Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2023 22:11 Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Egill Aðalsteinsson Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. Í fréttum Stöðvar 2 var nyrsta byggð Íslands heimsótt. Sjá mátti kríugerið forða sér af flugbrautinni þegar flugvél Norlandair kom inn til lendingar. Vélin var að koma frá Akureyri, fullsetin nítján farþegum af skemmtiferðaskipi. Við flugstöðina var einnig vél frá Circle Air, sem kom með sex ferðamenn. Flugvélar Circle Air og Norlandair á flugvellinum í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í hópi þeirra sem sinna ferðamönnum í eynni er Halla Ingólfsdóttir. Hún segist bjóða upp á leiðsögn, bátsferðir, snorkel og gistingu og leigja út níu herbergi. En hvað er það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey? Lundinn er eitt helsta aðdráttaraflið.Egill Aðalsteinsson „Það er að sjálfsögðu lundinn og fuglalífið og heimskautsbaugurinn að sjálfsögðu. Svo vil ég nú meina að við séum alveg hrikalega skemmtilegt samfélag. Það eru margir sem koma aftur, bara út af okkur,“ segir ferðaþjónustubóndinn Halla og tekur fram að atvinnuljósmyndarar hafi verið áberandi. Ferðamönnum býðst að aka um Grímsey í þessari lest.Egill Aðalsteinsson En hvað með íslenska ferðamenn? „Það hefur aukist með Íslendingana. En það er bara nýlega skeð. Áður fyrr voru þetta bara 99 prósent útlendingar sem komu. En ég sé skemmtilega aukningu af Íslendingum.“ Fuglalífið, björgin og strandlengjan heilla.Egill Aðalsteinsson Hún segir tímabilið stutt og júlímánuður á næsta ári sé nánast orðinn fullbókaður. „Fyrir covid þá var orðinn ferðamaður hérna liggur við nánast í hverri einustu viku, á veturna líka. Og það var alltaf að fjölga. Svo kemur þetta leiðinda tímabil þarna. En mér finnst að þetta sé að taka hressilega við sér aftur. Ég hef alveg fulla trú á því að það sé hægt að gera þetta yfir veturinn líka.“ Grímsey séð úr lofti.Egill Aðalsteinsson „En það er náttúrlega bara eins og ég hef oft sagt: Þetta snýst allt um samgöngur til og frá eyjunni. Þetta snýst algjörlega og allt um það,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsey Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Byggðamál Tengdar fréttir Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var nyrsta byggð Íslands heimsótt. Sjá mátti kríugerið forða sér af flugbrautinni þegar flugvél Norlandair kom inn til lendingar. Vélin var að koma frá Akureyri, fullsetin nítján farþegum af skemmtiferðaskipi. Við flugstöðina var einnig vél frá Circle Air, sem kom með sex ferðamenn. Flugvélar Circle Air og Norlandair á flugvellinum í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í hópi þeirra sem sinna ferðamönnum í eynni er Halla Ingólfsdóttir. Hún segist bjóða upp á leiðsögn, bátsferðir, snorkel og gistingu og leigja út níu herbergi. En hvað er það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey? Lundinn er eitt helsta aðdráttaraflið.Egill Aðalsteinsson „Það er að sjálfsögðu lundinn og fuglalífið og heimskautsbaugurinn að sjálfsögðu. Svo vil ég nú meina að við séum alveg hrikalega skemmtilegt samfélag. Það eru margir sem koma aftur, bara út af okkur,“ segir ferðaþjónustubóndinn Halla og tekur fram að atvinnuljósmyndarar hafi verið áberandi. Ferðamönnum býðst að aka um Grímsey í þessari lest.Egill Aðalsteinsson En hvað með íslenska ferðamenn? „Það hefur aukist með Íslendingana. En það er bara nýlega skeð. Áður fyrr voru þetta bara 99 prósent útlendingar sem komu. En ég sé skemmtilega aukningu af Íslendingum.“ Fuglalífið, björgin og strandlengjan heilla.Egill Aðalsteinsson Hún segir tímabilið stutt og júlímánuður á næsta ári sé nánast orðinn fullbókaður. „Fyrir covid þá var orðinn ferðamaður hérna liggur við nánast í hverri einustu viku, á veturna líka. Og það var alltaf að fjölga. Svo kemur þetta leiðinda tímabil þarna. En mér finnst að þetta sé að taka hressilega við sér aftur. Ég hef alveg fulla trú á því að það sé hægt að gera þetta yfir veturinn líka.“ Grímsey séð úr lofti.Egill Aðalsteinsson „En það er náttúrlega bara eins og ég hef oft sagt: Þetta snýst allt um samgöngur til og frá eyjunni. Þetta snýst algjörlega og allt um það,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Grímsey. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsey Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Byggðamál Tengdar fréttir Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44
Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10