Erlent

Komið þið bara

Leonidas konungur Spartverja, í Laugarskarði
Leonidas konungur Spartverja, í Laugarskarði

Talibanar segjast ekki hafa miklar áhyggjur af því að NATO sendi fleiri hermenn til Afganistans. "Ef þeir gera það fáum við bara fleiri skotmörk," segir Múllah Óbaídúllah, í viðtali við Reuters fréttastofuna. Þetta minnir dálítið á orrustuna í Laugarskarði árið 480 fyrir Krist, þegar þrjúhundruð Spartverjar stóðu gegn óvígum her Xerxes Persakonungs.

Sendiboði hans fór á fund Leonídasar konungs Spartverja og sagði honum að þeim væri best að gefast upp, því her Persa væri svo fjölmennur, að þegar bogaskytturnar skytu örvum sínum drægi ský fyrir sólu. "Þá berjumst við í skugganum," svaraði Leonídas.

Það gerðu Spartverjar og börðust til síðasta manns. Þeir töfðu hinsvegar her Persa nógu lengi til þess að Aþena náði að safna liði sem hafði sigur á Persum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×