Innlent

Stakk lögreglu af eftir ofsaakstur

Lögregla leitar nú ökumanns BMW bifreiðar eftir að hann virti ekki stöðvunarmerki og stakk af eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut.
Lögregla leitar nú ökumanns BMW bifreiðar eftir að hann virti ekki stöðvunarmerki og stakk af eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut. MYND/RR

Ökumaður á svörtum BMW, gaf í og stakk af eftir að lögreglan í Keflavík hafði mælt hann á rétt rúmlega 200 kílómetra hraða á Strandarheiði á Reykjanesbraut um þrjúleitið í nótt. Hann sinnti engum stöðvunarmerkjum lögreglu, sem hóf eftirför, en þá var bíllinn horfinn. Lögreglan hefur vísbendingar um hver bíllinn er og verður hans leitað í dag. Þá stöðvaði lögreglan í Hafnarfirði bíl eftir að hann mældist á 117 kílómetra hraða, eða rösklega tvöföldum hámarkshraða, á Reykjanesbraut á móts við IKEA í gærkvöldi. Banaslys varð á þessum slóðlum nýverið og er hámarkshraði 50 kílómetar á klukkusutnd, meðal annars vegna þess að framkvæmdir standa þar enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×