Erlent

Ekki hægt að panta ódýrt áfengi

MYND/Einar Ólason

Ráðgjafi við Evrópudómstólinn segir að það brjóti ekki í bága við lög Evrópusambandsins að gera upptækt áfengi sem einstaklingar kaupa á netinu. Nokkrir Svíar létu reyna á þetta með því að panta sér vín frá Spáni.

Þegar það var gert upptækt leituðu þeir til dómstóla og málið fór alla leið til Evrópudómstólsins. Ákvæðið sem felldi þá er á þá leið að tollfrelsi á áfengi gildi því aðeins að kaupandinn flytji það sjálfur til landsins.

Þarmeð er úti um vonir Norðurlandabúa að fá áfengi framhjá ofurálagningu ríkisbattería sem hafa einkaleyfi á sölu áfengis, eins og raunin er á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×