Innlent

Íslenskir hönnuðir í Kaupmannahöfn

Sýningin er haldin í gömlu pakkhúsi sem gert hefur verið upp á mjög smekklegan hátt.
Sýningin er haldin í gömlu pakkhúsi sem gert hefur verið upp á mjög smekklegan hátt. MYND/Útflutningsráð

Fjórir íslenskir hönnuðir tóku þátt í sýningunni CPH Vision sem haldin var dagana 8.-11. febrúar í Öksnehallen í Kaupmannahöfn. Íslensku hönnuðirnir sýndu haust- og vetrarlínu sína fyrir 2008 og voru ánægðir með móttökurnar.

CPH vision er ein stærsta sölusýning sinnar tegundar í Skandinavíu og kemur fjöldi alþjóðlegra kaupenda á hana. Þá er fjöldi þekktra hönnuða á Norðurlöndum jafnan meðal sýnenda. Þetta er þriðja árið í röð sem íslendingar taka þátt í sýningunni, en nokkur ár getur tekið að koma ákveðnu vörumerki á framfæri og verða trúverðugur kaupendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×