Innlent

Lystisnekkja eða skemmtibátur?

Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu.
Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu. MYND/GVA

Fimmtán verslunarstjóarar Bónuss fóru í skemmtiferð með Viking snekkjunni í Florida sem nú er til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist var á um hvort bátarnir þrír væru skemmtibátar eða lystisnekkjur eins og saksóknari vildi kalla þá. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um skemmtibáta að ræða.

Farið var í svokallaða aðstoðarforstjóraferð með einum bátnum þar sem meðal annars voru Tryggvi Jónsson og Hreiðar Már Sigurðsson núverandi forstjóri Kaupþings.

Jón Ásgeir er sakaður um að hafa dregið fé frá fyrirtækjunum Baugi og Gaumi til að fjármagna kostnað við bátana. Jón Ásgeir segir Gaum einungis hafa lánað Jóni Gerald og fyrirtæki hans Nordica peningana. Þess vegna hafi fjölskyldan fengið afnot af bátunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×