Kári er í forréttindastarfi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júní 2019 09:00 Kárið við hrútinn góða á Hellissandi. Fréttablaðið/Stefán Kári Viðarsson leikari, leikhússtjóri, stofnandi og eigandi Frystiklefans í Rifi á Snæfellsnesi situr ekki auðum höndum í sumar enda segir hann að einna mest sé að gera á sumrin. „Í júlí og ágúst er dagskrá í Frystiklefanum á hverjum degi. Í júlí verða sýningar á leikriti sem frumsýnt var fyrir stuttu og heitir Ókunnugur. Við Gréta Ómarsdóttir, sem leikstýrir, sömdum verkið í samstarfi við Kvennaathvarfið og að þeirra frumkvæði. Verkið fjallar um ofbeldi í nánum samböndum út frá mörgum mismunandi vinklum.“ Verkið er einleikur og Kári fer þar með hlutverk nokkurra persóna. „Í verkinu er verið að vinna með táknmyndir frekar en þrívíða karaktera og spurt er margra spurninga án þess að vera endilega í leit að svörum. Okkur langaði að gera verk sem myndi stuðla að samtali við almenning um þessi mál á manneskjulegan hátt, án þess að fara út í fordæmingu og skrímslavæðingu.“Þetta virkar Margs konar önnur verkefni eru í húsinu. „Þarna eru tónleikar, bæði með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum. Einnig verða sýndar myndir sem hafa verið sýndar á Northern Wave Film Festival, kvikmyndahátíð sem við höldum einu sinni á ári og verður næst haldin í október. Í júlí og ágúst tökum við svo á móti alls konar listamönnum, dönsurum og sirkuslistamönnum.“ Dagskrá Frystiklefans má finna á frystiklefinn.is. Kári segir aðsóknina að viðburðum í Frystiklefanum vera afar góða. „Fólk kemur í leikhúsið alls staðar að, bæði úr plássum hér á Vesturlandi og annars staðar að af landinu. Útlendingar eru mjög duglegir að mæta, enda er víða á netinu og í auglýsingabæklingum mælt með því að ferðamenn komi og sjái það sem hér er verið að gera. Það er ótrúlegt en satt, en þetta virkar.“Segulstál fyrir ferðamenn Kári hefur rekið Frystiklefann í tæp tíu ár. „Allt byrjaði þetta með einni leiksýningu sem hét Hetja og var byggð á Bárðar sögu Snæfellsáss. Hún gekk ótrúlega vel og ég náði að leika hana fyrir vestan í hundrað skipti. Þá áttaði ég mig á því að það væri ekkert vitlaust að vera hérna og vinna að minni list á heimavelli. Svo fór ég út í annars konar listræn verkefni og samfélagsverkefni innan Snæfellsbæjar. Ég er að vinna með eldri borgurum og við sem vinnum í Frystiklefanum förum einu sinni í viku á dvalarheimilið og erum með dagskrá þar. Við bjóðum líka upp á ókeypis dansnámskeið fyrir krakkana í bænum. Götulistahátíð er haldin með tveggja ára millibili og það ár sem hún er ekki er haldin tónlistarhátíð. Blaðamaður hitti Kára á Hellissandi og þar blasa víðsvegar við myndskreyttir veggir. „Þessir myndskreyttu veggir eru sprottnir út frá hugmynd sem ég fékk í fyrra og hrinti af stað. Þáttur í því var að breyta Gamla frystihúsinu á Hellissandi í útilistagallerí með þjóðlegum tilvísunum. Listamenn alls staðar að úr heiminum mættu á svæðið og unnu úr þessari hugmynd. Tíu listamenn komu hingað í fyrra og skreyttu einnig veggi í gömlu slökkvistöðinni og breyttu fleiri veggjum í þorpinu í listaverk. Það eru komin um 50 vegglistaverk á Hellissandi. Íbúarnir eru mjög ánægðir og finnst gaman að bærinn fái andlitslyftingu. Fyrir vikið er Hellissandur orðinn að segulstáli fyrir ferðamenn. Við sáum þetta sérstaklega eftir að við gerðum stóra mynda af hrúti á vegg við íþróttahúsið. Fleiri hundruð ferðamenn keyra hérna inn á hverjum degi til að stoppa og virða hrútinn fyrir sér.“ Kári segist ótrauður ætla að halda áfram starfi sínu í Rifi. „Ég er í forréttindastarfi og get valið mér gefandi verkefni. Meðan þetta gengur svona vel sé ég ekki tilgang í að hætta.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Snæfellsbær Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Kári Viðarsson leikari, leikhússtjóri, stofnandi og eigandi Frystiklefans í Rifi á Snæfellsnesi situr ekki auðum höndum í sumar enda segir hann að einna mest sé að gera á sumrin. „Í júlí og ágúst er dagskrá í Frystiklefanum á hverjum degi. Í júlí verða sýningar á leikriti sem frumsýnt var fyrir stuttu og heitir Ókunnugur. Við Gréta Ómarsdóttir, sem leikstýrir, sömdum verkið í samstarfi við Kvennaathvarfið og að þeirra frumkvæði. Verkið fjallar um ofbeldi í nánum samböndum út frá mörgum mismunandi vinklum.“ Verkið er einleikur og Kári fer þar með hlutverk nokkurra persóna. „Í verkinu er verið að vinna með táknmyndir frekar en þrívíða karaktera og spurt er margra spurninga án þess að vera endilega í leit að svörum. Okkur langaði að gera verk sem myndi stuðla að samtali við almenning um þessi mál á manneskjulegan hátt, án þess að fara út í fordæmingu og skrímslavæðingu.“Þetta virkar Margs konar önnur verkefni eru í húsinu. „Þarna eru tónleikar, bæði með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum. Einnig verða sýndar myndir sem hafa verið sýndar á Northern Wave Film Festival, kvikmyndahátíð sem við höldum einu sinni á ári og verður næst haldin í október. Í júlí og ágúst tökum við svo á móti alls konar listamönnum, dönsurum og sirkuslistamönnum.“ Dagskrá Frystiklefans má finna á frystiklefinn.is. Kári segir aðsóknina að viðburðum í Frystiklefanum vera afar góða. „Fólk kemur í leikhúsið alls staðar að, bæði úr plássum hér á Vesturlandi og annars staðar að af landinu. Útlendingar eru mjög duglegir að mæta, enda er víða á netinu og í auglýsingabæklingum mælt með því að ferðamenn komi og sjái það sem hér er verið að gera. Það er ótrúlegt en satt, en þetta virkar.“Segulstál fyrir ferðamenn Kári hefur rekið Frystiklefann í tæp tíu ár. „Allt byrjaði þetta með einni leiksýningu sem hét Hetja og var byggð á Bárðar sögu Snæfellsáss. Hún gekk ótrúlega vel og ég náði að leika hana fyrir vestan í hundrað skipti. Þá áttaði ég mig á því að það væri ekkert vitlaust að vera hérna og vinna að minni list á heimavelli. Svo fór ég út í annars konar listræn verkefni og samfélagsverkefni innan Snæfellsbæjar. Ég er að vinna með eldri borgurum og við sem vinnum í Frystiklefanum förum einu sinni í viku á dvalarheimilið og erum með dagskrá þar. Við bjóðum líka upp á ókeypis dansnámskeið fyrir krakkana í bænum. Götulistahátíð er haldin með tveggja ára millibili og það ár sem hún er ekki er haldin tónlistarhátíð. Blaðamaður hitti Kára á Hellissandi og þar blasa víðsvegar við myndskreyttir veggir. „Þessir myndskreyttu veggir eru sprottnir út frá hugmynd sem ég fékk í fyrra og hrinti af stað. Þáttur í því var að breyta Gamla frystihúsinu á Hellissandi í útilistagallerí með þjóðlegum tilvísunum. Listamenn alls staðar að úr heiminum mættu á svæðið og unnu úr þessari hugmynd. Tíu listamenn komu hingað í fyrra og skreyttu einnig veggi í gömlu slökkvistöðinni og breyttu fleiri veggjum í þorpinu í listaverk. Það eru komin um 50 vegglistaverk á Hellissandi. Íbúarnir eru mjög ánægðir og finnst gaman að bærinn fái andlitslyftingu. Fyrir vikið er Hellissandur orðinn að segulstáli fyrir ferðamenn. Við sáum þetta sérstaklega eftir að við gerðum stóra mynda af hrúti á vegg við íþróttahúsið. Fleiri hundruð ferðamenn keyra hérna inn á hverjum degi til að stoppa og virða hrútinn fyrir sér.“ Kári segist ótrauður ætla að halda áfram starfi sínu í Rifi. „Ég er í forréttindastarfi og get valið mér gefandi verkefni. Meðan þetta gengur svona vel sé ég ekki tilgang í að hætta.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Snæfellsbær Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira