Löng og ströng meðferð fram undan Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. júní 2019 07:30 Ása Ottesen, Sóley, Kolfinna, Hómfríður Sigurðardóttir. Þann 1. júní síðastliðinn var Jóna Elísabet Ottesen, ung móðir úr borginni, á leið úr sumarbústað norður í landi ásamt fimm ára dóttur sinni þegar bíll þeirra mæðgna valt. Dóttir Jónu, Ugla, slapp ómeidd en Jóna ekki. Hún hlaut mænuskaða við slysið. Maður Jónu heitir Steingrímur Ingi Stefánsson, kallaður Ingi. „En það eru mjög jákvæð teikn á lofti, svo það sé sagt strax í upphafi. Hún er byrjuð að geta hreyft hendur, en þarf vitaskuld að vinna í því og að því. Hún þarf að safna kröftum. En læknarnir er vongóðir með efri hluta líkamans og að hún geti lifað sjálfstæðu lífi. Bjargað sér. Það er fyrsta markmiðið,“ útskýrir Ingi. Daginn örlagaríka var Ingi við vinnu norður í landi. Hann átti fertugsafmæli og frídag við gerð bíómyndar sem hann vann að og Jóna var á leiðinni til hans að fagna tímamótunum. „Við fórum saman í sumarbústað þarna og svo gerist þetta á leiðinni þaðan. Þær velta.“ Fyrir einskæra lukku voru þau sem fyrst komu að slysinu læknir, hjúkrunarfræðingur og sjúkraliðar. „Þannig að þegar lögreglan kemur á staðinn er þegar starfandi bráðateymi, sem hefur sennilega bara bjargað lífi hennar. Þetta hefði getað farið verr. Ég get ekki þakkað því fólki nóg,“ segir Ingi. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom svo og sótti þær mæðgur, en Ugla hafði setið í aftursætinu öfugu megin við móður sína. Jóna fór strax í aðgerð, liðhlaupið lagað og síðan upp á gjörgæslu þar sem hún hefur dvalið síðan. „Hún hefur verið í og úr öndunarvél en er alveg ótrúlega brött. Þannig er hún bara.“ Jóna og Ingi kynntust árið 2012 og hafa verið saman allar götur síðan. Ugla fæddist tveimur árum síðar. Þau eiga þéttan vinahóp og fjölskyldu sem hefur einsett sér að safna fyrir áframhaldandi meðferð og endurhæfingu fyrir Jónu, meðal annars með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Meðal þeirra sem ætla sér að hlaupa í maraþoninu fyrir Jónu eru systir hennar, Ása Ottesen, og vinkonurnar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir blaðamaður, Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir kennari og Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri.Ása er systir Jónu. Sóley, Kolfinna og Hólmfríður eru æskuvinkonur hennar. Fyrir miðju er maður Jónu, Steingrímur Ingi. Fréttablaðið/Sigtryggur ariAfslöppuð týpa sem tekur ekki verðmiðann af neinu Hólmfríður, Ása og Kolla eru æskuvinkonur úr Árbænum, en Jóna hefur alltaf verið hluti hópsins. Hólmfríður: Fyrst sem sagt, var hún litla systir hennar Ásu en síðar varð hún vinkona okkar. Það er ekki annað hægt þegar maður kynnist Jónu en að verða vinkona hennar. Hún hefur alltaf verið ein af hópnum, þó hún sé tveimur árum yngri. Sóley kom síðar inn í hópinn, en þær Ása kynntust fyrir tveimur áratugum. Sóley: Ég kynntist Jónu reyndar líka í gegnum Ásu, en við vorum alltaf saman. Eiginlega allar götur síðan 1998,“ segir hún og allir hlæja. Ása: Jóna er svona manneskja sem er alltaf með eitthvað á prjónunum, einhverjar skemmtilegar hugmyndir. Hún er sjálfstæð og fer eigin leiðir og er alltaf að pæla í hvað hún vill gera næst. Hún er skapandi. Það fer kannski ekki mikið fyrir henni, hún er ekki