Innlent

Þungar áhyggjur af kjaramálum kennara

Frá 50 ára afmæli Langholtsskóla.
Frá 50 ára afmæli Langholtsskóla.

Kennarar í Langholtsskóla eru uggandi yfir þróun kjaramála og telja sig sitja eftir öðrum stéttum í þeirri efnahags- og kjaraþróun sem átt hefur sér stað undanfarið í þjóðfélaginu. Kennararnir skora á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta það misræmi sem hefur orðið. Þeir vilja að Launanefnd standi við ákvæði í kjarasamningi sem segi að teknar skuli upp viðræður til að meta hvort almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða. Tímamörk á þeim viðræðum í samningnum voru 1. september 2006.

Kjararáð Kennarasambands Íslands lýsir einnig yfir þungum áhyggjum af stöðu kjaramála kennara í grunnskólum. Í frétt á vef ráðsins segir að Launanefnd sveitarfélaga hafi þvertekið fyrir eðlilegar launaleiðréttingar á grundvelli greinar 16.1 í kjarasamningi aðila.

Kennararnir í Langholtsskóla telja að efnahags- og kjaraþróun undanfarið gefi tilefni til viðbragða og minna á að nú eru einungis 11 mánuðir eftir af núgildandi kjarasamningi. Þeir telja nú kjörið tækifæri til að semja um leiðréttingu launa og uppfylla þannig ákvæðið í núverandi kjarasamningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×