Erlent

Forseti Sudan hundsaður í formannsembætti

John Kufuor forseti Gana, í miðju, á leið af áttunda leiðtogafundi Afríkusambandsins í dag. Olusegun Obasanjo forseti Nígeríu athugar hvað tímanum líður.
John Kufuor forseti Gana, í miðju, á leið af áttunda leiðtogafundi Afríkusambandsins í dag. Olusegun Obasanjo forseti Nígeríu athugar hvað tímanum líður. MYND/AP
Enn hefur verið gengið framhjá Omar al-Bashir forseta Súdan sem næsta formanns Afríkusambandsins vegna átakanna í Darfur. Komið var að Bashir að taka við embættinu, en í stað hans er það John Kufuor forseti Gana sem hlýtur heiðurinn. Afríkuríkið Chad hafði hótað að segja sig úr samtökunum ef Bashir yrði formaður þeirra.

 

 

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna hélt fund með Bashir vegna sameiginlegs friðargæsluliðs SÞ og AS í Darfur, en forsetinn er ósammála herliði á vegum SÞ í Darfur. Ban sagði samt sem áður að fundurinn sem tók eina og hálfa klukkustund hafi verið gagnlegur, en fyrir fundinn hafði hann lýst því yfir að hann vildi samvinnu og skuldbindingu af hálfu Sudan í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×