Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2023 21:56 Norsk-íslenski fallhlífastökkvarinn Arne Aarhus er fyrirliði hópsins. Egill Aðalsteinsson Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hópinn birtast yfir Eyjafirði, fólkið kom svo svífandi úr þrettán þúsund feta hæð niður á Akureyrarflugvöll. Um líkt leyti lenti flugvélin þeirra - til að sækja hópinn í næsta ævintýri. Við tókum eftir því að búið var að taka hurðina af Twin Otter-flugvélinni. Það var ástæða fyrir því. Farþegarnir ætla nefnilega allir að hoppa út - í lofti. Fallhlífastökkvararnir stukku út í þrettán þúsund feta hæð yfir Eyjafirði og svifu síðan niður á Akureyrarflugvöll.Egill Aðalsteinsson Þau koma frá fallhlífaklúbbum í Noregi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Mexíkó og fyrirliðinn er hálfur Íslendingur. „Já, mamma er íslensk og ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arne Aarhus en faðir hans er norskur. Ástríða fyrir fallhlífastökki sameinar hópinn. Arne segir marga hafa verið orðna dálítið leiða á því að fara bara upp og niður af flugvöllum. „Þá ákváðum við bara að gera ekta ferðalag. Og förum bara hring í kringum landið og skemmtum okkur og sjáum landið og stökkvum í fallhlíf á sama tíma,“ segir Arne. Twin Otter-flugvélin lenti um svipað leyti og síðustu fallhlífastökkvararnir.Egill Aðalsteinsson Stökkstaðir eru yfir náttúruperlum. Hann nefnir Gullfoss og Geysi, Þórsmörk, Reynisfjöru, Vestmannaeyjar, Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og Mývatnssveit og segir þennan ferðamáta hafa sína kosti. „Í fyrsta lagi fær maður að sjá þetta úr lofti. Þá sér maður náttúrlega allt annað útsýni. Síðan getur maður bara lent á jörðinni og skoðað þetta almennilega.“ Hópurinn að leggja upp í næsta ævintýri, sem var að stökkva yfir Langjökli.Egill Aðalsteinsson Annar flugmaðurinn, Ágúst Atlason, er Íslendingur. „Þetta er ótrúlegt. Líka skemmtilegt fyrir okkur. Við erum að fara á flugvelli sem ég vissi ekki einu sinni að væru til,“ segir Ágúst en hann starfar á sumrin hjá Skydive Stockholm þaðan sem flugvélin kemur. Upphaflega stóð þó til að fá Twin Otter frá Norlandair en þar var engin slík vél á lausu. Arne segir toppinn hafa verið Hverfjall og hálendið en hópurinn átti þó eftir að stökkva yfir Langjökli og í framhaldinu að skoða íshelli í jöklinum. „Það var rosalega flott á Sauðárvelli þar sem er bara ekkert. Það er flugvöllur sem hann Ómar Ragnarsson bjó til á sínum tíma,“ segir Arne. Garðbæingurinn Ágúst Atlason er flugmaður hjá Skydive Stockholm.Egill Aðalsteinsson „Klukkutíma samtal sem ég átti við Ómar Ragnarsson um að fá að nota flugvöllinn hans, ég held að það hafi toppað ferðina fyrir mig,“ segir flugmaðurinn Ágúst. -En er þetta ekki rosalega dýrt? „Jú, jú, það er dýrt. En gaman. Maður er ekkert að kveljast í peningi þegar maður er að stunda þetta lengi,“ segir hinn norsk-íslenski fallhlífastökkvari Arne Aarhus. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sauðárvelli Ómars Ragnarssonar bregður fyrir í þætti Stöðvar 2 frá árinu 2006 um baráttu hans gegn Kárahnjúkavirkjun: Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hópinn birtast yfir Eyjafirði, fólkið kom svo svífandi úr þrettán þúsund feta hæð niður á Akureyrarflugvöll. Um líkt leyti lenti flugvélin þeirra - til að sækja hópinn í næsta ævintýri. Við tókum eftir því að búið var að taka hurðina af Twin Otter-flugvélinni. Það var ástæða fyrir því. Farþegarnir ætla nefnilega allir að hoppa út - í lofti. Fallhlífastökkvararnir stukku út í þrettán þúsund feta hæð yfir Eyjafirði og svifu síðan niður á Akureyrarflugvöll.Egill Aðalsteinsson Þau koma frá fallhlífaklúbbum í Noregi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Mexíkó og fyrirliðinn er hálfur Íslendingur. „Já, mamma er íslensk og ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arne Aarhus en faðir hans er norskur. Ástríða fyrir fallhlífastökki sameinar hópinn. Arne segir marga hafa verið orðna dálítið leiða á því að fara bara upp og niður af flugvöllum. „Þá ákváðum við bara að gera ekta ferðalag. Og förum bara hring í kringum landið og skemmtum okkur og sjáum landið og stökkvum í fallhlíf á sama tíma,“ segir Arne. Twin Otter-flugvélin lenti um svipað leyti og síðustu fallhlífastökkvararnir.Egill Aðalsteinsson Stökkstaðir eru yfir náttúruperlum. Hann nefnir Gullfoss og Geysi, Þórsmörk, Reynisfjöru, Vestmannaeyjar, Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og Mývatnssveit og segir þennan ferðamáta hafa sína kosti. „Í fyrsta lagi fær maður að sjá þetta úr lofti. Þá sér maður náttúrlega allt annað útsýni. Síðan getur maður bara lent á jörðinni og skoðað þetta almennilega.“ Hópurinn að leggja upp í næsta ævintýri, sem var að stökkva yfir Langjökli.Egill Aðalsteinsson Annar flugmaðurinn, Ágúst Atlason, er Íslendingur. „Þetta er ótrúlegt. Líka skemmtilegt fyrir okkur. Við erum að fara á flugvelli sem ég vissi ekki einu sinni að væru til,“ segir Ágúst en hann starfar á sumrin hjá Skydive Stockholm þaðan sem flugvélin kemur. Upphaflega stóð þó til að fá Twin Otter frá Norlandair en þar var engin slík vél á lausu. Arne segir toppinn hafa verið Hverfjall og hálendið en hópurinn átti þó eftir að stökkva yfir Langjökli og í framhaldinu að skoða íshelli í jöklinum. „Það var rosalega flott á Sauðárvelli þar sem er bara ekkert. Það er flugvöllur sem hann Ómar Ragnarsson bjó til á sínum tíma,“ segir Arne. Garðbæingurinn Ágúst Atlason er flugmaður hjá Skydive Stockholm.Egill Aðalsteinsson „Klukkutíma samtal sem ég átti við Ómar Ragnarsson um að fá að nota flugvöllinn hans, ég held að það hafi toppað ferðina fyrir mig,“ segir flugmaðurinn Ágúst. -En er þetta ekki rosalega dýrt? „Jú, jú, það er dýrt. En gaman. Maður er ekkert að kveljast í peningi þegar maður er að stunda þetta lengi,“ segir hinn norsk-íslenski fallhlífastökkvari Arne Aarhus. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sauðárvelli Ómars Ragnarssonar bregður fyrir í þætti Stöðvar 2 frá árinu 2006 um baráttu hans gegn Kárahnjúkavirkjun:
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42