Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2023 22:11 Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Egill Aðalsteinsson Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. Í fréttum Stöðvar 2 var nyrsta byggð Íslands heimsótt. Sjá mátti kríugerið forða sér af flugbrautinni þegar flugvél Norlandair kom inn til lendingar. Vélin var að koma frá Akureyri, fullsetin nítján farþegum af skemmtiferðaskipi. Við flugstöðina var einnig vél frá Circle Air, sem kom með sex ferðamenn. Flugvélar Circle Air og Norlandair á flugvellinum í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í hópi þeirra sem sinna ferðamönnum í eynni er Halla Ingólfsdóttir. Hún segist bjóða upp á leiðsögn, bátsferðir, snorkel og gistingu og leigja út níu herbergi. En hvað er það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey? Lundinn er eitt helsta aðdráttaraflið.Egill Aðalsteinsson „Það er að sjálfsögðu lundinn og fuglalífið og heimskautsbaugurinn að sjálfsögðu. Svo vil ég nú meina að við séum alveg hrikalega skemmtilegt samfélag. Það eru margir sem koma aftur, bara út af okkur,“ segir ferðaþjónustubóndinn Halla og tekur fram að atvinnuljósmyndarar hafi verið áberandi. Ferðamönnum býðst að aka um Grímsey í þessari lest.Egill Aðalsteinsson En hvað með íslenska ferðamenn? „Það hefur aukist með Íslendingana. En það er bara nýlega skeð. Áður fyrr voru þetta bara 99 prósent útlendingar sem komu. En ég sé skemmtilega aukningu af Íslendingum.“ Fuglalífið, björgin og strandlengjan heilla.Egill Aðalsteinsson Hún segir tímabilið stutt og júlímánuður á næsta ári sé nánast orðinn fullbókaður. „Fyrir covid þá var orðinn ferðamaður hérna liggur við nánast í hverri einustu viku, á veturna líka. Og það var alltaf að fjölga. Svo kemur þetta leiðinda tímabil þarna. En mér finnst að þetta sé að taka hressilega við sér aftur. Ég hef alveg fulla trú á því að það sé hægt að gera þetta yfir veturinn líka.“ Grímsey séð úr lofti.Egill Aðalsteinsson „En það er náttúrlega bara eins og ég hef oft sagt: Þetta snýst allt um samgöngur til og frá eyjunni. Þetta snýst algjörlega og allt um það,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsey Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Byggðamál Tengdar fréttir Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var nyrsta byggð Íslands heimsótt. Sjá mátti kríugerið forða sér af flugbrautinni þegar flugvél Norlandair kom inn til lendingar. Vélin var að koma frá Akureyri, fullsetin nítján farþegum af skemmtiferðaskipi. Við flugstöðina var einnig vél frá Circle Air, sem kom með sex ferðamenn. Flugvélar Circle Air og Norlandair á flugvellinum í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í hópi þeirra sem sinna ferðamönnum í eynni er Halla Ingólfsdóttir. Hún segist bjóða upp á leiðsögn, bátsferðir, snorkel og gistingu og leigja út níu herbergi. En hvað er það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey? Lundinn er eitt helsta aðdráttaraflið.Egill Aðalsteinsson „Það er að sjálfsögðu lundinn og fuglalífið og heimskautsbaugurinn að sjálfsögðu. Svo vil ég nú meina að við séum alveg hrikalega skemmtilegt samfélag. Það eru margir sem koma aftur, bara út af okkur,“ segir ferðaþjónustubóndinn Halla og tekur fram að atvinnuljósmyndarar hafi verið áberandi. Ferðamönnum býðst að aka um Grímsey í þessari lest.Egill Aðalsteinsson En hvað með íslenska ferðamenn? „Það hefur aukist með Íslendingana. En það er bara nýlega skeð. Áður fyrr voru þetta bara 99 prósent útlendingar sem komu. En ég sé skemmtilega aukningu af Íslendingum.“ Fuglalífið, björgin og strandlengjan heilla.Egill Aðalsteinsson Hún segir tímabilið stutt og júlímánuður á næsta ári sé nánast orðinn fullbókaður. „Fyrir covid þá var orðinn ferðamaður hérna liggur við nánast í hverri einustu viku, á veturna líka. Og það var alltaf að fjölga. Svo kemur þetta leiðinda tímabil þarna. En mér finnst að þetta sé að taka hressilega við sér aftur. Ég hef alveg fulla trú á því að það sé hægt að gera þetta yfir veturinn líka.“ Grímsey séð úr lofti.Egill Aðalsteinsson „En það er náttúrlega bara eins og ég hef oft sagt: Þetta snýst allt um samgöngur til og frá eyjunni. Þetta snýst algjörlega og allt um það,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsey Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Byggðamál Tengdar fréttir Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44
Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent