Fréttir Þungar áhyggjur af kjaramálum kennara Kennarar í Langholtsskóla eru uggandi yfir þróun kjaramála og telja sig sitja eftir öðrum stéttum í þeirri efnahags- og kjaraþróun sem átt hefur sér stað undanfarið í þjóðfélaginu. Kennararnir skora á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta það misræmi sem hefur orðið. Þeir vilja að Launanefnd standi við ákvæði í kjarasamningi sem segi að teknar skuli upp viðræður til að meta hvort almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða. Tímamörk á þeim viðræðum í samningnum voru 1. september 2006. Innlent 7.2.2007 14:16 Núverandi gengisástand óviðunandi Viðskiptaþing var sett á Hótel Nordica í dag. Formaður Viðskiptaráðs Erlendur Hjaltason sem einnig er forstjóri Exista sagði í setningarræðu að ekki yrði unað við núverandi ástand gengismála mikið lengur. Hann sagði lausnirnar þó ekki vera augljósar; “Við verðum að standa fyrir opinni og upplýstri umræðu um þessi mál á næstunni.” Innlent 7.2.2007 14:01 Þarf að ryksuga Reykjaneshöll Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ þykir leitt að heilbrigðiseftirlit Suðurnesja telji bæinn hunsa niðurstöður eftirlitsins varðandi svifryksmengun í Reykjaneshöll. Það hafi ekki verið ætlunin. Hann segir að grasið verði hreinsað á allra næstu dögum. Eins og fram hefur komið leiða niðurstöður mælinga heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í ljós að svifryksmengun í Reykjaneshöll er langt yfir heilsuverndarmörkum. Innlent 7.2.2007 12:49 Baugstölur teknar úr samhengi Starfstengdar greiðslur til æðstu yfirmanna Baugs voru samningsbundnar í starfssamningum og ekki teknar úr sjóðum félagsins ófrjálsri hendi eins og gefið hefur verið í skyn í fréttum RUV. Tölur sem fréttirnar byggðu á voru teknar úr samhengi. Þetta kemur frá í fréttatilkynningu frá Baugi Group hf. Innlent 7.2.2007 12:13 Ísland miðpunktur í kaupum á ferðaþjónustu Hin árlega Mid-Atlantic kaupstefna verður haldin dagana 8.–11. febrúar í anddyri nýju og gömlu Laugardalshallarinnar. Kaupstefnan er á vegum Icelandair og er markmið hennar að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. Innlent 7.2.2007 10:59 Gengi Nissan keyrir niður á við Gengi hlutabréfa í japanska bílaframleiðandanum Nissan tók snarpa dýfu og lækkaði um 8,3 prósent í dag eftir að fyrirtækið sendi frá neikvæða afkomuviðvörun vegna yfirvofandi samdráttar á nýjum bílum undir merkjum félagsins. Ef af verður er þetta fyrsti samdrátturinn síðan Carlos Ghosn tók við forstjórastóli hjá Nissan um mitt ár 1999. Viðskipti erlent 7.2.2007 10:53 Stefnumótun í lýðheilsu Íslensku lýðheilsuverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í vor en þau verða veitt í viðurkenningaskyni vegna framlags stofnana, félagasamtaka eða fyrirtækja til góðrar heilsu landsmanna. Verðlaunin eru hluti af stefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í forvarnarmálum undir kjörorðinu: Heilbrigði og forvarnir í sókn – með samtakamætti landsmanna Innlent 7.2.2007 10:32 Reykjanesbær hunsar mengun í Reykjaneshöll Niðurstöður mælinga Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í Reykjaneshöll hafa leitt í ljós að svifryksmengun er langt yfir heilsuverndarmörkum. Þetta segir Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri eftirlitsins. Hann segir að heilsuverndaryfirvöld hafi gefið bænum frest til úrbóta sem rann út í síðustu viku. Bæjaryfirvöld hunsi eftirlitið í þessu máli. Innlent 7.2.2007 09:43 Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dregst saman Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum skilaði 335 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 442 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrirtækisins dróst því saman sem nemur 107 milljónum króna. Þar af nam hagnaðurinn 248 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006. Viðskipti innlent 7.2.2007 09:07 Mikil flóð í Búrúndí Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að 2 milljónir manna í Búrúndí væru í hættu á því að svelta vegna mikilla flóða þar undanfarnar vikur. Talið er að fólkið þurfi aðstoð fram í júní til þess að koma í veg fyrir matarskort. Hjálparsamtök hafa beðið um samtals 132 milljónir dollara til þess að geta sinnt starfi sínu í Búrúndí. Erlent 6.2.2007 23:45 Mannskæð námusprenging í Kólumbíu Sprenging varð í námu í Kólumbíu í dag. Ein kona lést og átta menn, fjórir námuverkamenn og fjórir björgunarmenn eru í sjálfheldu vegna hennar. Ekkert er vitað um afdrif þeirra. Erlent 6.2.2007 23:27 Stofna nefnd til að hjálpa flóttamönnum Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það hefði stofnað sérstaka nefnd sem á að sjá til þess að Bandaríkin hlúi almennilega að flóttamönnum frá Írak. Þingmenn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa aðeins leyft 202 Írökum að flytjast til Bandaríkjanna á síðasta ári. Erlent 6.2.2007 23:15 Gates vonast eftir hermönnunum heim fyrir áramót Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hann vonaðist eftir því að bandarískir hermenn gætu snúið á heim á leið fyrir lok þessa árs. Þetta kom fram á fundi sem hann átti með hermálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í kvöld. Erlent 6.2.2007 22:56 Eignast börn eða skilja Stuðningsmenn hjónabanda samkynhneigðra í Washington ríki í Bandaríkjunum ætla sér að leggja fram tillögu um að ef gift fólk eignast ekki börn innan þriggja ára verði hjónabandið ógilt. Erlent 6.2.2007 22:26 Wal-Mart í slæmum málum Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum samþykkti í dag að hópur kvenna sem ætlar í mál við Wal-Mart verslunarkeðjuna fengi stöðu hópmálsóknar. Það þýðir að allar konur sem unnu hjá Wal-Mart frá árinu 1998 og telja að mismunað hafi verið gegn sér í starfi á einn eða annan hátt gætu orðið aðilar að málsókninni. Erlent 6.2.2007 21:54 Leiðtogar Hamas komnir til Mecca Leiðtogar Hamas samtakanna, Khaled Meshaal og Ismail Haniyeh, komu til Mecca í dag til þess að eiga viðræður við leiðtoga Fatah hreyfingarinnar, Mahmoud Abbas. Konungur Sádi-Arabíú, Abdullah, bauð til friðarviðræðnanna. Erlent 6.2.2007 21:31 Orðinn gagnkynhneigður á ný Ted Haggard, bandaríski presturinn sem komst í heimsfréttirnar fyrir þremur mánuðum fyrir að hafa átt í sambandi við karlmann og neytt eiturlyfja, losnaði í dag úr meðferð og segist hann nú vera algjörlega gagnkynhneigður. Erlent 6.2.2007 21:08 Apple segir Vista skemma iPod tónlistarspilarana Hið nýja stjórnkerfi Microsoft, Windows Vista, getur skemmt iPod tónlistarspilarana vinsælu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Apple í dag. Microsoft kynnti Vista til sögunnar í síðustu viku. Erlent 6.2.2007 20:49 Rússar vara Evrópusambandið við Rússar vöruðu Evrópusambandið við því í dag að blanda sér ekki of mikið í mál innan áhrifasvæðis Rússlands. Evrópusambandið hefur undanfarið verið að beita sér í Moldavíu, Georgíu og Azerbaídsjan en Rússar hafa lengi miðlað í þeim deilum sem þar eru. Erlent 6.2.2007 20:36 Olmert segir samningaleiðina færa Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að Íranir væru ekki búnir að ná þeim árangri í kjarnorkumálum sem þeir segjast hafa náð. Hann sagði líka enn hægt að beita Írana þrýstingi til þess að fá þá hætta við kjarnorkuáætlun sína. Erlent 6.2.2007 19:48 Kaupa sex Airbus-breiðþotur Flugfélag Arngríms Jóhannssonar og Hafþórs Hafsteinssonar, Avion Aircraft Trading, samdi í dag um smíði sex Airbus-breiðþotna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt flugfélag kaupir nýjar Airbus-þotur beint frá verksmiðjunum. Innlent 6.2.2007 19:15 Átök í Betlehem Til átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna í Betlehem í dag vegna endurbóta Ísraela á vegspotta að Musterishæðinni í Jerúsalem. Þar nærri er einn helgasti staður múslima og óttast þeir að skemmdir verði unnar á honum. Erlent 6.2.2007 17:52 Geimfari reyndi að ræna keppinaut Ástir í geimnum urðu kveikjan að mannránstilraun í Bandaríkjunum í gær. Geimfarinn Lisa Nowak lagði á sig langferð frá Houston til Orlando svo hún gæti rænt konu sem hún óttaðist að hefði stolið elskunni sinni frá sér. Nowak gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi. Erlent 6.2.2007 16:49 Í gæsluvarðhald eftir Kompás Hálffimmtugur karlmaður var í héraðsdómi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Maðurinn er einn af þeim fimm sem fóru í íbúð, sem Kompás hafði tekið á leigu, í þeirri von að hitta þrettán ára stúlku. Innlent 6.2.2007 18:58 Fjármagnstekjufólk greiði til samfélagsins Skattkerfið þarf að ná til fólks sem hefur fjármagnstekjur en greiðir ekki venjulega skatta, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Á þriðja þúsund landsmanna hefur eingöngu fjármagnstekjur og borgar ekkert til sveitarfélaganna. Innlent 6.2.2007 18:52 Húsnæðislán bankanna hækkað fasteignaverð Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Innlent 6.2.2007 18:00 Upptaka af loftárás á bandamenn Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi. Erlent 6.2.2007 16:56 Varnarliðið skuldar íslenskum fyrirtækjum Íslensk fyrirtæki kvarta undan því að hafa ekki fengið greitt fyrir vörur hjá Varnarliðinu, um eða yfir hálfu ári eftir að herinn fékk vörurnar. Reikningarnir eru ýmist sendir til höfuðstöðva hersins á Ítalíu eða í Bretlandi. Innlent 6.2.2007 18:44 Nowak kærð fyrir morðtilraun Lögreglan í Orlando í Flórída hefur ákært geimfara vegna tilraunar til morðs. Geimfarinn, Lisa Nowak, reyndi að ræna konu sem hún hélt að væri samkeppnisaðili um ástir annars geimfara, William A. Oefelein. Nowak var handtekin fyrir líkamsárás í gær og átti að sleppa henni gegn tryggingu í dag. Erlent 6.2.2007 18:01 Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum Samfylkingin vill fresta stóriðjufamkvæmdum í Straumsvík og Helguvík. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í umræðu sem fram fór á Alþingi í dag. Umræðan var vegna frumvarps um rammaáætlun um náttúruvernd. Innlent 6.2.2007 17:31 « ‹ 234 235 236 237 238 239 240 241 242 … 334 ›
Þungar áhyggjur af kjaramálum kennara Kennarar í Langholtsskóla eru uggandi yfir þróun kjaramála og telja sig sitja eftir öðrum stéttum í þeirri efnahags- og kjaraþróun sem átt hefur sér stað undanfarið í þjóðfélaginu. Kennararnir skora á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta það misræmi sem hefur orðið. Þeir vilja að Launanefnd standi við ákvæði í kjarasamningi sem segi að teknar skuli upp viðræður til að meta hvort almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða. Tímamörk á þeim viðræðum í samningnum voru 1. september 2006. Innlent 7.2.2007 14:16
Núverandi gengisástand óviðunandi Viðskiptaþing var sett á Hótel Nordica í dag. Formaður Viðskiptaráðs Erlendur Hjaltason sem einnig er forstjóri Exista sagði í setningarræðu að ekki yrði unað við núverandi ástand gengismála mikið lengur. Hann sagði lausnirnar þó ekki vera augljósar; “Við verðum að standa fyrir opinni og upplýstri umræðu um þessi mál á næstunni.” Innlent 7.2.2007 14:01
Þarf að ryksuga Reykjaneshöll Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ þykir leitt að heilbrigðiseftirlit Suðurnesja telji bæinn hunsa niðurstöður eftirlitsins varðandi svifryksmengun í Reykjaneshöll. Það hafi ekki verið ætlunin. Hann segir að grasið verði hreinsað á allra næstu dögum. Eins og fram hefur komið leiða niðurstöður mælinga heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í ljós að svifryksmengun í Reykjaneshöll er langt yfir heilsuverndarmörkum. Innlent 7.2.2007 12:49
Baugstölur teknar úr samhengi Starfstengdar greiðslur til æðstu yfirmanna Baugs voru samningsbundnar í starfssamningum og ekki teknar úr sjóðum félagsins ófrjálsri hendi eins og gefið hefur verið í skyn í fréttum RUV. Tölur sem fréttirnar byggðu á voru teknar úr samhengi. Þetta kemur frá í fréttatilkynningu frá Baugi Group hf. Innlent 7.2.2007 12:13
Ísland miðpunktur í kaupum á ferðaþjónustu Hin árlega Mid-Atlantic kaupstefna verður haldin dagana 8.–11. febrúar í anddyri nýju og gömlu Laugardalshallarinnar. Kaupstefnan er á vegum Icelandair og er markmið hennar að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. Innlent 7.2.2007 10:59
Gengi Nissan keyrir niður á við Gengi hlutabréfa í japanska bílaframleiðandanum Nissan tók snarpa dýfu og lækkaði um 8,3 prósent í dag eftir að fyrirtækið sendi frá neikvæða afkomuviðvörun vegna yfirvofandi samdráttar á nýjum bílum undir merkjum félagsins. Ef af verður er þetta fyrsti samdrátturinn síðan Carlos Ghosn tók við forstjórastóli hjá Nissan um mitt ár 1999. Viðskipti erlent 7.2.2007 10:53
Stefnumótun í lýðheilsu Íslensku lýðheilsuverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í vor en þau verða veitt í viðurkenningaskyni vegna framlags stofnana, félagasamtaka eða fyrirtækja til góðrar heilsu landsmanna. Verðlaunin eru hluti af stefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í forvarnarmálum undir kjörorðinu: Heilbrigði og forvarnir í sókn – með samtakamætti landsmanna Innlent 7.2.2007 10:32
Reykjanesbær hunsar mengun í Reykjaneshöll Niðurstöður mælinga Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í Reykjaneshöll hafa leitt í ljós að svifryksmengun er langt yfir heilsuverndarmörkum. Þetta segir Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri eftirlitsins. Hann segir að heilsuverndaryfirvöld hafi gefið bænum frest til úrbóta sem rann út í síðustu viku. Bæjaryfirvöld hunsi eftirlitið í þessu máli. Innlent 7.2.2007 09:43
Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dregst saman Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum skilaði 335 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 442 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrirtækisins dróst því saman sem nemur 107 milljónum króna. Þar af nam hagnaðurinn 248 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006. Viðskipti innlent 7.2.2007 09:07
Mikil flóð í Búrúndí Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að 2 milljónir manna í Búrúndí væru í hættu á því að svelta vegna mikilla flóða þar undanfarnar vikur. Talið er að fólkið þurfi aðstoð fram í júní til þess að koma í veg fyrir matarskort. Hjálparsamtök hafa beðið um samtals 132 milljónir dollara til þess að geta sinnt starfi sínu í Búrúndí. Erlent 6.2.2007 23:45
Mannskæð námusprenging í Kólumbíu Sprenging varð í námu í Kólumbíu í dag. Ein kona lést og átta menn, fjórir námuverkamenn og fjórir björgunarmenn eru í sjálfheldu vegna hennar. Ekkert er vitað um afdrif þeirra. Erlent 6.2.2007 23:27
Stofna nefnd til að hjálpa flóttamönnum Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það hefði stofnað sérstaka nefnd sem á að sjá til þess að Bandaríkin hlúi almennilega að flóttamönnum frá Írak. Þingmenn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa aðeins leyft 202 Írökum að flytjast til Bandaríkjanna á síðasta ári. Erlent 6.2.2007 23:15
Gates vonast eftir hermönnunum heim fyrir áramót Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hann vonaðist eftir því að bandarískir hermenn gætu snúið á heim á leið fyrir lok þessa árs. Þetta kom fram á fundi sem hann átti með hermálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í kvöld. Erlent 6.2.2007 22:56
Eignast börn eða skilja Stuðningsmenn hjónabanda samkynhneigðra í Washington ríki í Bandaríkjunum ætla sér að leggja fram tillögu um að ef gift fólk eignast ekki börn innan þriggja ára verði hjónabandið ógilt. Erlent 6.2.2007 22:26
Wal-Mart í slæmum málum Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum samþykkti í dag að hópur kvenna sem ætlar í mál við Wal-Mart verslunarkeðjuna fengi stöðu hópmálsóknar. Það þýðir að allar konur sem unnu hjá Wal-Mart frá árinu 1998 og telja að mismunað hafi verið gegn sér í starfi á einn eða annan hátt gætu orðið aðilar að málsókninni. Erlent 6.2.2007 21:54
Leiðtogar Hamas komnir til Mecca Leiðtogar Hamas samtakanna, Khaled Meshaal og Ismail Haniyeh, komu til Mecca í dag til þess að eiga viðræður við leiðtoga Fatah hreyfingarinnar, Mahmoud Abbas. Konungur Sádi-Arabíú, Abdullah, bauð til friðarviðræðnanna. Erlent 6.2.2007 21:31
Orðinn gagnkynhneigður á ný Ted Haggard, bandaríski presturinn sem komst í heimsfréttirnar fyrir þremur mánuðum fyrir að hafa átt í sambandi við karlmann og neytt eiturlyfja, losnaði í dag úr meðferð og segist hann nú vera algjörlega gagnkynhneigður. Erlent 6.2.2007 21:08
Apple segir Vista skemma iPod tónlistarspilarana Hið nýja stjórnkerfi Microsoft, Windows Vista, getur skemmt iPod tónlistarspilarana vinsælu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Apple í dag. Microsoft kynnti Vista til sögunnar í síðustu viku. Erlent 6.2.2007 20:49
Rússar vara Evrópusambandið við Rússar vöruðu Evrópusambandið við því í dag að blanda sér ekki of mikið í mál innan áhrifasvæðis Rússlands. Evrópusambandið hefur undanfarið verið að beita sér í Moldavíu, Georgíu og Azerbaídsjan en Rússar hafa lengi miðlað í þeim deilum sem þar eru. Erlent 6.2.2007 20:36
Olmert segir samningaleiðina færa Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að Íranir væru ekki búnir að ná þeim árangri í kjarnorkumálum sem þeir segjast hafa náð. Hann sagði líka enn hægt að beita Írana þrýstingi til þess að fá þá hætta við kjarnorkuáætlun sína. Erlent 6.2.2007 19:48
Kaupa sex Airbus-breiðþotur Flugfélag Arngríms Jóhannssonar og Hafþórs Hafsteinssonar, Avion Aircraft Trading, samdi í dag um smíði sex Airbus-breiðþotna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt flugfélag kaupir nýjar Airbus-þotur beint frá verksmiðjunum. Innlent 6.2.2007 19:15
Átök í Betlehem Til átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna í Betlehem í dag vegna endurbóta Ísraela á vegspotta að Musterishæðinni í Jerúsalem. Þar nærri er einn helgasti staður múslima og óttast þeir að skemmdir verði unnar á honum. Erlent 6.2.2007 17:52
Geimfari reyndi að ræna keppinaut Ástir í geimnum urðu kveikjan að mannránstilraun í Bandaríkjunum í gær. Geimfarinn Lisa Nowak lagði á sig langferð frá Houston til Orlando svo hún gæti rænt konu sem hún óttaðist að hefði stolið elskunni sinni frá sér. Nowak gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi. Erlent 6.2.2007 16:49
Í gæsluvarðhald eftir Kompás Hálffimmtugur karlmaður var í héraðsdómi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Maðurinn er einn af þeim fimm sem fóru í íbúð, sem Kompás hafði tekið á leigu, í þeirri von að hitta þrettán ára stúlku. Innlent 6.2.2007 18:58
Fjármagnstekjufólk greiði til samfélagsins Skattkerfið þarf að ná til fólks sem hefur fjármagnstekjur en greiðir ekki venjulega skatta, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Á þriðja þúsund landsmanna hefur eingöngu fjármagnstekjur og borgar ekkert til sveitarfélaganna. Innlent 6.2.2007 18:52
Húsnæðislán bankanna hækkað fasteignaverð Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Innlent 6.2.2007 18:00
Upptaka af loftárás á bandamenn Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi. Erlent 6.2.2007 16:56
Varnarliðið skuldar íslenskum fyrirtækjum Íslensk fyrirtæki kvarta undan því að hafa ekki fengið greitt fyrir vörur hjá Varnarliðinu, um eða yfir hálfu ári eftir að herinn fékk vörurnar. Reikningarnir eru ýmist sendir til höfuðstöðva hersins á Ítalíu eða í Bretlandi. Innlent 6.2.2007 18:44
Nowak kærð fyrir morðtilraun Lögreglan í Orlando í Flórída hefur ákært geimfara vegna tilraunar til morðs. Geimfarinn, Lisa Nowak, reyndi að ræna konu sem hún hélt að væri samkeppnisaðili um ástir annars geimfara, William A. Oefelein. Nowak var handtekin fyrir líkamsárás í gær og átti að sleppa henni gegn tryggingu í dag. Erlent 6.2.2007 18:01
Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum Samfylkingin vill fresta stóriðjufamkvæmdum í Straumsvík og Helguvík. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í umræðu sem fram fór á Alþingi í dag. Umræðan var vegna frumvarps um rammaáætlun um náttúruvernd. Innlent 6.2.2007 17:31