Fréttir

Fréttamynd

Munu ekki styðja við uppreisnarhópa

Viðræðum á milli stjórnvalda í Súdan, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu lauk í dag með þeirri niðurstöðu að þau myndu ekki styðja við bakið á uppreisnarhópum sem ráðast inn á landsvæði þeirra. Utanríkisráðherra Súdans, Lam Akol, sagði frá þessu á fréttamannafundi eftir að viðræðunum lauk.

Erlent
Fréttamynd

Einn handtekinn vegna flugráns

Spænsk yfirvöld sögðu frá því rétt í þessu að einn maður hefði verið handtekin eftir að flugvél sem var rænt lenti á flugvellinum á Kanaríueyjum. Lögregla á Kanaríeyjum hefur nú náð vélinni á sitt vald. Áður hafði verið sagt frá því að skothríð hefði átt sér stað í flugvélinni. Einhverjir slösuðust í henni en ekki var vitað hversu margir.

Erlent
Fréttamynd

Pútin styrkir tök sín í Téteníu

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, setti ríkisstjóra Téteníu, Alu Alkhanov, í nýtt starf. Búist er við því að Ramzan Kadyrov, fyrrum uppresinarmaður sem er dyggilega studdur af Kremlverjum, eigi eftir að taka við sem ríkisstjóri. Samkvæmt fréttum þá bað Alkhanov um að verða leystur undan störfum og var hann skipaður aðstoðardómsmálaráðherra Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Abbas veitir Haniyeh umboð til stjórnarmyndunar

Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, bað í dag Ismail Haniyeh, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, um að mynda þjóðstjórn. Haniyeh hafði áður sagt af sér en það var fyrsta skrefið sem þurfti að taka svo hægt væri að mynda þjóðstjórnina. Abbas veitti Haniyeh umboðið á fréttamannafundi í Gaza í dag.

Erlent
Fréttamynd

Niðurlægðu vistmennina

Starfsfólk, á stofnun fyrir andlega fatlað fólk í bænum Nyborg á Fjóni, hefur verið kært til lögreglu fyrir illa meðferð á skjólstæðingum sínum. Fréttamaður, á sjónvarpsstöðinni TV-2, fletti ofan af framkomu starfsfólksins.

Erlent
Fréttamynd

Flugrán framið í Máritaníu

Máritanískri farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 var rænt í dag. Henni var flogið til Kanaríeyjanna og var að lenda þar rétt í þessu. Vélinni var áður flogið til Vestur-Sahara til þess að taka eldsneyti. Ekki er vitað hversu margir eru um borð í vélinni eða hvað flugræningjunum gengur til.

Erlent
Fréttamynd

Dagskráin í Baugsmálinu farin úr böndunum

Dómari í Baugsmálinu stöðvaði í dag spurningar setts ríkissaksóknara. Hann sagði dagskrána hafa farið úr öllum böndum og að settur ríkissaksóknari gæti sjálfum sér um kennt. Verjandi Jóns Ásgeirs las í dag upp úr tölvupósti þar sem kvennamál Jóns Ásgeirs komu við sögu.

Innlent
Fréttamynd

Sigldi á varðskipið

Danska varðskipið Hvítabjörninn hefur undanfarna tvo sólarhringa staðið í stappi við franska togarann Bruix sem grunaður er um ólöglegar skötuselsveiðar við miðlínuna á milli Færeyja og Bretlands. Hvítabjörninn hafði fyrst afskipti af togaranum í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Vill engum spurningum svara

Réttarhöld hófust í morgun yfir 29 mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem kostuðu 191 mannslíf. Einn sakborninganna neitaði að svara spurningum réttarins í dag.

Erlent
Fréttamynd

Venesúela bætir eftirlit við olíustöðvar

Varnarmálaráðherra Venesúela sagði í dag að varnir landsins yrðu styrktar vegna yfirlýsinga hryðjuverkahóps um að ráðast ætti á olíustöðvar þeirra landa sem sjá Bandaríkjunum fyrir olíu. 11 prósent af olíu sem flutt er inn til Bandaríkjanna kemur frá Venesúela.

Erlent
Fréttamynd

Sýknaði ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar

Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar. Hann taldi sig hafa beðið skaða vegna þess að íslenska ríkið hélt einkarétti til innflutnings og heildsöludreifingar á áfengi eftir gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994.

Innlent
Fréttamynd

Tólf mánuðir fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur staðfesti í dag 12 mánaða fangelsisdóm úr Héraðsdómi Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli systurdóttur hans. Framburður stúlkunnar var lagður til grundvallar dómnum ásamt vottorðum lækna og framburði móður stúlkunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni

Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir.

Innlent
Fréttamynd

Skákakademía Reykjavíkur sett á laggirnar

Borgarráð samþykkti í morgun að sett yrði á laggirnar sjálfseignarstofnunin Skákakademía Reykjavíkur. Markmið hennar er að vinna að eflingu skáklistarinnar í borginni. Þá er stefnt að því að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Verkefnisstjóri verður ráðinn til sex mánaða til að undirbúa stofnunina.

