Minningar sem skolast burt Þórlindur Kjartansson skrifar 14. júní 2019 08:30 Fyrr í vor var sagt frá áhugaverðri vísindarannsókn í tímaritinu The Economist. Það hafði vakið áhuga nokkurra náttúruvísindamanna og sagnfræðinga í Tékklandi að þar í landi hafði það ítrekað gerst í kringum ár og fljót að mannskæð flóð þurrkuðu hluta heilu byggðarlaganna út. Vísindamennirnir skoðuðu gögn og menjar á öllu svæðinu sem tengist Moldá og vatnasvæðinu sem safnast í hana. Þeir komust að því að á umliðnum þúsund árum eða svo hefði það gerst á um það bil 100 ára fresti að mikil hamfaraflóð hefðu valdið gríðarlegu tjóni á bæjum í kringum ána, þannig að íbúum stóð veruleg hætta af. Fyrsta tilvikið sem þeir skoðuðu átti sér stað árið 1118 en hið síðasta árið 1845. Fólkinu við fljótið var vorkunn. Fram að hamfaraflóðunum höfðu jafnvel elstu menn ekki orðið vitni að neinu sem bent gat til þess að íbúar svæðisins væru í hættu. Engum gat dottið í hug að það væri slæm hugmynd að byggja hús við friðsælan árbakkann þar sem vingjarnlegt fljótið streymdi hjá í fyrirsjáanlegri og meinlausri sátt við byggðirnar og borgarana.Óvænt flóð En svo gerðist það sem enginn gat spáð fyrir um. Vatnsmagnið í ánni margfaldaðist, straumurinn þyngdist og stórir hlutar bæjanna urðu yfirflæði árbakkans að bráð. Svona flóð eru með hrikalegustu náttúruhörmungum. Manntjón getur verið skelfilegt þar sem fólk er ýmist þrifið með straumnum eða horfir á eftir ástvinum sínum hverfa bjargarlausa út í opinn dauðann. Lausamunir og mannvirki eiga litla von á móti vatnsflaumnum og eftir mikil flóð geta staðið eftir algjörlega vængbrotin samfélög. Hamfaraflóð ættu því ekki að þurrkast svo glatt úr sameiginlegu minni þeirra sem eftir lifa. Vísindamennirnir vildu skoða þetta og þeir tóku eftir því að í hvert skipti sem hamfaraflóð höfðu skolað burtu þeim hluta bæjanna sem næst stóðu árbakkanum þá fóru bæjarbúar varlega í endurbyggingunni, leituðu ofar í hlíðarnar og auðvitað datt engum í hug að byggja sér og fjölskyldu sinni heimili á bletti þaðan sem nýlega hafði allt skolast á haf út. Slíkt væri augljóst glapræði svo skömmu eftir að náttúran hafði sýnt hvað í henni bjó. Þannig að eftir hamfarirnar þá hófst endurbygging bæjanna um það bil í grennd við þann stað þar sem flóðið hafði náð hæst. Það virkar rökrétt. Varkárnin tapast En hvernig gat það gerst að á svipuðum slóðum og við sömu ár hafi hamfaraflóðunum tekist að valda tjóni á mönnum og mannvirkjum á um það bil einnar aldar fresti? Urðu flóðin sífellt stærri og náðu hærra upp í hlíðarnar þar sem byggðina var að finna? Nei. Það var víst ekki þannig. Þegar elstu manna minni fór að förla og úr því hverfur upplifun og vitneskja um gríðaraflið í straumnum, þá fer það smám saman að virðast furðulegt að skilja eftir óbyggð svæðin sem næst liggja árbakkanum. Vísindamennirnir tóku eftir því að smám saman var byrjað að skipuleggja byggðina nær og nær þeim slóðum þar sem áin hafði áður tortímt öllu því sem mennirnir höfðu lagt á sig að byggja upp. Annars vegar fölnuðu minningarnar og hins vegar bar að garði nýtt fólk sem hafði ekki hugmynd um hamfarirnar og smám saman fór fólk að muldra með sér: „Hvaða vitleysa er að byggja ekki á þessu frábæra landi niðri við ána?“ Og eftir því sem vetur og sumur líða áfram án þess að nokkur minnsta hætta virðist vera á því að eitthvað raski ró hins óbyggða lands við bakkann þá fer varkárnin í skipulagsmálum að virðast sífellt afturhaldssamari og órökréttari. Byrjað er að byggja ögn neðar og sagt: „Sjáið bara, ég byggði hús fyrir neðan neðstu línu bæjarins, og ekkert slæmt gerðist.“ Og aðrir bæjarbúar og aðkomumenn horfa á þróunina og sjá smám saman að það er alveg rétt. Það er bara allt í góðu lagi með þá sem brutu upp hefðina og byggðu ögn neðar en neðsta lína bæjarins. Og þá kemur einhver og segir: „Ég sé að það er ekkert mál að byggja eina línu fyrir neðan þá gömlu, og það kæmust mörg hús fyrir niður að árbakkanum á svæði sem engin flóð hafa komið nálægt í mörg ár. Ég byggi neðar.“ Og allir sjá að það er bara í fínu lagi að byggja aðeins neðar. Svona gengur þetta koll af kolli þangað til byggðin í bænum er komin aftur á sama stað og hún var á daginn áður en hamfaraflóðið hafði rifið burtu bæði manneskjur og mannvirki af öllum töngum og eyrum og jafnvel út úr háum hlíðum. Áin hefnir Svo gerist það auðvitað aftur sem allir voru búnir að gleyma. Áin hefnir sín á virðingarleysinu og bæjarbúar þurfa að horfa upp á tjón á fólki og eigum, syrgja skaðann og byrja svo að byggja upp á nýtt. Þeir byrja aftur hátt uppi í hlíðunum til þess að vera öruggir fyrir næsta flóði og halda sig í öruggri fjarlægð frá öllu því svæði sem áin gæti grandað næst. En svo gerist það á ný að elstu menn deyja, nýtt fólk flytur í bæinn og enginn man lengur af hverju ekki má byggja á öllu þessu prýðilega láglendi í kringum ána. Og hvað ætli að taki langan tíma áður en byrjað er að byggja á svæði sem svo nýlega varð flóði að bráð? Samkvæmt samantekt tékkneska fræðafólksins byrjar það að gerast um það bil aldarfjórðungi frá hamförunum að íbúar bæjanna fara að byggja fyrir neðan línuna sem síðasta flóð náði. Og eftir því sem áin er friðsæl í lengri tíma, þeim mun lengra í átt til Moldár mjakast byggðin þar til hún er komin á sama stað og daginn fyrir síðasta flóð. Það er nú allt og sumt langtímaminnið—25 ár og þá er byrjað að storka örlögunum á ný. Til hamingju með afmælið Þá að algjörlega allt öðru. Það er ekki ýkja langt síðan algengt var að frumkvöðlar og athafnafólk á Íslandi töldu sig gjarnan þurfa að heimsækja skrifstofur ráðuneyta og ráðherra til þess að fá leyfi og gott veður fyrir þeim hugmyndum sem til stóð að framkvæma. Núna virkar það fjarstæðukennt. Það breyttist nefnilega margt þegar við stigum það heillaskref að gerast aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Í ár eru einmitt liðin 25 ár frá því það gerðist. Til hamingju með það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fyrr í vor var sagt frá áhugaverðri vísindarannsókn í tímaritinu The Economist. Það hafði vakið áhuga nokkurra náttúruvísindamanna og sagnfræðinga í Tékklandi að þar í landi hafði það ítrekað gerst í kringum ár og fljót að mannskæð flóð þurrkuðu hluta heilu byggðarlaganna út. Vísindamennirnir skoðuðu gögn og menjar á öllu svæðinu sem tengist Moldá og vatnasvæðinu sem safnast í hana. Þeir komust að því að á umliðnum þúsund árum eða svo hefði það gerst á um það bil 100 ára fresti að mikil hamfaraflóð hefðu valdið gríðarlegu tjóni á bæjum í kringum ána, þannig að íbúum stóð veruleg hætta af. Fyrsta tilvikið sem þeir skoðuðu átti sér stað árið 1118 en hið síðasta árið 1845. Fólkinu við fljótið var vorkunn. Fram að hamfaraflóðunum höfðu jafnvel elstu menn ekki orðið vitni að neinu sem bent gat til þess að íbúar svæðisins væru í hættu. Engum gat dottið í hug að það væri slæm hugmynd að byggja hús við friðsælan árbakkann þar sem vingjarnlegt fljótið streymdi hjá í fyrirsjáanlegri og meinlausri sátt við byggðirnar og borgarana.Óvænt flóð En svo gerðist það sem enginn gat spáð fyrir um. Vatnsmagnið í ánni margfaldaðist, straumurinn þyngdist og stórir hlutar bæjanna urðu yfirflæði árbakkans að bráð. Svona flóð eru með hrikalegustu náttúruhörmungum. Manntjón getur verið skelfilegt þar sem fólk er ýmist þrifið með straumnum eða horfir á eftir ástvinum sínum hverfa bjargarlausa út í opinn dauðann. Lausamunir og mannvirki eiga litla von á móti vatnsflaumnum og eftir mikil flóð geta staðið eftir algjörlega vængbrotin samfélög. Hamfaraflóð ættu því ekki að þurrkast svo glatt úr sameiginlegu minni þeirra sem eftir lifa. Vísindamennirnir vildu skoða þetta og þeir tóku eftir því að í hvert skipti sem hamfaraflóð höfðu skolað burtu þeim hluta bæjanna sem næst stóðu árbakkanum þá fóru bæjarbúar varlega í endurbyggingunni, leituðu ofar í hlíðarnar og auðvitað datt engum í hug að byggja sér og fjölskyldu sinni heimili á bletti þaðan sem nýlega hafði allt skolast á haf út. Slíkt væri augljóst glapræði svo skömmu eftir að náttúran hafði sýnt hvað í henni bjó. Þannig að eftir hamfarirnar þá hófst endurbygging bæjanna um það bil í grennd við þann stað þar sem flóðið hafði náð hæst. Það virkar rökrétt. Varkárnin tapast En hvernig gat það gerst að á svipuðum slóðum og við sömu ár hafi hamfaraflóðunum tekist að valda tjóni á mönnum og mannvirkjum á um það bil einnar aldar fresti? Urðu flóðin sífellt stærri og náðu hærra upp í hlíðarnar þar sem byggðina var að finna? Nei. Það var víst ekki þannig. Þegar elstu manna minni fór að förla og úr því hverfur upplifun og vitneskja um gríðaraflið í straumnum, þá fer það smám saman að virðast furðulegt að skilja eftir óbyggð svæðin sem næst liggja árbakkanum. Vísindamennirnir tóku eftir því að smám saman var byrjað að skipuleggja byggðina nær og nær þeim slóðum þar sem áin hafði áður tortímt öllu því sem mennirnir höfðu lagt á sig að byggja upp. Annars vegar fölnuðu minningarnar og hins vegar bar að garði nýtt fólk sem hafði ekki hugmynd um hamfarirnar og smám saman fór fólk að muldra með sér: „Hvaða vitleysa er að byggja ekki á þessu frábæra landi niðri við ána?“ Og eftir því sem vetur og sumur líða áfram án þess að nokkur minnsta hætta virðist vera á því að eitthvað raski ró hins óbyggða lands við bakkann þá fer varkárnin í skipulagsmálum að virðast sífellt afturhaldssamari og órökréttari. Byrjað er að byggja ögn neðar og sagt: „Sjáið bara, ég byggði hús fyrir neðan neðstu línu bæjarins, og ekkert slæmt gerðist.“ Og aðrir bæjarbúar og aðkomumenn horfa á þróunina og sjá smám saman að það er alveg rétt. Það er bara allt í góðu lagi með þá sem brutu upp hefðina og byggðu ögn neðar en neðsta lína bæjarins. Og þá kemur einhver og segir: „Ég sé að það er ekkert mál að byggja eina línu fyrir neðan þá gömlu, og það kæmust mörg hús fyrir niður að árbakkanum á svæði sem engin flóð hafa komið nálægt í mörg ár. Ég byggi neðar.“ Og allir sjá að það er bara í fínu lagi að byggja aðeins neðar. Svona gengur þetta koll af kolli þangað til byggðin í bænum er komin aftur á sama stað og hún var á daginn áður en hamfaraflóðið hafði rifið burtu bæði manneskjur og mannvirki af öllum töngum og eyrum og jafnvel út úr háum hlíðum. Áin hefnir Svo gerist það auðvitað aftur sem allir voru búnir að gleyma. Áin hefnir sín á virðingarleysinu og bæjarbúar þurfa að horfa upp á tjón á fólki og eigum, syrgja skaðann og byrja svo að byggja upp á nýtt. Þeir byrja aftur hátt uppi í hlíðunum til þess að vera öruggir fyrir næsta flóði og halda sig í öruggri fjarlægð frá öllu því svæði sem áin gæti grandað næst. En svo gerist það á ný að elstu menn deyja, nýtt fólk flytur í bæinn og enginn man lengur af hverju ekki má byggja á öllu þessu prýðilega láglendi í kringum ána. Og hvað ætli að taki langan tíma áður en byrjað er að byggja á svæði sem svo nýlega varð flóði að bráð? Samkvæmt samantekt tékkneska fræðafólksins byrjar það að gerast um það bil aldarfjórðungi frá hamförunum að íbúar bæjanna fara að byggja fyrir neðan línuna sem síðasta flóð náði. Og eftir því sem áin er friðsæl í lengri tíma, þeim mun lengra í átt til Moldár mjakast byggðin þar til hún er komin á sama stað og daginn fyrir síðasta flóð. Það er nú allt og sumt langtímaminnið—25 ár og þá er byrjað að storka örlögunum á ný. Til hamingju með afmælið Þá að algjörlega allt öðru. Það er ekki ýkja langt síðan algengt var að frumkvöðlar og athafnafólk á Íslandi töldu sig gjarnan þurfa að heimsækja skrifstofur ráðuneyta og ráðherra til þess að fá leyfi og gott veður fyrir þeim hugmyndum sem til stóð að framkvæma. Núna virkar það fjarstæðukennt. Það breyttist nefnilega margt þegar við stigum það heillaskref að gerast aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Í ár eru einmitt liðin 25 ár frá því það gerðist. Til hamingju með það.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun