Erlent

Fyrsta málið staðfest hjá sakamáladómsstólnum í Haag

Thomas Lubanga, í miðju, við upphaf fyrirtöku Alþjóðlega Sakamáladómstólsins í Hollandi í nóvember sl.
Thomas Lubanga, í miðju, við upphaf fyrirtöku Alþjóðlega Sakamáladómstólsins í Hollandi í nóvember sl. MYND/AP Images

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag, ICC, ákvað í dag að næg sönnunargögn væru gegn leiðtoga og liðsmanni í Kongólska hernum til að hefja fyrsta mál dómstólsins.

Ákvörðunin staðfestir ákæru gegn Thomas Lubanga um að hafa skráð börn í herinn sem hermenn. Hún markar þáttaskil fyrir dómstólinn sem var komið á fót árið 2002 og er ætlað að vera varanlegur alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll.

Kongó sem er ríkt af gulli, demöntum og timbri var vígvöllur fyrir uppreisnarmenn, flokksklíkur, ættbálka og nokkur nágrannalönd frá árunum 1998-2003. Fjórar milljónir létu lífið, aðallega úr hungri og sjúkdómum.

Lubanga, 46, er sálfræðingur og var leiðtogi herdeildar í Ituri í Kongó. Saksóknarar segja hann hafa þjálfað börn allt niður í tíu ára til þess að drepa, látið þau drepa og leyft þeim að vera drepin á árunum 2002-2003.

Af grunuðum er Lubanga sá eini sem hefur verið framseldur til réttarins. Fyrstu handtökuskipanirnar voru gefnar út árið 2005 á hendur leiðtogum herdeilda Lord´s Resistance Army (LRA), en þeir bera ábyrgð á uppreisnum og dauða tug þúsunda manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×