Innlent
Fréttamynd

Tveir handteknir vegna handrukkunar

Maður var numinn á brott um hádegisbil í dag eftir meintar líkamsmeiðingar tveggja handrukkara. Honum var hótað frekari barsmíðum ef hann útvegaði ekki peninga til að greiða skuld. Atvikið átti sér stað við útibú SPRON í Skeifunni. Maður og kona á þrítugsaldri eru í haldi lögreglu grunuð um verknaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Keyrt á vegfaranda í Lönguhlíð

Keyrt var á vegfaranda í Lönguhlíð nú rétt í þessu. Lögreglan er enn á vettvangi. Nánari upplýsingar hafa enn ekki verið gefnar um ástand vegfarandans eða aðstæður á slysstað.

Innlent
Fréttamynd

Lystisnekkja eða skemmtibátur?

Fimmtán verslunarstjóarar Bónuss fóru í skemmtiferð með Viking snekkjunni í Florida sem nú er til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist var á um hvort bátarnir þrír væru skemmtibátar eða lystisnekkjur eins og saksóknari vildi kalla þá. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um skemmtibáta að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Mistök komin á teikniborðið

Arkitekt hjúkrunarheimilisins Eirar er langt kominn með frumteikningar og hönnun menningarmiðstöðvar í Spöng í Grafarvogi. Um mistök var að ræða þegar menningarmiðstöðin var sett inn í viljayfirlýsingu borgarinnar um byggingu þjónustuíbúða fyrir hjúkrunarheimilið Eir. Þetta segir Steinunn Valdís Óskarsstjóri oddviti Samfylkingar í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Valdís tekur við af Degi

Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók við störfum oddvita Samfylkingarinnar á borgarráðsfundi í dag. Hún tekur við af Degi B. Eggertssyni sem fer í fæðingarorlof til 1. apríl. Þá tók Björk Vilhelmsdóttir sæti Dags í borgarráði. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingar er því einungis skipaður konum. Það er í fyrsta sinn síðan á dögum kvennaframboðs.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarríkið veldur usla

Mikið vetrarríki hefur sett samgöngur í norðaustanverðum Bandaríkjunum algerlega úr skorðum undanfarna daga. Snjó hefur kyngt niður en einnig hefur blásið hressilega. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst og skólar og ýmsar stofnanir hafa að mestu verið lokaðar.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskar ljósmyndir 2006

Næstkomandi laugardag hefst árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags íslands í Gerðarsafni í Kópavogi. Veitt verða verðlaun í 10 flokkum m.a. fyrir mynd ársins og fréttamynd. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir alla flokka, að mynd ársins undanskyldri. Glitnir leggur til verðlaunin.

Innlent
Fréttamynd

Vilja taka við flóttamönnum

Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

FME segir lífeyrissjóðum skylt að tilkynna um samruna

Fjármálaeftirlitið segir að lífeyrissjóðum beri að tilkynna um fyrirhugaða sameiningu lífeyrissjóða til Fjármálaeftirlits um leið og ákvörðun um slíkt hefur verið tekin. Túlkun eftirlitsins er birt í kjölfar sameininga lífeyrissjóða þar sem reynt hefur á tilkynningaskylduákvæði laga um lífeyrissjóði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Réttarhöld hafin vegna Madrídarárásanna

Réttarhöld hófust í Madríd í morgun yfir 29 manns sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið fyrir hryðjuverkum í borginni í mars 2004. 191 týndi lífi í árásunum sem gerðar voru á járnbrautarlestar borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Moody's staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion) í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskir hönnuðir í Kaupmannahöfn

Fjórir íslenskir hönnuðir tóku þátt í sýningunni CPH Vision sem haldin var dagana 8.-11. febrúar í Öksnehallen í Kaupmannahöfn. Íslensku hönnuðirnir sýndu haust- og vetrarlínu sína fyrir 2008 og voru ánægðir með móttökurnar. CPH vision er ein stærsta sölusýning sinnar tegundar í Skandinavíu og kemur fjöldi alþjóðlegra kaupenda á hana.

Innlent
Fréttamynd

Heimilislausir kjósendur undirrita sáttmála

Nýtt afl krefst þess nú með undirritun sáttmála á netinu að Samfylkingin setji fram markvissa stefnu í ýmsum málum sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið nægilega ábyrgð á. Hópurinn hefur fylgst með stjórnmálum af hliðarlínunni og telur sig hafa verið heimilislausa í stjórnmálum. Óánægja hans snýr aðallega að hagstefnu stjórnvalda, hávöxtum, stórvirkjanaframkvæmdum og vegna “Evrópumets í okri á neytendum.”

Innlent
Fréttamynd

Gegn veggjakroti og tyggjóklessum

Reykjavíkurborg tók í vikunni í notkun nýja háþrýstidælu til að hreinsa veggjakrot af eignum borgarinnar. Dælunni fylgir einnig búnaður til að hreinsa burt tyggjóklessur. Um er að ræða öfluga dælu sem hitar vatn upp í 120 gráður og dælir því með allt að 210 bara þrýstingi. Nóg er af verkefnum fyrir nýju dæluna, en tveir menn munu vera í verkefnum með dæluna næstu vikur.

Innlent
Fréttamynd

Heimdallur 80 ára

Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík er 80 ára í dag og fagnar afmælinu í Valhöll. Heiðursgestur verður Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins. Gullmerki Heimdallar verður veitt tveimur einstaklingum, en núverandi formaður Erla Ósk Ásgeirsdóttir mun flytja ávarp. Þá verður opnuð ný vefsíða Heimdallar, frelsi.is.

Innlent