók Ásgeir í 17.500 feta hæð. Ásgeir Bjarnason Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð. „Í 17 þúsund fetum er maður ekki fyrir neinum farþegavélum. Þær eru allar langt langt fyrir neðan, annað hvort í flugtaki eða lendingu,“ segir Ásgeir sem hefur flogið svifflugvél síðan árið 1968 þegar hann var gutti. Á þriðjudag kom norðan rok sem gaf góðar fjallabylgjur með réttum hitaskilyrðum. Það þurfa að vera svokölluð hitahvörf á einhverjum stað, þá koma upp meiri sveiflur í loftmassanum. Ásgeir segir að svifflugmenn geti komist ansi hátt við þessar aðstæður, til dæmis í Suður Ameríku þar sem eru mjög há fjöll. Þá komast menn í sömu hæð og farþegaþotur. Svona háum fjöllum sé hins vegar ekki til að dreifa hérna á Íslandi og því komast menn mest í 17 til 20 þúsund fet. Sem er þó mjög hátt. Jón Atli, Steini Tótu og Ásgeir.RAX „Maður þarf að vera með súrefni og athuga súrefnismettunina í fingrunum á leiðinni upp til að sjá hvort það sé ekki örugglega allt í lagi,“ segir Ásgeir. „Við erum með góðar súrefnisgræjur, sem skammta súrefni þegar við öndum inn. Þá endist flaskan lengur.“ Að sögn Ásgeirs eru bestu svæðin Við Kjalarnes og austur við Esjuna. Þegar svona skilyrði myndast drífa svifflugmenn sig af stað til að komast hátt. Þegar ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) bar að garði voru auk Ásgeirs á Sandskeiði flugmaðurinn Steini Tótu frá Vestmannaeyjum og Jón Atli Ólafsson sem dró svifflugvélarnar á gamalli áburðarflugvél. Eins og heima í stofu Ásgeir segir að skýin hafi svolítið verið að hamla fluginu en svifflugmenn passa sig á því að fljúga ekki blindflug. Þá var einnig töluverð ókyrrð í loftinu. Neðst í bylgjustreyminu er svokallaður rotor, það er að loftið snýst í hringi næst jörðinni og myndar ókyrrðina. Áburðarvélin dregur svifflugvélina.RAX „Þegar maður er kominn upp fyrir það er loftið algjörlega kyrrt. Þess vegna eru bylgjuskýin svona slétt og falleg. Loftstraumurinn er algjörlega án ókyrrðar. Þegar maður er kominn upp fyrir er þetta eins og að sitja í stól heima í stofu,“ segir Ásgeir. Aldrei lent í háska Þrátt fyrir að hafa verið lengi í svifflugi segist hann aldrei hafa lent í neinum háska. „Maður passar sig og tekur enga sjénsa,“ segir hann. Ásgeir segir svifflugmennina hjá Svifflugfélagi Íslands vel útbúna. Í öllum vélunum séu ratsjársvarar til að flugstjórnin sjái hvar þær eru, í hvaða hæð og á hvaða hraða. Flugmennirnir þurfa að tala við flugstjórnina til að fá heimild til að fara upp í vissar hæðir. Auk þess sjá farþegaflugvélar ratsjársvarana í sínum flugrekstrarvarnarskjám. Jón Atli hefur flogið síðan árið 1968.RAX Rótorinn í skýjunum.RAX RAX Ásgeir og Steini Tótu.RAX Fréttir af flugi RAX Kópavogur Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Í 17 þúsund fetum er maður ekki fyrir neinum farþegavélum. Þær eru allar langt langt fyrir neðan, annað hvort í flugtaki eða lendingu,“ segir Ásgeir sem hefur flogið svifflugvél síðan árið 1968 þegar hann var gutti. Á þriðjudag kom norðan rok sem gaf góðar fjallabylgjur með réttum hitaskilyrðum. Það þurfa að vera svokölluð hitahvörf á einhverjum stað, þá koma upp meiri sveiflur í loftmassanum. Ásgeir segir að svifflugmenn geti komist ansi hátt við þessar aðstæður, til dæmis í Suður Ameríku þar sem eru mjög há fjöll. Þá komast menn í sömu hæð og farþegaþotur. Svona háum fjöllum sé hins vegar ekki til að dreifa hérna á Íslandi og því komast menn mest í 17 til 20 þúsund fet. Sem er þó mjög hátt. Jón Atli, Steini Tótu og Ásgeir.RAX „Maður þarf að vera með súrefni og athuga súrefnismettunina í fingrunum á leiðinni upp til að sjá hvort það sé ekki örugglega allt í lagi,“ segir Ásgeir. „Við erum með góðar súrefnisgræjur, sem skammta súrefni þegar við öndum inn. Þá endist flaskan lengur.“ Að sögn Ásgeirs eru bestu svæðin Við Kjalarnes og austur við Esjuna. Þegar svona skilyrði myndast drífa svifflugmenn sig af stað til að komast hátt. Þegar ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) bar að garði voru auk Ásgeirs á Sandskeiði flugmaðurinn Steini Tótu frá Vestmannaeyjum og Jón Atli Ólafsson sem dró svifflugvélarnar á gamalli áburðarflugvél. Eins og heima í stofu Ásgeir segir að skýin hafi svolítið verið að hamla fluginu en svifflugmenn passa sig á því að fljúga ekki blindflug. Þá var einnig töluverð ókyrrð í loftinu. Neðst í bylgjustreyminu er svokallaður rotor, það er að loftið snýst í hringi næst jörðinni og myndar ókyrrðina. Áburðarvélin dregur svifflugvélina.RAX „Þegar maður er kominn upp fyrir það er loftið algjörlega kyrrt. Þess vegna eru bylgjuskýin svona slétt og falleg. Loftstraumurinn er algjörlega án ókyrrðar. Þegar maður er kominn upp fyrir er þetta eins og að sitja í stól heima í stofu,“ segir Ásgeir. Aldrei lent í háska Þrátt fyrir að hafa verið lengi í svifflugi segist hann aldrei hafa lent í neinum háska. „Maður passar sig og tekur enga sjénsa,“ segir hann. Ásgeir segir svifflugmennina hjá Svifflugfélagi Íslands vel útbúna. Í öllum vélunum séu ratsjársvarar til að flugstjórnin sjái hvar þær eru, í hvaða hæð og á hvaða hraða. Flugmennirnir þurfa að tala við flugstjórnina til að fá heimild til að fara upp í vissar hæðir. Auk þess sjá farþegaflugvélar ratsjársvarana í sínum flugrekstrarvarnarskjám. Jón Atli hefur flogið síðan árið 1968.RAX Rótorinn í skýjunum.RAX RAX Ásgeir og Steini Tótu.RAX
Fréttir af flugi RAX Kópavogur Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira