Fær ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni 15. febrúar 2007 16:28 Farið yfir gögn í Baugsmálinu. MYND/GVA Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir. Dómari sagði saksóknara ekki hafa staðið við áætlanir sem hann hefði sjálfur gert. Sigurður Tómas Magnússon var ekki sáttur við það. Dómari sagði mjög ámælisvert að dagskráin hafi dregist eins mikið og raun ber vitni og sagði það mjög alvarlegt mál. Samkvæmt dagskrá setts ríkissaksóknara hafi yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeir átt að ljúka á hádegi í gær. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeir er nú að spyrja skjólstæðing sinn vegna skemmtibátanna. Yfirheyrslum hans lýkur klukkan 18. Áður hafði Jón Ásgeir neitað að hafa átt í bátunum Viking 1-3. Enginn samningur er til um lán sem Jón Gerald Sullenberger fékk frá fyrirtækinu. Jón Ásgeir segir Jón Gerald hafa fengið lánið til kaupa og viðhalds bátanna. Hann segir traust hafa verið milli manna. Saksóknari spurði af hverju engir samningar hafi verið til milli Jóns Geralds og Gaums. Jón Ásgeir svaraði: "Ég tel að handaband hafi dugað." Sigurður Tómas segir mikið ósamræmi í framburði Jóns Ásgeirs og annarra vitna sem tekin hefur verið skýrsla af í málinu. Jón Ásgeir verður kallaður aftur fyrir dóminn síðar vegna ákæruliðs 19, en í honum er Tryggvi Jónsson einn ákærður. Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir. Dómari sagði saksóknara ekki hafa staðið við áætlanir sem hann hefði sjálfur gert. Sigurður Tómas Magnússon var ekki sáttur við það. Dómari sagði mjög ámælisvert að dagskráin hafi dregist eins mikið og raun ber vitni og sagði það mjög alvarlegt mál. Samkvæmt dagskrá setts ríkissaksóknara hafi yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeir átt að ljúka á hádegi í gær. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeir er nú að spyrja skjólstæðing sinn vegna skemmtibátanna. Yfirheyrslum hans lýkur klukkan 18. Áður hafði Jón Ásgeir neitað að hafa átt í bátunum Viking 1-3. Enginn samningur er til um lán sem Jón Gerald Sullenberger fékk frá fyrirtækinu. Jón Ásgeir segir Jón Gerald hafa fengið lánið til kaupa og viðhalds bátanna. Hann segir traust hafa verið milli manna. Saksóknari spurði af hverju engir samningar hafi verið til milli Jóns Geralds og Gaums. Jón Ásgeir svaraði: "Ég tel að handaband hafi dugað." Sigurður Tómas segir mikið ósamræmi í framburði Jóns Ásgeirs og annarra vitna sem tekin hefur verið skýrsla af í málinu. Jón Ásgeir verður kallaður aftur fyrir dóminn síðar vegna ákæruliðs 19, en í honum er Tryggvi Jónsson einn ákærður.
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira