Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið

Enn er engin niðurstaða komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Þingmenn eru samt bjartsýnir á horfur áætlaðra sumarfría þótt ekki virðist mikill kraftur í samningaviðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi fær 140 þúsund undirskriftir

Tæplega 140 þúsund Evrópubúar hafa skrifað undir áskorun til íslenskra, norskra, skoskra og írskra stjórnvalda um að laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt. Frumvarp um fiskeldi er nú til umfjöllunar á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

75 ára afmæli lýðveldisins fagnað

Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirmyndir

Veðrið hefur verið fáránlega gott undanfarið og það lagar verulega andlegt ástand þjóðarinnar. Síðasta sumar var ömurlegt, a.m.k. fyrir okkur á suðvesturhorninu, endalaus rigning og leiðindi. Það er ótrúlegt hvað sól og gott veður getur glatt geðið í okkur, þjóðin verður besta útgáfan af sjálfri sér þegar veðrið er gott.

Skoðun
Fréttamynd

Góða veðrið

Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri.

Skoðun
Fréttamynd

Kvennahlaup í þrjátíu ár 

Þrítugasta Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður hlaupið á yfir 80 stöðum í heiminum í dag, um 70 á Íslandi. Það er stærsti almennings-íþróttaviðburður á Íslandi á hverju ári.

Lífið
Fréttamynd

Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa

Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu.

Erlent
Fréttamynd

Öll störf eru mikilvæg

Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra, starfar nú sem matreiðslunemi á Hótel Sögu, byggir torfbæ í Mosfellsbæ og vinnur ásamt Kvennaathvarfinu að byggingu fjölbýlishúss fyrir þolendur heimilisofbeldis.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að vita ekki hvað er að

Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun á kraftlyftinga­ferlinum vegna meiðsla á öxl sem eru að plaga hana og læknar finna ekki lausn á vandamálum hennar.

Sport
Fréttamynd

Stefnir á að taka næsta skref 

Dagur Kár Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, kláraði nýlega sitt fyrsta keppnistímabil sem atvinnumaður. Dagur lék með austurríska liðinu Raiffeisen Flyers Wels. Hann vill stærri áskorun næsta vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýr veruleiki 

Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma. Það er nánast sama hvert er litið.

Skoðun
Fréttamynd

Klifurjurtir

Á þrítugsafmælisdegi mínum snyrti ég eyrna­hárin mín í fyrsta skipti. Það var frekar einföld en sálfræðilega þrúgandi athöfn sem setti mig í umtalsverða krísu. Eftir að hafa lesið ótal hjörtum skreyttar Facebook-færslur frá eldri konum um að aldurinn sé afstæður gaf líkaminn mér skýr skilaboð um að svo sé ekki. Klifurjurtir ellinnar klöngruðust hægt en bítandi út úr eyrunum á mér og minntu mig á feigðina.

Skoðun
Fréttamynd

Minningar sem skolast burt

Fyrr í vor var sagt frá áhugaverðri vísindarannsókn í tímaritinu The Economist. Það hafði vakið áhuga nokkurra náttúruvísindamanna og sagnfræðinga í Tékklandi að þar í landi hafði það ítrekað gerst í kringum ár og fljót að mannskæð flóð þurrkuðu hluta heilu byggðarlaganna út.

Skoðun
Fréttamynd

Jón Jónsson og Sverrir Bergmann á Þjóðhátíð

Síðar í dag verður tilkynnt að þeir Jón Jónsson og Sverrir Bergmann spili á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Þeir hafa báðir farið oftar en tíu sinnum og eiga stórskemmtilegar sögur af fyrri hátíðum. Þeir segja stemninguna ólýsanlega góða.

Tónlist
Fréttamynd

Mikið sumar í þessari há­tíð

Reykjavík Midsummer Music 2019, tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara, er rétt handan við hornið, nánar tiltekið um aðra helgi og ekki seinna vænna að forvitnast um hvaða snilld verður boðið upp á þar.

Menning
Fréttamynd

Aldrei meiri samdráttur

Samdráttur milli ára í fjölda ferðamanna hefur ekki verið jafnmikill frá upphafi mælinga sé litið til fjölda í maí á þessu ári í samanburði við maí í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Framfaraskref fyrir innflytjendur

Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma.

Skoðun
Fréttamynd

Björn Leví bíður svars við fjölda fyrirspurna

Þingmenn bíða skriflegra svara ráðherra við 125 fyrirspurnum. Þær elstu eru frá síðastliðnu hausti. Flestar fyrirspurnanna eru á borði fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar. Ósvaraðar fyrirspurnir falla niður við þinglok.

Innlent
Fréttamynd

Hlutfall ungra mæðra hátt á Suðurnesjum

Hlutfall mæðra sem ekki hafa náð tvítugsaldri er mun hærra á Suðurnesjum en á landsvísu. Á landinu öllu fæddu 6,8 stúlkur af hverjum 1.000, á aldrinum fimmtán til nítján ára, börn á árunum 2014-2018 en á Suðurnesjum voru þær 17 af 1.000.

Innlent
Fréttamynd

Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum.

Innlent