Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Ef tré fellur í skógi

Hvar hefst réttur manns til æru og hvar lýkur rétti konu til að tjá sig um atburði eigin lífs? Þetta er flókið. Þetta er ekki svart og hvítt. En það gengur ekki að dómstólar séu notaðir sem ógn til að kefla þolendur ofbeldis, múlbinda þá sem berjast gegn því og kæfa í fæðingu þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað um kynferðislegt ofbeldi undanfarin misseri.

Skoðun
Fréttamynd

Pósturinn Páll

Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg.

Skoðun
Fréttamynd

Býst við að færa mig um set

Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson spilaði vel í Úkraínu seinni hluta síðasta tímabils. Hann var í láni frá pólsku B-deildarliði. Sóknarmanninn langar að spila í sterkari deild og vera nær landsliðssæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Báðir kunna þeir að rappa?…

Söngfuglarnir og skemmtikraftarnir Laddi og Króli hittust í fyrsta sinn fyrir stuttu í viðtali við helgarblaðið. Senn þenja þeir raddbönd sín á sviðinu í Háskólabíói en þeir fara báðir með hlutverk í söngleiknum We will rock you.

Menning
Fréttamynd

Viðræðurnar árangurslausar

Viðræður gærdagsins í Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur Íransstjórnar og stefnir því enn í að ríkið fari fram úr þeim takmörkum sem sett voru á söfnun auðgaðs úrans með gerð JCPOA-kjarnorkusamningsins árið 2015.

Erlent
Fréttamynd

Allra augu á Trump

Fundur G20-ríkjanna hófst í Japan í gær. Don­ald Trump sagði Vlad­ímír Pútín að skipta sér ekki af kosningum. Trump á fund með Xi Jinping í dag um tolla­stríð ríkjanna og nýjan fríverslunarsamning.

Erlent
Fréttamynd

Stál og hnífur komst næstum ekki með

Bubbi Morthens og Sigurður Árnason upptökumaður rifja upp upptökuferli plötunnar Ísbjarnarblús í nýjum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Bubbi segir Sigurð lykilþátt í velgengni plötunnar.

Lífið
Fréttamynd

Löng og ströng meðferð fram undan

Hún elskar lífið og allt sem er fallegt, segja vinir og aðstandendur Jónu Ottesen sem leggja henni lið og hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Jóna lenti í bílslysi í júnímánuði og hlaut mænuskaða.

Innlent
Fréttamynd

Lilja skyggir á bæði Sigurð og Katrínu

 Lilja Alfreðsdóttir nýtur mests trausts allra ráðherra samkvæmt nýrri könnun. Hún nýtur margfalt meira trausts meðal Framsóknarmanna en formaður flokksins. Sá ráðherra sem helst er vantreyst er Bjarni Benediktsson.

Innlent
Fréttamynd

Búinn að bíða lengi eftir þessu 

Staðfest var í gær að hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson mætir Ungverjanum Gyorgy Kutasi í hringnum um helgina. Eftir stuttan undirbúningstíma var Kolbeinn spenntur að komast í hringinn á ný.

Sport
Fréttamynd

Persónuleg lög í poppbúning

Í dag kemur út EP-platan Intuition með tónlistarkonunni Hildi Kristínu Stefánsdóttur, eða bara Hildur eins og hún er oftast nefnd. Á plötunni eru fimm lög sem hafa komið út jafnt og þétt síðustu misseri, en í dag fylgir þeim svo síðasta lagið, Work.

Lífið
Fréttamynd

Raunveruleiki og tími

Myndlistarhátíðin Sequences er haldin í haust. Sýningarstjórar eru Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson.

Menning
Fréttamynd

Kári er í forréttindastarfi

Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, situr sannarlega ekki auðum höndum og segir engan tilgang í því að hætta. Mikil dagskrá verður í Frystiklefanum í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Er hægt að borða kökuna og geyma hana líka?

Á stjórnarfundi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) 24. maí var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum sjóðfélagalánum um 0,2% og hækka breytilega verðtryggða vexti um 0,2%. Vaxtalækkunin fékk enga athygli en öðru máli gegndi um vaxtahækkunina.

Skoðun
Fréttamynd

Uns sekt er sönnuð

Þegar keyptar voru rúllugardínur inn á heimili nokkurt fyrir nokkrum árum lagði sölufólkið mikla áherslu á að bandið sem dregur þær upp og niður væri gjarnt á að slitna. Þess vegna þyrfti alltaf að taka rétt í bandið þegar dregið væri til eða frá, grípa í það fyrir ofan samskeyti og toga varlega.

Skoðun
Fréttamynd

Góð uppskera á þingvetrinum

Í ati hversdagsins, þar sem hraði samfélagsmiðlanna ræður för, hættir okkur oft til að gleyma því sem gert hefur verið. Þannig tekur eitt við af öðru, lifir í umræðunni stundarkorn og víkur svo fyrir því næsta.

Skoðun
Fréttamynd

Vald og ábyrgð 

Skiptir hæfni í mannlegum samskiptum máli við mat á hæfni umsækjenda til að stýra einni mikilvægustu stofnun landsins? Að mati hæfisnefndar um embætti seðlabankastjóra virðist svo ekki vera.

Skoðun
Fréttamynd

Ein á ættarmóti

Nú er tími ættarmótanna og ég var nýlega á einu slíku, dálítið óvænt reyndar en ánægjulegt engu að síður.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnuskólakrakkar mótmæla í hádeginu

Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt.

Innlent
Fréttamynd

Helmingur íbúa vill úr landi

Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic.

Erlent
Fréttamynd

Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum

Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Miðflokkurinn kominn á mikið flug

Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins dalar hins vegar. Vinstri græn bæta við sig fylgi ein stjórnarflokka. Píratar eru stærstir í stjórnarandstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni

Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna.

Innlent
Fréttamynd

Tímalaus hönnun hjá COS

Tískuverslunin COS var opnuð í miðbæ Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Áhersla er lögð á nútímalega hönnun þar sem horft er til listarinnar og náttúrunnar.

Lífið
Fréttamynd

Aldurssmánun samtímans

Barátta eldri borgara fyrir mannsæmandi eftirlaunum og tryggingabótum er mikilvæg. En það er ekki síður mikilvægt og raunar mannréttindi að á þá sé hlustað og borin fyrir þeim tilhlýðileg virðing. Eldra fólk taki þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli, hvar sem það kýs. En einhvern veginn er eins og þeir sem eldri eru séu feimnir við að setja fram þá kröfu og sætti sig við jaðarsetninguna.

Skoðun