hávær en það er alltaf ótrúlega mikið í gangi í hausnum á henni. Hólmfríður: Hún er svona frjáls andi. Hún elskar lífið og allt sem er fallegt og gott. Mikill hippi í henni. Kolla: Ég held að það sé óhætt að segja að Jóna sé mikill hippi. Sóley: Hún elskar náttúruna. Hún er ótrúlega hlý og kærleiksrík og segir svo fallega hluti. Hún er eiginlega ljóðræn. Heimilið hennar er líka svo fallegt og litríkt og mikið hún. Maður sér þegar maður kemur heim til hennar hvernig karakter hún er. Ása: Hún hendir náttúrulega engu. Ingi hlær. „Alls engu.“ Ása: Við erum svona svart og hvítt með þetta. Heima hjá mér er allt í skúffum og skápum í réttri röð. Jóna er öllu frjálsari. Ingi: Hún tekur ekki verðmiðann af neinu. Það eru grænir verðmiðar úr Góða hirðinum á öllu heima. Þau hlæja öll innilega. Ása: Hún er bara mjög afslöppuð týpa. Hún er ekkert að stressa sig á því sem aðrir eru að gera eða hvernig hlutirnir eiga að vera. Hún er alveg hún sjálf. Hún klæðir sig í vintage búðum og er algjörlega sinn eigin herra. Kolla: En samt með svo skýra sýn á lífið og hvernig hún vill breyta og gera. Eins og þessi barnahátíð sem hún heldur á hverju ári, segir hún og vísar þar í barnamenningarhátíðina Kátt á Klambra, sem Jóna hefur haldið undanfarin ár við góðan orðstír. Hún er alltaf eitthvað að spá og spekúlera. Ekki í þessu hefðbundna. Ingi: Við ætlum að halda hátíðina í ár eins og önnur ár. Það breytist ekkert þar. Kátt á Klambra verður haldin með glæsibrag á Klambratúni þann 28. júlí næstkomandi! Það koma erfiðir dagar Vinirnir hafa, líkt og áður segir, einsett sér að safna fyrir endurhæfingu Jónu og hafa skoðað möguleikann á því að fara til útlanda. Ása: Ástæðan fyrir söfnuninni er sú að þó að við vitum að það er margt frábært að gerast heima og að Grensás sé frábær staður þá erum við spennt fyrir Jónu hönd að skoða eitthvað í útlöndum líka. Ingi: Félagslegi þátturinn er til dæmis mjög mikilvægur. Úti eru endurhæfingarstöðvar þar sem fólk á svipuðum aldri, með svipaðan skaða, kemur saman. Meira að segja á sumum stöðvum er starfsfólkið líka með skaða. Þá myndast önnur stemning, þegar allir eru á sama báti einhvern veginn. Ása: Þar er meira fókuserað á slíkt. Grensás er eins og ég segi frábær stofnun, en við viljum að Jóna geti líka leitað út ef hún vill það. Það er svo margt í gangi úti í heimi. En söfnunin er samt bara fyrir Jónu, það er Jóna sem fær að ráða hvað hún vill gera. Hvað langar hana að gera? Þetta er algjörlega fyrir hennar uppbyggingu. Og er hún brött? Ingi: Hún er algjörlega grjóthörð. Bara frá fyrsta degi að reyna að hreyfa sig og gera allt sem hún getur. Það koma auðvitað erfiðir dagar en heilt yfir er hún mjög hörð. Líkt og heyrist á tali þeirra hafa þau legið yfir rannsóknum og úrræðum sem í boði eru fyrir þá sem eru mænuskaddaðir. Þau eru samt raunsæ. Segja mikilvægt að bera engin tvö mál saman. Vissulega séu kraftaverkasögur og þau halda í vonina. Ása: Fólk hefur fengið mænuskaða af sömu gerð og Jóna og það hefur farið að ganga. En það er óalgengt. Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Við erum ekkert að búast við því. Við erum að fókusera á hendurnar, segir hún.Jóna hefur í nokkur ár haldið barnamenningarhátíðina Kátt á Klambra. Með aðstoð vina og fjölskyldu verður hún haldin í ár, þann 28. júlí næstkomandi.Spaugilegt hlaupateymi Líkt og áður kom fram ætlar hópurinn að hlaupa til styrktar Jónu. Hversu mikla hlaupareynslu hefur hópurinn. Allir hlæja. Kolla: Þetta er vægast sagt mjög fyndinn hlaupahópur. Við höfum nánast enga reynslu af hlaupum – en ein hefur reyndar hlaupið 21 km í gamla, gamla daga. Hólmfríður: Nokkrar. Við Ása og Marta höfum hlaupið 21 kílómetra, en síðan hefur margt breyst. Sóley: Þetta er dáldið spaugilegt. Kolla: Ég er að hugsa um að valhoppa. Hólmfríður: Ég trimma. Trimma er gott orð. Kolla: Ég fór og æfði mig í gær og var orðin mjög peppuð, lét strákana mína hlaupa á undan, vera hérana mína. Ása: Við erum ekki að hugsa um að komast þetta á einhverjum tíma. Við erum að gera þetta fyrir Jónu. Svo höfum við öll verið upptekin við að hugsa um Jónu og það verður gott að hittast öll og gera þetta saman. Hólmfríður: Það er mikilvægt að hrista saman hópinn því við vitum að það styrkir hana og hún finnur fyrir því. Ingi: Hún er rosalega ánægð með þetta. Ása: Líka taka myndir, senda henni, vera live á Facebook og leyfa henni að fylgjast með. Ingi: Hún hefur alltaf verið hlaupari í sér. Ása: Hún er það. Allir velkomnir í hlaupahópinn Þið viljið bara sem mest liðsinni, þetta einskorðast ekki við ykkar nánasta vinahóp? Sóley: Nei, og fólk sem ætlar ekki að hlaupa á bara að leggja inn pening. Allir hlæja. Kolla: Það mega allir hlaupa fyrir Jónu. Hólmfríður: Sem flestir. Þú þarft ekki að vera vinur eða vinkona, bara að vilja styrkja hana. Ása: Ef þú vilt hlaupa fyrir Jónu þá skráirðu þig í Styrktarfélagið Yl. Það er söfnunin hennar. Hlaupahópurinn heitir Vinir Jónu. Það er ljóst að ærið verkefni er fyrir höndum í lífi þessarar litlu fjölskyldu. Fram undan eru íbúðaflutningar og fleira, enda ekki hjólastólaaðgengi á heimili þeirra. Ingi: En ég er varla byrjaður á slíkum pælingum. Við erum bara að komast af gjörgæslunni. Einn dagur í einu. Hólmfríður: Það er svo mikill kraftur í þeim. Það hefur verið svo flott að fylgjast með þeim, hvernig þau hafa brugðist við þessu öllu. Það er engin forskrift til að því. Ingi: En það kemur held ég líka með þessari orku, frá öllum sem hafa verið að senda og hringja. Maður þarf bara að horfast í augu við þetta. Þetta er orðið svona. Við breytum því ekki. Þá er alveg eins gott að „power through“. Sóley: Gera það besta úr hlutunum. Kolla: Algjörlega. Það besta úr erfiðri stöðu. Ása: Maður leyfir sér alveg að vera leiður og gráta og vera brjálaður og finnast þetta ömurlegt. Ingi: Algjörlega. Þetta er ömurlegt, algjörlega óumdeilanlegt. Ása: En á sama tíma gagnast það ekki neinum. Og það er til dæmis miklu betra að lenda í svona atburði núna en fyrir einhverjum árum. Framfarirnar eru orðnar svo rosalegar. Til dæmis varðandi það að keyra og hjóla. Það er rosalega margt sem hún mun geta gert og klárað og lifað sínu lífi. Ingi: Svo verð ég að fá að koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem hafa annast Jónu, fólksins á vettvangi, starfsfólki Landhelgisgæslunnar og Landspítalans í Fossvogi. Það er frábært fólk sem vinnur þarna og leggur sig allt fram um að sinna henni og okkur fjölskyldunni líka. Þetta fólk hefur eitthvað meira en við hin. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á styrktarreikninginn Ylur. 528-14-401998 - kennitala: 701111-1410. Birtist í Fréttablaðinu Samgönguslys Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þann 1. júní síðastliðinn var Jóna Elísabet Ottesen, ung móðir úr borginni, á leið úr sumarbústað norður í landi ásamt fimm ára dóttur sinni þegar bíll þeirra mæðgna valt. Dóttir Jónu, Ugla, slapp ómeidd en Jóna ekki. Hún hlaut mænuskaða við slysið. Maður Jónu heitir Steingrímur Ingi Stefánsson, kallaður Ingi. „En það eru mjög jákvæð teikn á lofti, svo það sé sagt strax í upphafi. Hún er byrjuð að geta hreyft hendur, en þarf vitaskuld að vinna í því og að því. Hún þarf að safna kröftum. En læknarnir er vongóðir með efri hluta líkamans og að hún geti lifað sjálfstæðu lífi. Bjargað sér. Það er fyrsta markmiðið,“ útskýrir Ingi. Daginn örlagaríka var Ingi við vinnu norður í landi. Hann átti fertugsafmæli og frídag við gerð bíómyndar sem hann vann að og Jóna var á leiðinni til hans að fagna tímamótunum. „Við fórum saman í sumarbústað þarna og svo gerist þetta á leiðinni þaðan. Þær velta.“ Fyrir einskæra lukku voru þau sem fyrst komu að slysinu læknir, hjúkrunarfræðingur og sjúkraliðar. „Þannig að þegar lögreglan kemur á staðinn er þegar starfandi bráðateymi, sem hefur sennilega bara bjargað lífi hennar. Þetta hefði getað farið verr. Ég get ekki þakkað því fólki nóg,“ segir Ingi. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom svo og sótti þær mæðgur, en Ugla hafði setið í aftursætinu öfugu megin við móður sína. Jóna fór strax í aðgerð, liðhlaupið lagað og síðan upp á gjörgæslu þar sem hún hefur dvalið síðan. „Hún hefur verið í og úr öndunarvél en er alveg ótrúlega brött. Þannig er hún bara.“ Jóna og Ingi kynntust árið 2012 og hafa verið saman allar götur síðan. Ugla fæddist tveimur árum síðar. Þau eiga þéttan vinahóp og fjölskyldu sem hefur einsett sér að safna fyrir áframhaldandi meðferð og endurhæfingu fyrir Jónu, meðal annars með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Meðal þeirra sem ætla sér að hlaupa í maraþoninu fyrir Jónu eru systir hennar, Ása Ottesen, og vinkonurnar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir blaðamaður, Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir kennari og Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri.Ása er systir Jónu. Sóley, Kolfinna og Hólmfríður eru æskuvinkonur hennar. Fyrir miðju er maður Jónu, Steingrímur Ingi. Fréttablaðið/Sigtryggur ariAfslöppuð týpa sem tekur ekki verðmiðann af neinu Hólmfríður, Ása og Kolla eru æskuvinkonur úr Árbænum, en Jóna hefur alltaf verið hluti hópsins. Hólmfríður: Fyrst sem sagt, var hún litla systir hennar Ásu en síðar varð hún vinkona okkar. Það er ekki annað hægt þegar maður kynnist Jónu en að verða vinkona hennar. Hún hefur alltaf verið ein af hópnum, þó hún sé tveimur árum yngri. Sóley kom síðar inn í hópinn, en þær Ása kynntust fyrir tveimur áratugum. Sóley: Ég kynntist Jónu reyndar líka í gegnum Ásu, en við vorum alltaf saman. Eiginlega allar götur síðan 1998,“ segir hún og allir hlæja. Ása: Jóna er svona manneskja sem er alltaf með eitthvað á prjónunum, einhverjar skemmtilegar hugmyndir. Hún er sjálfstæð og fer eigin leiðir og er alltaf að pæla í hvað hún vill gera næst. Hún er skapandi. Það fer kannski ekki mikið fyrir henni, hún er ekki hávær en það er alltaf ótrúlega mikið í gangi í hausnum á henni. Hólmfríður: Hún er svona frjáls andi. Hún elskar lífið og allt sem er fallegt og gott. Mikill hippi í henni. Kolla: Ég held að það sé óhætt að segja að Jóna sé mikill hippi. Sóley: Hún elskar náttúruna. Hún er ótrúlega hlý og kærleiksrík og segir svo fallega hluti. Hún er eiginlega ljóðræn. Heimilið hennar er líka svo fallegt og litríkt og mikið hún. Maður sér þegar maður kemur heim til hennar hvernig karakter hún er. Ása: Hún hendir náttúrulega engu. Ingi hlær. „Alls engu.“ Ása: Við erum svona svart og hvítt með þetta. Heima hjá mér er allt í skúffum og skápum í réttri röð. Jóna er öllu frjálsari. Ingi: Hún tekur ekki verðmiðann af neinu. Það eru grænir verðmiðar úr Góða hirðinum á öllu heima. Þau hlæja öll innilega. Ása: Hún er bara mjög afslöppuð týpa. Hún er ekkert að stressa sig á því sem aðrir eru að gera eða hvernig hlutirnir eiga að vera. Hún er alveg hún sjálf. Hún klæðir sig í vintage búðum og er algjörlega sinn eigin herra. Kolla: En samt með svo skýra sýn á lífið og hvernig hún vill breyta og gera. Eins og þessi barnahátíð sem hún heldur á hverju ári, segir hún og vísar þar í barnamenningarhátíðina Kátt á Klambra, sem Jóna hefur haldið undanfarin ár við góðan orðstír. Hún er alltaf eitthvað að spá og spekúlera. Ekki í þessu hefðbundna. Ingi: Við ætlum að halda hátíðina í ár eins og önnur ár. Það breytist ekkert þar. Kátt á Klambra verður haldin með glæsibrag á Klambratúni þann 28. júlí næstkomandi! Það koma erfiðir dagar Vinirnir hafa, líkt og áður segir, einsett sér að safna fyrir endurhæfingu Jónu og hafa skoðað möguleikann á því að fara til útlanda. Ása: Ástæðan fyrir söfnuninni er sú að þó að við vitum að það er margt frábært að gerast heima og að Grensás sé frábær staður þá erum við spennt fyrir Jónu hönd að skoða eitthvað í útlöndum líka. Ingi: Félagslegi þátturinn er til dæmis mjög mikilvægur. Úti eru endurhæfingarstöðvar þar sem fólk á svipuðum aldri, með svipaðan skaða, kemur saman. Meira að segja á sumum stöðvum er starfsfólkið líka með skaða. Þá myndast önnur stemning, þegar allir eru á sama báti einhvern veginn. Ása: Þar er meira fókuserað á slíkt. Grensás er eins og ég segi frábær stofnun, en við viljum að Jóna geti líka leitað út ef hún vill það. Það er svo margt í gangi úti í heimi. En söfnunin er samt bara fyrir Jónu, það er Jóna sem fær að ráða hvað hún vill gera. Hvað langar hana að gera? Þetta er algjörlega fyrir hennar uppbyggingu. Og er hún brött? Ingi: Hún er algjörlega grjóthörð. Bara frá fyrsta degi að reyna að hreyfa sig og gera allt sem hún getur. Það koma auðvitað erfiðir dagar en heilt yfir er hún mjög hörð. Líkt og heyrist á tali þeirra hafa þau legið yfir rannsóknum og úrræðum sem í boði eru fyrir þá sem eru mænuskaddaðir. Þau eru samt raunsæ. Segja mikilvægt að bera engin tvö mál saman. Vissulega séu kraftaverkasögur og þau halda í vonina. Ása: Fólk hefur fengið mænuskaða af sömu gerð og Jóna og það hefur farið að ganga. En það er óalgengt. Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Við erum ekkert að búast við því. Við erum að fókusera á hendurnar, segir hún.Jóna hefur í nokkur ár haldið barnamenningarhátíðina Kátt á Klambra. Með aðstoð vina og fjölskyldu verður hún haldin í ár, þann 28. júlí næstkomandi.Spaugilegt hlaupateymi Líkt og áður kom fram ætlar hópurinn að hlaupa til styrktar Jónu. Hversu mikla hlaupareynslu hefur hópurinn. Allir hlæja. Kolla: Þetta er vægast sagt mjög fyndinn hlaupahópur. Við höfum nánast enga reynslu af hlaupum – en ein hefur reyndar hlaupið 21 km í gamla, gamla daga. Hólmfríður: Nokkrar. Við Ása og Marta höfum hlaupið 21 kílómetra, en síðan hefur margt breyst. Sóley: Þetta er dáldið spaugilegt. Kolla: Ég er að hugsa um að valhoppa. Hólmfríður: Ég trimma. Trimma er gott orð. Kolla: Ég fór og æfði mig í gær og var orðin mjög peppuð, lét strákana mína hlaupa á undan, vera hérana mína. Ása: Við erum ekki að hugsa um að komast þetta á einhverjum tíma. Við erum að gera þetta fyrir Jónu. Svo höfum við öll verið upptekin við að hugsa um Jónu og það verður gott að hittast öll og gera þetta saman. Hólmfríður: Það er mikilvægt að hrista saman hópinn því við vitum að það styrkir hana og hún finnur fyrir því. Ingi: Hún er rosalega ánægð með þetta. Ása: Líka taka myndir, senda henni, vera live á Facebook og leyfa henni að fylgjast með. Ingi: Hún hefur alltaf verið hlaupari í sér. Ása: Hún er það. Allir velkomnir í hlaupahópinn Þið viljið bara sem mest liðsinni, þetta einskorðast ekki við ykkar nánasta vinahóp? Sóley: Nei, og fólk sem ætlar ekki að hlaupa á bara að leggja inn pening. Allir hlæja. Kolla: Það mega allir hlaupa fyrir Jónu. Hólmfríður: Sem flestir. Þú þarft ekki að vera vinur eða vinkona, bara að vilja styrkja hana. Ása: Ef þú vilt hlaupa fyrir Jónu þá skráirðu þig í Styrktarfélagið Yl. Það er söfnunin hennar. Hlaupahópurinn heitir Vinir Jónu. Það er ljóst að ærið verkefni er fyrir höndum í lífi þessarar litlu fjölskyldu. Fram undan eru íbúðaflutningar og fleira, enda ekki hjólastólaaðgengi á heimili þeirra. Ingi: En ég er varla byrjaður á slíkum pælingum. Við erum bara að komast af gjörgæslunni. Einn dagur í einu. Hólmfríður: Það er svo mikill kraftur í þeim. Það hefur verið svo flott að fylgjast með þeim, hvernig þau hafa brugðist við þessu öllu. Það er engin forskrift til að því. Ingi: En það kemur held ég líka með þessari orku, frá öllum sem hafa verið að senda og hringja. Maður þarf bara að horfast í augu við þetta. Þetta er orðið svona. Við breytum því ekki. Þá er alveg eins gott að „power through“. Sóley: Gera það besta úr hlutunum. Kolla: Algjörlega. Það besta úr erfiðri stöðu. Ása: Maður leyfir sér alveg að vera leiður og gráta og vera brjálaður og finnast þetta ömurlegt. Ingi: Algjörlega. Þetta er ömurlegt, algjörlega óumdeilanlegt. Ása: En á sama tíma gagnast það ekki neinum. Og það er til dæmis miklu betra að lenda í svona atburði núna en fyrir einhverjum árum. Framfarirnar eru orðnar svo rosalegar. Til dæmis varðandi það að keyra og hjóla. Það er rosalega margt sem hún mun geta gert og klárað og lifað sínu lífi. Ingi: Svo verð ég að fá að koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem hafa annast Jónu, fólksins á vettvangi, starfsfólki Landhelgisgæslunnar og Landspítalans í Fossvogi. Það er frábært fólk sem vinnur þarna og leggur sig allt fram um að sinna henni og okkur fjölskyldunni líka. Þetta fólk hefur eitthvað meira en við hin. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á styrktarreikninginn Ylur. 528-14-401998 - kennitala: 701111-1410.
Birtist í Fréttablaðinu Samgönguslys Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira