Vueling glataði töskunni: „Greiðslan er fáránlega lág“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. júní 2023 07:46 Ein taskan rifnaði og önnur glataðist í flugi frá Barselóna til Keflavíkur. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur úrskurðað að farþegar flugfélagsins Vueling hafi ekki geta sýnt fram á að verðmæti glataðrar ferðatösku hafi verið rúmar 800 þúsund krónur. Spænska lággjaldaflugfélagið hefur boðið 75 þúsund. Ein ferðataska farþeganna varð fyrir tjóni í flugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkur þann 7. janúar árið 2022. Rifnaði á hana gat og komst vatn inn sem skemmdi farangur sem þar var. Önnur taska farþeganna glataðist en farþegarnir töldu tjónið af því mikið. Samkvæmt upptalningu á verðmætum í töskunni sem glataðist voru þar alls 46 hlutir, einkum fatnaður af ýmsu tagi. Meðal annars: Nýir Nike skór kr. 18.000 Ný blá Nike peysa kr. 29.900 Ársgamall svartur jólakjóll kr. 30.000 Tveggja mánaða skíðaullarnærföt, fjögur stykki kr. 54.000 Nýr stangveiðimannagalli kr. 60.000 Ný kvenmannsbrók kr. 8.000 Nýir brjóstahaldarar, fjögur stykki kr. 30.000 Nýtt buff kr. 5.000 Budda með ýmsum kremum og snyrtivörum kr. 65.000 Margt fleira var týnt til. Þar á meðal taskan sjálf sem farþegar sögðu hafa kostað allt að 30.000 krónum. Heildarupphæðin væri 811.700 krónur. Höfnuðu og kærðu Vueling gekkst við því að hafa skemmt eina töskuna og glatað annarri. En upphæðina féllst flugfélagið ekki á. Var farþegunum boðið 50 evrur vegna skemmdanna og 496,11 evrur vegna glötuðu töskunnar. Saman rúmlega 81 þúsund krónur. Var þetta mat flugfélagsins á virði þeirra verðmæta sem í töskunum voru. Höfnuðu farþegarnir þessu boði, kærðu málið til Samgöngustofu og kröfðust skaðabóta. „Greiðslan er fáránlega lág,“ segir í bréfi farþeganna þar sem tilboði Vueling var svarað. „Innihald töskunnar var mun meira eins og sjá má á innihaldslýsingu og kvittunum. Vueling kallaði eftir innihaldslýsingu fyrir löngu og ættu að hafa allar upplýsingar.“ Tjónið ósannað Samgöngustofa hafnaði beiðni farþeganna og taldi að þeir ættu ekki rétt á frekari bótum til viðbótar þeirri fjárhæð sem Vueling hafi boðist til þess að greiða vegna skemmda á farangri og glataðs farangurs. Taldi Samgöngustofa að farþegarnir hefðu ekki fært sönnur fyrir umfangi tjónsins. Stofnunin hafi móttekið myndir af farangrinum í skemmdu töskunni en engar kvittanir eða önnur gögn hafi verið lögð fram til að sýna fram á raunverulegt verðmæti. Farþegarnir hefðu sent skjáskot af kvittunum og kreditkortayfirliti úr heimabanka. Myndirnar væru í slæmri upplausn og ómögulegt að tengja færslur við þau verðmæti sem voru á listanum. Úrskurðinn má sjá hér. Spánn Ferðalög Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Ein ferðataska farþeganna varð fyrir tjóni í flugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkur þann 7. janúar árið 2022. Rifnaði á hana gat og komst vatn inn sem skemmdi farangur sem þar var. Önnur taska farþeganna glataðist en farþegarnir töldu tjónið af því mikið. Samkvæmt upptalningu á verðmætum í töskunni sem glataðist voru þar alls 46 hlutir, einkum fatnaður af ýmsu tagi. Meðal annars: Nýir Nike skór kr. 18.000 Ný blá Nike peysa kr. 29.900 Ársgamall svartur jólakjóll kr. 30.000 Tveggja mánaða skíðaullarnærföt, fjögur stykki kr. 54.000 Nýr stangveiðimannagalli kr. 60.000 Ný kvenmannsbrók kr. 8.000 Nýir brjóstahaldarar, fjögur stykki kr. 30.000 Nýtt buff kr. 5.000 Budda með ýmsum kremum og snyrtivörum kr. 65.000 Margt fleira var týnt til. Þar á meðal taskan sjálf sem farþegar sögðu hafa kostað allt að 30.000 krónum. Heildarupphæðin væri 811.700 krónur. Höfnuðu og kærðu Vueling gekkst við því að hafa skemmt eina töskuna og glatað annarri. En upphæðina féllst flugfélagið ekki á. Var farþegunum boðið 50 evrur vegna skemmdanna og 496,11 evrur vegna glötuðu töskunnar. Saman rúmlega 81 þúsund krónur. Var þetta mat flugfélagsins á virði þeirra verðmæta sem í töskunum voru. Höfnuðu farþegarnir þessu boði, kærðu málið til Samgöngustofu og kröfðust skaðabóta. „Greiðslan er fáránlega lág,“ segir í bréfi farþeganna þar sem tilboði Vueling var svarað. „Innihald töskunnar var mun meira eins og sjá má á innihaldslýsingu og kvittunum. Vueling kallaði eftir innihaldslýsingu fyrir löngu og ættu að hafa allar upplýsingar.“ Tjónið ósannað Samgöngustofa hafnaði beiðni farþeganna og taldi að þeir ættu ekki rétt á frekari bótum til viðbótar þeirri fjárhæð sem Vueling hafi boðist til þess að greiða vegna skemmda á farangri og glataðs farangurs. Taldi Samgöngustofa að farþegarnir hefðu ekki fært sönnur fyrir umfangi tjónsins. Stofnunin hafi móttekið myndir af farangrinum í skemmdu töskunni en engar kvittanir eða önnur gögn hafi verið lögð fram til að sýna fram á raunverulegt verðmæti. Farþegarnir hefðu sent skjáskot af kvittunum og kreditkortayfirliti úr heimabanka. Myndirnar væru í slæmri upplausn og ómögulegt að tengja færslur við þau verðmæti sem voru á listanum. Úrskurðinn má sjá hér.
Spánn Ferðalög Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira