Erfitt að vita ekki hvað er að Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júní 2019 11:30 Fanney var heiðruð af Kraftlyftingasambandi Íslands og Íþróttasambandi Íslands eftir að hafa varið Evrópumeistaratitilinn. Fréttablaðið/Vilhelm Kraftlyftingar Fanney Hauksdóttir kraftlyftingakona hefur lítið náð að beita sér undanfarið ár vegna erfiðra meiðsla í öxl. Seltirningurinn Fanney var komin í fremstu röð í heiminum og varð Evrópumeistari í klassískri bekkpressu fjórða árið í röð haustið 2017. Þá varð hún heimsmeistari í bekkpressu án búnaðar árið 2016. Frá því að Fanney varð Evrópumeistari á haustdögum 2017 hefur hún aðeins náð að taka þátt í tveimur opinberum mótum. Fanney nældi í gullverðlaunin á Íslandsmótinu í klassískri bekkpressu í fyrra og fékk svo silfurverðlaunin í sínum flokki í klassískri bekkpressu á Evrópumótinu sem fór fram í Frakklandi í fyrra. Í samtali við Fréttablaðið segir Fanney það erfitt að lýsa þessum meiðslum enda hefur ekki tekist að finna nákvæmlega út úr því hvað er að plaga hana. „Það er erfitt að segja hvað er nákvæmlega að öxlinni. Ég hafði lengi fundið fyrir smá eymslum í öxlinni en í apríl í fyrra kom eitthvað upp á og ég gat ekki lyft af sama krafti. Það kom tími þar sem ég gat varla lyft stönginni og þá fór ég að hitta sjúkraþjálfara og lækna,“ segir Fanney um það þegar meiðslin tóku sig upp stuttu eftir Íslandsmótið 2018. Hún fékk sprautu til að reyna að stilla af verkina. „Ég fékk þá sprautu sem gerði mér kleift að keppa í ágúst en eins og læknarnir segja, sprauta er engin lausn til lengri tíma. Í mínu tilfelli gerði hún ekki mikið þótt mér hafi tekist að fara á mótið í ágúst. Ég æfði mjög skynsamlega í aðdraganda mótsins og komst þokkalega frá því. Þá hélt ég að þetta væri komið og ég ákvað að auka álagið til að komast á EM í október,“ segir Fanney sem tók undir að keppnisskapið hefði ef til vill náð yfirhöndinni. „Á EM var notast við búnað sem þýðir meiri þyngdir og eftir það varð ég í raun mun verri. Ég hef ekkert náð mér almennilega eftir það.“ Fanney hefur hitt marga sérfræðinga en ekki fengið lausn við vandamálum sínum. „Þetta er enn þá að plaga mig í dag og það erfiðasta við þetta allt saman er að það er ekki alveg ljóst hvað þetta er. Fyrir vikið er ekki hægt að skipuleggja endurhæfingu með það að markmiði að finna lausnir. Fyrir vikið er þetta búið að vera mikið púsluspil með sjúkraþjálfurum að prófa okkur áfram,“ segir Fanney og hélt áfram: „Það hefur verið erfitt fyrir hausinn, andlegu hliðina, að vera ekki að vinna að einhverri ákveðinni endastöð. Það er búið að mynda þetta og skoða hátt og lágt en ekki fundist lausn. Ég æfi enn þá, æfi mikið aukalega til að styrkja mig en ég er ekki að ná að æfa almennilega í bekkpressu. Meiðsli eru hluti af því að vera íþróttamaður, þetta hefur tekið lengri tíma en ég hélt en ég er harðákveðin í að snúa aftur,“ segir Fanney. „Kannski eru þetta afleiðingar af öllu því álagi sem það fylgdi að keppa í kraftlyftingum. Fólk getur verið heillengi í kraftlyftingum, kannski er ég búin að toppa og kannski kem ég aftur öflugri en nokkru sinni fyrr. Núna einblíni ég bara á að komast aftur á keppnisgólfið og geri allt það sem ég get til þess á sama tíma og ég tek einn dag í einu og byggi mig upp, skref fyrir skref. Það eina sem ég get gert í þessu er að halda haus og halda áfram.“ Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Kraftlyftingar Fanney Hauksdóttir kraftlyftingakona hefur lítið náð að beita sér undanfarið ár vegna erfiðra meiðsla í öxl. Seltirningurinn Fanney var komin í fremstu röð í heiminum og varð Evrópumeistari í klassískri bekkpressu fjórða árið í röð haustið 2017. Þá varð hún heimsmeistari í bekkpressu án búnaðar árið 2016. Frá því að Fanney varð Evrópumeistari á haustdögum 2017 hefur hún aðeins náð að taka þátt í tveimur opinberum mótum. Fanney nældi í gullverðlaunin á Íslandsmótinu í klassískri bekkpressu í fyrra og fékk svo silfurverðlaunin í sínum flokki í klassískri bekkpressu á Evrópumótinu sem fór fram í Frakklandi í fyrra. Í samtali við Fréttablaðið segir Fanney það erfitt að lýsa þessum meiðslum enda hefur ekki tekist að finna nákvæmlega út úr því hvað er að plaga hana. „Það er erfitt að segja hvað er nákvæmlega að öxlinni. Ég hafði lengi fundið fyrir smá eymslum í öxlinni en í apríl í fyrra kom eitthvað upp á og ég gat ekki lyft af sama krafti. Það kom tími þar sem ég gat varla lyft stönginni og þá fór ég að hitta sjúkraþjálfara og lækna,“ segir Fanney um það þegar meiðslin tóku sig upp stuttu eftir Íslandsmótið 2018. Hún fékk sprautu til að reyna að stilla af verkina. „Ég fékk þá sprautu sem gerði mér kleift að keppa í ágúst en eins og læknarnir segja, sprauta er engin lausn til lengri tíma. Í mínu tilfelli gerði hún ekki mikið þótt mér hafi tekist að fara á mótið í ágúst. Ég æfði mjög skynsamlega í aðdraganda mótsins og komst þokkalega frá því. Þá hélt ég að þetta væri komið og ég ákvað að auka álagið til að komast á EM í október,“ segir Fanney sem tók undir að keppnisskapið hefði ef til vill náð yfirhöndinni. „Á EM var notast við búnað sem þýðir meiri þyngdir og eftir það varð ég í raun mun verri. Ég hef ekkert náð mér almennilega eftir það.“ Fanney hefur hitt marga sérfræðinga en ekki fengið lausn við vandamálum sínum. „Þetta er enn þá að plaga mig í dag og það erfiðasta við þetta allt saman er að það er ekki alveg ljóst hvað þetta er. Fyrir vikið er ekki hægt að skipuleggja endurhæfingu með það að markmiði að finna lausnir. Fyrir vikið er þetta búið að vera mikið púsluspil með sjúkraþjálfurum að prófa okkur áfram,“ segir Fanney og hélt áfram: „Það hefur verið erfitt fyrir hausinn, andlegu hliðina, að vera ekki að vinna að einhverri ákveðinni endastöð. Það er búið að mynda þetta og skoða hátt og lágt en ekki fundist lausn. Ég æfi enn þá, æfi mikið aukalega til að styrkja mig en ég er ekki að ná að æfa almennilega í bekkpressu. Meiðsli eru hluti af því að vera íþróttamaður, þetta hefur tekið lengri tíma en ég hélt en ég er harðákveðin í að snúa aftur,“ segir Fanney. „Kannski eru þetta afleiðingar af öllu því álagi sem það fylgdi að keppa í kraftlyftingum. Fólk getur verið heillengi í kraftlyftingum, kannski er ég búin að toppa og kannski kem ég aftur öflugri en nokkru sinni fyrr. Núna einblíni ég bara á að komast aftur á keppnisgólfið og geri allt það sem ég get til þess á sama tíma og ég tek einn dag í einu og byggi mig upp, skref fyrir skref. Það eina sem ég get gert í þessu er að halda haus og halda áfram.“
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti