Fréttir

Fréttamynd

Lýsing af leiknum hraðaði akstrinum

Sautján ára gömul stúlka var stöðvuð á Vesturlandsvegi í gær á 125 km hraða. Hún gaf lögreglu þá skýringu að hún hefði gleymt sér við lýsingu í útvarpinu á leik Íslendinga og Dana. Í hita leiksins gleymdi hún að fylgjast með hraðamælinum. Skömmu síðar var liðlega tvítugur piltur tekinn á sama vegi á 129 km hraða.

Innlent
Fréttamynd

Árni Þór hættir sem Sirkusstjóri

Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri á Sirkus, og tveir aðrir starfsmenn stöðvarinnar láta af störfum á næstu dögum vegna skipulagsbreytinga. Sjónvarpsstöðin hefur verið rekin sem sjálfstæð eining innan 365 miðla en eftir breytingarnar færist rekstur sjónvarpstöðvarinnar Sirkus undir Stöð 2. Dagskrá stöðvarinnar tekur ekki breytingum, að því er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla segir í samtali við Vísi. Sirkus er afþreyingarstöð sem höfðar til yngri aldurshópa og er send út í opinni dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Boeing tvöfaldast

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skilaði 989 milljóna dala, eða 67,8 millarða króna, hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma árið 2005 en þá nam hann 460 milljónum dala, jafnvirði 31,5 milljörðum dala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krefjast lögbanns og kæra úrskurð ráðherra

Mikil óánægja er meðal íbúa í Mosfellsbæ með áætlanir um tengibraut um Álafosskvos sem áætlað er að flytji tíu þúsund bíla daglega. Í fréttatilkynningu frá fulltrúa íbúa segir að íbúar krefjist lögbanns á framkvæmdina. Íbúar og unnendur náttúru munu hittast klukkan 13 við gömlu ullarverksmiðjuna og flagga í hálfa stöng í mótmælaskyni við framkvæmdirnar.

Innlent
Fréttamynd

Aukin verðbólga í OECD-ríkjunum

Verðbólga mældist 2,3 prósent að meðaltali á ársgrundvelli í innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í desember í fyrra. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun frá því í mánuðinum á undan. Næstmesta verðbólgan var líkt og fyrr hér á landi í desember en þá mældist hún 7,0 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Milljónum dollara sóað í Írak

Milljónir dollara sem bandaríkjamenn veittu til enduruppbyggingar í Írak hefur verið sóað, segja bandarískir endurskoðendur í skýrslu til Bandaríkjaþings sem varar við spillingu. Ónotaðar æfingabúðir fyrir lögreglumenn í Baghdad með risasundlaug er eitt af mannvirkjunum sem endurskoðendurnir benda á máli sínu til stuðnings. Milljarður íslenskra króna sem veittur hefur verið til uppbyggingar er enn ónotaður af íröskum stjórnvöldum.

Erlent
Fréttamynd

Staða einstakra smásölufyrirtækja metin

Samkeppniseftirlitið er nú að athuga stöðu einstakra smásölufyrirtækja varðandi markaðsráðandi stöðu og hvort skaðleg undirverðlagning á tilteknum sviðum hafi átt sér stað. Upplýsinga hefur verið aflað frá smásöluverslunum um samningsskilmála við birgja. Niðurstöður athugunarinnar liggja ekki fyrir enn sem komið er, en aflað hefur verið umfangsmikilla gagna vegna greiningarinnar og er hún vel á veg komin.

Innlent
Fréttamynd

Akstursþjónusta fatlaðra í Skagafirði til einkaaðila

Samningur um akstursþjónustu fatlaðra í Skagafirði var undirritaður í gær. Guðmundur Guðlaugsson sveitastjóri og Gísli Rúnar Jónsson frá Suðurleiðum ehf undirrituðu samninginn á Sauðárkróki. Með samningnum lýkur meira en tíu ára rekstri sveitarfélagsins sjálfs á akstrinum. Samningurinn hljóðar upp á rúmar sex milljónir króna árlega. Um er að ræða reglubundinn akstur á Sauðárkróki auk ferða út í sveit.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Bakkavarar jókst um 111 prósent

Bakkavör Group skilaði 9,5 milljarða króna hagnaði í fyrra. Þetta er 111 prósenta aukning á milli ára. Þá nam hagnaðurinn á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2006 4,6 milljörðum króna. Þetta er 191 prósenta aukning frá árinu á undan. Afkoman er lítillega yfir spám greiningardeilda viðskiptabankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkar lítillega

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag eftir nokkrar hækkanir í gær og fór niður í rúma 56 bandaríkjadali á tunnu. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu um olíubirgðir landsins í dag. Greinendur gera ráð fyrir að olíubirgðir hafi dregist saman á milli vikna vegna kulda í Norður-Ameríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon er látinn

Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon lést í gær, 89 ára að aldri. Hann dó úr lungnabólgu á sjúkrahúsi nálægt Palm Springs í Kaliforníu að sögn útgefanda hans Warren Cowan. Á ferli sínum skrifaði Sheldon mörg verðlaunaleikrit sem sýnd voru á Broadway, auk Hollywood kvikmyndahandrita, áður en hann sneri sér alfarið að bókaskrifum þegar hann var fimmtugur.

Lífið
Fréttamynd

Vodafone yfir væntingum

Viðskiptavinum breska fjarskiptarisans Vodafone fjölgaði um 8,7 milljónir um allan heim á síðasta ársfjórðungi liðins árs. Þetta er talsvert meira en gert hafði verið ráð fyrir. Aukningin skýrist að mestu um aukna hlutdeild fjarskiptafyrirtækisins, sem er eitt það stærsta í Evrópu, á nýmörkuðum á borð við Afríku, Austur-Evrópu og í Miðausturlöndum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kjúklingur með andarfit

Kólumbískur bóndi keypti sér egg á dögunum, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kjúklingurinn sem kom úr egginu skartar sundfitjum að hætti anda. Líklega er að um stökkbreytingu sé að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Microsoft kynnir nýtt stýrikerfi

Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið kynnti í gær nýjustu kynslóð Windows-stýrikerfisins og hefur kerfinu verið gefið nafnið Vista. Búist er við að innan árs hafi yfir eitt hundrað milljónir tölvunotenda um allan heim tekið kerfið í sína notkun.

Erlent
Fréttamynd

Krónan rýrir traust á Kaupþingi

Íslenska krónan er Kaupþingi fjötur um fót og hefur að sumu leyti rýrt traust á bankanum, segir Hreiðar Már Sigurðarson, forstjóri bankans. Það sé skylda að skoða alvarlega að taka upp evru í rekstri bankans og sé tíðinda að vænta um þá ákvörðun á aðalfundi í mars.

Innlent
Fréttamynd

Vopnahléið að mestu virt

Allt hefur verið með kyrrum kjörum á Gaza-ströndinni í dag eftir að samkomulag náðist á milli stríðandi fylkinga um vopnahlé. Verslanir og skólar voru opnaðir á nýjan leik en starfsemi þeirra hefur legið niðri síðan á fimmtudaginn þegar sló í alvarlega brýnu á milli liðsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas forseta.

Erlent
Fréttamynd

Á fimmta tug pílagríma liggur í valnum

Á fimmta tug pílagríma lét lífið í fjölmörgum árásum í nágrenni Bagdad í dag, um það leyti sem Ashura-trúarhátíð sjía stóð sem hæst. Þar af voru sjö skotnir til bana þegar þeir voru á leið með rútu frá hinni helgu borg Karbala.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri MEST hættir vegna ágreinings

Þórður Birgir Bogason forstjóri MEST ehf hefur óskað eftir að láta af störfum fyrir fyrirtækið. Ástæðan er ósætti um framtíðarsýn fyrirtækisins. Stjórn félagsins hefur gengið frá starfslokasamningi við Þórð og mun Bjarni Gunnarsson stjórnarformaður MEST ehf taka tímabundið við starfi forstjóra. Verið er að kynna breytingarnar á starfsmannafundi.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefnaleitarhundurinn Bassi allur

Fíkniefnaleitarhundurinn Rocky Star Black Odin Bassi dó um helgina tíu ára gamall. Auk þess að vera leitarhundur vann Bassi um árabil við hlið þjálfara síns, Ísfirðingsins Þorsteins Hauks Þorsteinssonar fyrrverandi tollfulltrúa, við fíkniefnafræðslu til unglinga landsins.

Innlent
Fréttamynd

Loftslagið jarðar fer stöðugt hlýnandi

Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Sprengdi upp bakarí

Samtökin Heilagt stríð og al-Aqsa-herdeildirnar hafa bæði lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem framin var í bænum Eilat í Ísrael í dag. Fjórir létu lífið í tilræðinu, sem er það fyrsta í landinu í níu mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Sudan hundsaður í formannsembætti

Enn hefur verið gengið framhjá Omar al-Bashir forseta Súdan sem næsta formanns Afríkusambandsins vegna átakanna í Darfur. Komið var að Bashir að taka við embættinu, en í stað hans er það John Kufuor forseti Ghana sem hlýtur heiðurinn. Afríkuríkið Chad hafði hótað að segja sig úr samtökunum ef Bashir yrði formaður þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Hillary klaufaleg á blaðamannafundi

Hillary Clinton forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum fékk óvænt viðbrögð á fjöldafundi í Iowa í Bandaríkjunum í gær, vegna ummæla sem hún viðhafði um hæfni sína til að meðhöndla illa menn. Hillary byrjaði fundinn á alvarlegum nótum og sagðist vera í forsetaslagnum af alvöru, hún ætlaði að vinna. Hún gagnrýndi George Bush Bandaríkjaforseta harðlega fyrir stríðið í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta málið staðfest hjá sakamáladómsstólnum í Haag

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag ákvað í dag að næg sönnunargögn væru gegn leiðtoga og liðsmanni í Kongólska hernum til að hefja fyrsta mál dómstólsins. Ákvörðunin staðfestir ákæru gegn Thomas Lubanga um að hafa skráð börn í herinn sem hermenn. Hún markar þáttaskil fyrir dómstólinn sem var komið á fót árið 2002 og er ætlað að vera varanlegur alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtán manna áhöfn bjargað

Sex skipverjum var bjargað úr spænskum togara um borð í breska herþyrlu við Scilly eyjur, 45 kílómetra frá Cornwall á Suðvesturodda Bretlands í dag. Sexmenningarnir urðu eftir fyrr í dag þegar níu manns var bjargað. Flogið var með þá til Brest í Norður Frakklandi. Fyrsta tilraun þyrlunnar til aðstoðar var að koma pumpu um borð í skipið sem er spænskt og heitir Mareton, en hjálparkall barst frá skipinu eftir að það fékk á sig sjó um 160 mílur vestur af Scilly eyjum.

Erlent
Fréttamynd

Kína varar við víni og konum

Yfirvöld í Kína hafa varað ríkisstjórnina og starfsmenn Ólympíuleikanna við því að taka þátt í spillingu eða siðlausri hegðun þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Peking árið 2008. Kommúnistaflokkurinn í Peking varaði embættismenn og opinbera starfsmenn við því að dreifa orku sinni í vín eða konur. Haft er eftir kínverska dagblaðinu, the China Daily, að fylgst verði með embættismönnum og hvort lífstíll þeirra sé nægilega ábyrgur.

Erlent
Fréttamynd

Verkfalli aflýst hjá British Airways

Tveggja daga verkfalli flugliða hjá breska flugfélaginu British Airways hefur verið aflýst. Samningar náðust nú eftir hádegið milli félagsins og flugliða um aðalatriði deilunnar. Verkfallið var fyrirhugað frá miðnætti í kvöld til miðnættis á miðvikudagskvöld. Sættir um laun og veikindadaga tókust loks í dag. Þrátt fyrir að verkfallinu hafi verið aflýst er gert ráð fyrir einhverjum truflunum á flugi.

Erlent
Fréttamynd

Gámar fjarlægðir af strandaða flutningaskipinu

Fjöldi björgunarbáta hóf í dag að fjarlægja meira en tvö þúsund gáma af flutningaskipinu MSC Napoli, sem strandaði undan ströndum Devon á Englandi 19 janúar. Risastór fljótandi krani er notaður til að færa gámana, sem innihalda allt frá barnableyjum til mótorhjóla. Verkið er bæði tímafrekt og vandasamt, en skipið má ekki breyta um stöðu þegar gámarnir eru teknir af því.

Erlent
Fréttamynd

Allt stefnir í verkfall hjá British Airways

Allt útlit er fyrir að tveggja daga verkfall starfsmanna breska flugfélagsins British Airways hefjist á morgun. Flugfélagið hefur þegar aflýst 1.300 flugferðum, þar á meðal til og frá Íslandi.

Erlent
Fréttamynd

Þrenn samtök lýsa ábyrgð

Þrenn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem framin var í Rauðahafsbænum Eilat í Ísrael í morgun. Þrír létu lífið í árásinni en hún var gerð í bakaríi í bænum, sem er fjölsóttur af ferðamönnum.

Erlent