Innlent

Heimdallur 80 ára

Heimdellingar við kosningar í Valhöll.
Heimdellingar við kosningar í Valhöll. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík er 80 ára í dag og fagnar afmælinu í Valhöll. Heiðursgestur verður Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins.

Gullmerki Heimdallar verður veitt tveimur einstaklingum, en núverandi formaður Erla Ósk Ásgeirsdóttir mun flytja ávarp.

Þá verður opnuð ný vefsíða Heimdallar, frelsi.is.

Heimdallur er fyrsta stjórnmálafélag ungs fólks á Íslandi og er eldri en Sjálfstæðisflokkurinn. Félagsmenn eru á aldrinum 15 til 35 ára og telja hátt á sjöunda þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×