Fréttir

Fréttamynd

Afríkusambandið hálft ár í viðbót í Súdan

Afríkusambandið hefur ákveðið að lengja leiðangur friðargæsluliða í Darfur héraði Súdan um sex mánuði en talsmaður sambandsins sagði frá þessu eftir fund öryggisráðs Afríkusambandsins í höfuðborg Nígeríu, Abuja, í dag .

Erlent
Fréttamynd

Veruleiki barna í þriðja heiminum víða skelfilegur

Barn deyr úr malaríu á 30 sekúndna fresti, sjúkdómi sem einungis lyf, sem ekki er völ á fyrir fátæka í þriðja heiminum, vinna á. Þrátt fyrir tækninýjungar og stöðugt flæði upplýsinga, deyja 30 þúsund börn úr hungri dag hvern. Veruleiki barna í fjölmörgum löndum þriðja heimsins er vægast sagt skelfilegur. Hreinlæti er mjög víða ábótavant en yfir 376 milljónir barna þurfa að ganga langa vegalengd

Erlent
Fréttamynd

Íranir styðja uppreisnarmenn í Írak

Bandarískir embættismenn segja að þeir hafi fundið óhrekjanlegar sannanir fyrir því að Íranir styðji uppreisnarmenn í Írak. Segjast þeir hafa fundið glæný vopn, merkt með ártalinu 2006, á látnum uppreisnarmönnum.

Erlent
Fréttamynd

Engin náttúruleg orsök

Rússneskir læknar hafa sagt að þeir hafi ekki fundið neinar náttúrulegar orsakir fyrir veikindum Yegor Gaidar, fyrrum forsætisráðherra Rússlands. Gaidar er maðurinn á bakvið efnahagsumbætur Rússlands. Talsmaður Gaidars sagði að læknar héldu að þetta væri efni sem þeir gætu ekki borið kennsl á en að þeir teldu að of snemmt væri að segja um hvort að efnið væri eitur eða ekki.

Erlent
Fréttamynd

Eve Online heimurinn stækkar

Framleiðendur tölvuleiksins Eve Online uppfærðu á þriðjudaginn síðastliðinn sýndarveruleikaheim tölvuleiksins. Eftir uppfærsluna verður auðveldara fyrir nýja spilara að koma sér inn í leikinn og geta þeir nú tekið þátt í allflestu mun fyrr en áður var mögulegt.

Innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Wal-Mart

Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart greindi frá því í dag að sala hefði dregist saman um 0,1 prósent í nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem samdráttar er vart í áratug hjá verslanakeðjunni. Verslanakeðjan segir að afslættir sem Wal-Mart bauð hafi ekki höfðað til viðskiptavina.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

60 daga fyrir líkamstjón af gáleysi

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um 60 daga skilorðsbundið fangelsi vörubílstjóra sem ók í ágúst á síðasta ári gegn rauðu ljósi á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar með þeim afleiðingum að hann lenti í harkalegum árekstri við strætisvagn. Bílstjóri strætisvagnsins kastaðist út úr honum og hlaut meiri háttar áverka á fótum svo að taka varð þá báða af neðan við hné. Hæstiréttur sýknaði hins vegar vörubílstjórann af broti gegn vátryggingarskyldu þar sem ekki var sannað að bílatrygging hans hafi ekki verið í gildi þegar slysið varð.

Innlent
Fréttamynd

Þagnar rokkið?

Grasrótarmiðstöð fyrir unga rokkara og aðra tónlistarmenn verður lokað vegna rekstrarerfiðleika um áramót ef ekki kemur til stuðningur frá borginni. Upphafsmaður miðstöðvarinnar segir borgina gera upp á milli tómstundaiðju unglinga.

Innlent
Fréttamynd

Hollendingurinn játaði sína sök

Eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl síðari ára var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur eru ákærðir fyrir innflutning og vörslu á fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af kannabis. Íslendingarnir báru af sér sakir en Hollendingurinn játaði að mestu.

Innlent
Fréttamynd

Bakkavör Group hækkar hlutafé

Hlutafé Bakkavarar Group hefur verið aukið um 23.979.203 hluti í samræmi við 3. gr. samþykkta félagsins, til að efna skuldbindingar félagsins samkvæmt breytanlegum skuldabréfum í eigu Kaupþings banka hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóðverjar vilja hækka eftirlaunaaldur

Ríkisstjórn Þýskalands er sögð hafa á áætlun sinni að hækka eftirlaunaaldur úr 65 árum í 67. Með þessu er horft til þess að draga úr kostnaði úr lífeyrisgreiðslum ríkisins. Málið, sem hefur mætt harðri andstöðu verkalýðsfélaga, hefur enn ekki verið lagt fyrir þýska þingið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð yfir 30 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 63 dali á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar. Helsta ástæðan eru niðurstöður vikulegrar skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytsins sem kom út í gær en hún sýndi að eldsneytisbirgðir landsins hefðu minnkað á milli vikna. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra í tvö mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fitch segir lánshæfishorfur Straums stöðugar

Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Matsfyrirtækið gaf bankanum langtímaeinkunnina BBB-, skammtímaeinkunn F3, óháða einkunn C/D og stuðningseinkunnina 3. Horfur lánshæfiseinkunnanna eru stöðugar, að mati Fitch.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bush hittir forsætisráðherra Íraks

Viðbrögð almennings í Írak eru blendin eftir fund Bush Bandaríkjaforseta og Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Eftir fundinn tilkynnti Bush að ákveðið hefði verið að flýta því að öryggismál yrðu í umsjá Írakshers. Þá sagði hann að bandarískt herlið yrði áfram í Írak eins lengi og forsætisráðherrann óskaði eftir. Bush og Al-Maliki útilokuðu enn frekar að sjálfstæð ríki yrðu stofnuð innan Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Andstaða gegn aðild að hernaði

Stjórnarandstaðan er andvíg því að Íslendingar taki þátt í hernaðaraðgerðum NATO í Afganistan með loftflutningum á tækjum og mannskap, eins og forsætisráðherra boðaði á leiðtogafundi bandalagsins í Ríga í gær.

Innlent
Fréttamynd

Auðkýfingur ranglega orðaður við yfirtöku

Gengi hlutabréfa í bandaríska dagblaðinu New York Times hækkuðu um 7,4 prósent á markaði í Bandaríkjunum í gær í kjölfar orðróms um að bandaríski auðkýfingurinn Maurice Greenberg hyggðist leggja fram yfirtökutilboð í dagblaðið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá hærri verðbólgu á evrusvæðinu

Reiknað er með að verðbólga verði 1,8 prósent á evrusvæðinu í nóvember, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birt var í dag. Þetta er 0,2 prósenta hækkun frá mánuðinum á undan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kosið um samruna Euronext og NYSE

Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext segist fullviss um að hluthafar markaðarins muni samþykkja samruna við kauphöllina í New York í Bandaríkjunum (NYSE). Kosið verður um samrunann á sérstökum hluthafafundi í næsta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Komið þið bara

Talibanar segjast ekki hafa miklar áhyggjur af því að NATO sendi fleiri hermenn til Afganistans. "Ef þeir gera það fáum við bara fleiri skotmörk," segir Múllah Óbaídúllah, í viðtali við Reuters fréttastofuna. Þetta minnir dálítið á orrustuna í Laugarskarði árið 480 fyrir Krist, þegar þrjúhundruð Spartverjar stóðu gegn óvígum her Xerxes Persakonungs.

Erlent
Fréttamynd

Ekki hægt að panta ódýrt áfengi

Ráðgjafi við Evrópudómstólinn segir að það brjóti ekki í bága við lög Evrópusambandsins að gera upptækt áfengi sem einstaklingar kaupa á netinu. Nokkrir Svíar létu reyna á þetta með því að panta sér vín frá Spáni.

Erlent
Fréttamynd

Windows Vista komið út

Sala hófst í dag um allan heim á Windows Vista, nýjasta stýrikerfinu frá Microsoft. Um fyrirtækjaútgáfu stýrikerfisins er að ræða en útgáfan fyrir einstaklinga og heimili kemur út í lok janúar á næsta ári. Stýrikerfið hefur verið í þróun í fimm ár eða síðan Windows XP kom á markað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tveir grunaðir um fíkniefnasölu

Lögreglan í Kópavogi handtók í nótt, tvo menn um tvítugt, grunaða um fíkniefnasölu. Eftir að fíkniefni fundust á öðrum, var gerð húsleit heima hjá honum og fundust þá 200 grömm af ýmsum fíkniefnum, aðallega hassi og anfetamíni, og var búið að pakka einhverju í smásöluumbúðir. Mönnunum var sleppt að yfirheyrslum loknum undir morgun, en rannsókn málsins verður fram haldið.

Innlent
Fréttamynd

Stakk lögreglu af eftir ofsaakstur

Ökumaður á svörtum BMW, gaf í og stakk af eftir að lögreglan í Keflavík hafði mælt hann á rétt rúmlega 200 kílómetra hraða á Strandarheiði á Reykjanesbraut um þrjúleitið í nótt. Hann sinnti engum stöðvunarmerkjum lögreglu, sem hóf eftirför, en þá var bíllinn horfinn. Lögreglan hefur vísbendingar um hver bíllinn er og verður hans leitað í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bush ræðir við Norður íraka

Viðræður Bush Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Malikis hófust í Amman í Jórdaníu í morgun. Abdullah Jórdaníukonungur fundaði einnig með Bush og al-Maliki sitt í hvoru lagi í gær. Embættismenn Hvíta hússins reyndu í gær að sannfæra fréttamenn um að orðrómur þess efnis að Nuri al-Maliki hefði móðgast við harðorða Hvítahúss-skýrslu væri tilhæfulaus.

Erlent
Fréttamynd

Portúgalir kjósa um fóstureyðingu

Portúgalir munu kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 11. febrúar á næsta ári um hvort að leyfa eigi fóstureyðingar. Portúgal er eitt af fáum löndum í Evrópu þar sem fóstureyðingar eru aðeins löglegar í neyðartilvikum. Árið 1998 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um sama málefni og var frumvarpið þá fellt en kannanir í dag sýna að frumvarpið nýtur stuðnings um 61% þjóðarinnar.

Erlent