Innlent

Eve Online heimurinn stækkar

Skjámynd úr Eve Online sýndarveruleikaheiminum.
Skjámynd úr Eve Online sýndarveruleikaheiminum. MYND/Vísir

Framleiðendur tölvuleiksins Eve Online uppfærðu á þriðjudaginn síðastliðinn sýndarveruleikaheim tölvuleiksins. Eftir uppfærsluna verður auðveldara fyrir nýja spilara að koma sér inn í leikinn og geta þeir nú tekið þátt í allflestu mun fyrr en áður var mögulegt.

Viðbótin við leikinn gengur undir nafninu "Revelations" og verður hún sett upp í þremur hlutum en þetta var fyrsti hluti hennar sem var settur upp á þriðjudaginn. Alls spila um 300.000 manns leikinn og er fyrirtækið, sem var stofnað fyrir níu árum og er í einkaeign, með skrifstofur í Reykjavík, Atlanta, London og Shanghai.

Áhugasamir geta leitað sér frekari upplýsinga á

http://www.eve-online.com




Fleiri fréttir

Sjá meira


×