Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2023 22:11 Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Egill Aðalsteinsson Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. Í fréttum Stöðvar 2 var nyrsta byggð Íslands heimsótt. Sjá mátti kríugerið forða sér af flugbrautinni þegar flugvél Norlandair kom inn til lendingar. Vélin var að koma frá Akureyri, fullsetin nítján farþegum af skemmtiferðaskipi. Við flugstöðina var einnig vél frá Circle Air, sem kom með sex ferðamenn. Flugvélar Circle Air og Norlandair á flugvellinum í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í hópi þeirra sem sinna ferðamönnum í eynni er Halla Ingólfsdóttir. Hún segist bjóða upp á leiðsögn, bátsferðir, snorkel og gistingu og leigja út níu herbergi. En hvað er það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey? Lundinn er eitt helsta aðdráttaraflið.Egill Aðalsteinsson „Það er að sjálfsögðu lundinn og fuglalífið og heimskautsbaugurinn að sjálfsögðu. Svo vil ég nú meina að við séum alveg hrikalega skemmtilegt samfélag. Það eru margir sem koma aftur, bara út af okkur,“ segir ferðaþjónustubóndinn Halla og tekur fram að atvinnuljósmyndarar hafi verið áberandi. Ferðamönnum býðst að aka um Grímsey í þessari lest.Egill Aðalsteinsson En hvað með íslenska ferðamenn? „Það hefur aukist með Íslendingana. En það er bara nýlega skeð. Áður fyrr voru þetta bara 99 prósent útlendingar sem komu. En ég sé skemmtilega aukningu af Íslendingum.“ Fuglalífið, björgin og strandlengjan heilla.Egill Aðalsteinsson Hún segir tímabilið stutt og júlímánuður á næsta ári sé nánast orðinn fullbókaður. „Fyrir covid þá var orðinn ferðamaður hérna liggur við nánast í hverri einustu viku, á veturna líka. Og það var alltaf að fjölga. Svo kemur þetta leiðinda tímabil þarna. En mér finnst að þetta sé að taka hressilega við sér aftur. Ég hef alveg fulla trú á því að það sé hægt að gera þetta yfir veturinn líka.“ Grímsey séð úr lofti.Egill Aðalsteinsson „En það er náttúrlega bara eins og ég hef oft sagt: Þetta snýst allt um samgöngur til og frá eyjunni. Þetta snýst algjörlega og allt um það,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsey Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Byggðamál Tengdar fréttir Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var nyrsta byggð Íslands heimsótt. Sjá mátti kríugerið forða sér af flugbrautinni þegar flugvél Norlandair kom inn til lendingar. Vélin var að koma frá Akureyri, fullsetin nítján farþegum af skemmtiferðaskipi. Við flugstöðina var einnig vél frá Circle Air, sem kom með sex ferðamenn. Flugvélar Circle Air og Norlandair á flugvellinum í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í hópi þeirra sem sinna ferðamönnum í eynni er Halla Ingólfsdóttir. Hún segist bjóða upp á leiðsögn, bátsferðir, snorkel og gistingu og leigja út níu herbergi. En hvað er það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey? Lundinn er eitt helsta aðdráttaraflið.Egill Aðalsteinsson „Það er að sjálfsögðu lundinn og fuglalífið og heimskautsbaugurinn að sjálfsögðu. Svo vil ég nú meina að við séum alveg hrikalega skemmtilegt samfélag. Það eru margir sem koma aftur, bara út af okkur,“ segir ferðaþjónustubóndinn Halla og tekur fram að atvinnuljósmyndarar hafi verið áberandi. Ferðamönnum býðst að aka um Grímsey í þessari lest.Egill Aðalsteinsson En hvað með íslenska ferðamenn? „Það hefur aukist með Íslendingana. En það er bara nýlega skeð. Áður fyrr voru þetta bara 99 prósent útlendingar sem komu. En ég sé skemmtilega aukningu af Íslendingum.“ Fuglalífið, björgin og strandlengjan heilla.Egill Aðalsteinsson Hún segir tímabilið stutt og júlímánuður á næsta ári sé nánast orðinn fullbókaður. „Fyrir covid þá var orðinn ferðamaður hérna liggur við nánast í hverri einustu viku, á veturna líka. Og það var alltaf að fjölga. Svo kemur þetta leiðinda tímabil þarna. En mér finnst að þetta sé að taka hressilega við sér aftur. Ég hef alveg fulla trú á því að það sé hægt að gera þetta yfir veturinn líka.“ Grímsey séð úr lofti.Egill Aðalsteinsson „En það er náttúrlega bara eins og ég hef oft sagt: Þetta snýst allt um samgöngur til og frá eyjunni. Þetta snýst algjörlega og allt um það,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsey Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Byggðamál Tengdar fréttir Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44
Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10