Fréttir Norður-Írar ganga að kjörborðinu Þingkosningar standa nú yfir á Norður-Írlandi og hefur kjörsókn verið jöfn og þétt í allan dag. Fimm ár eru liðin frá því norðurírska þingið kom síðast saman. Erlent 7.3.2007 17:51 Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Innlent 7.3.2007 18:26 26 láta lífið í sprengjuárás í Írak Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á kaffihúsi í bæ norðaustur af Bagdad í dag. Samkvæmt lögreglu á staðnum létu að minnsta kosti 26 manns lífið. Sprengingin átti sér stað í bænum Balad Ruz en þar búa bæði sjía og súnní múslimar. Talið er að allt að 35 manns hafi særst í árásinni. Erlent 7.3.2007 18:25 Evrópusambandið og Rússland ræða kjöt Sérfræðingar Evrópusambandsins í matvælamálum ferðast til Rússlands í næstu viku til þess að eiga viðræður við Rússa til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt bann á innflutning á kjöti frá Evrópusambandinu. Rússneska matvælastofnunin sendi Evrópuráðinu beiðni um að það gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi leifar af bönnuðum og hættulegum efnum í dýrakjöti og fæði frá Evrópusambandinu. Erlent 7.3.2007 18:16 Lilja Viðarsdóttir sendiherra látin Lilja Viðarsdóttir sendiherra og aðstoðarframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) andaðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi fyrr í dag, 49 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu. Innlent 7.3.2007 17:43 Leeson farinn að fjárfesta á ný Fjárglæframaðurinn Nick Leeson, sem setti breska Barings bankann á hausinn fyrir nokkrum árum, er byrjaður að fjárfesta á ný. Í þetta sinn notar hann þó bara eigin peninga. Erlent 7.3.2007 17:29 „Mínir einkastaðir“ á alla leikskóla Reykjavíkur Samtökin Blátt áfram hafa gefið öllum leikskólum í Reykjavík bókina “Þetta eru mínir einkastaðir. “ Bókin er ætluð til forvarnar gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og er ætluð til lestrar með börnunum. Sigríður Björnsdóttir fulltrúi samtakanna afhenti Leikskólaráði eintak af bókinni í dag. Innlent 7.3.2007 15:54 Eiginkona árasarmannsins eigandi Lauffells Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verkamanni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásarmannsins sem er eigandi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að árásarmaðurinn hafi starfað sem verkstjóri hjá fyrirtækinu en látið af störfum í síðasta mánuði og sé á engan hátt tengdur því né starfsemi þess. Undir yfirlýsinguna skrifar Rúnar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri. Innlent 7.3.2007 15:26 Áfengisneysla jókst um helming á áratug Áfengisneysla landsmanna hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tíu árum. Áfengi veldur töluverðum skaða í samfélaginu og hefur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlað að yfir níu prósent af snemmbærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis. Innlent 7.3.2007 15:03 Búðarferðin leiðinlega Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði síðdegis í gær að fimm ára dreng sem hvarf úr bíl móður sinnar á meðan hún verslaði í kvöldmatinn. Piltinum leiddist búðarrápið, eins og gjarnan er með karlmenn, og átti að bíða í bílnum á meðan. Þegar móðir hans kom aftur var hann horfinn. Innlent 7.3.2007 14:34 Þjófar á ferð á höfuðborgarsvæðinu Nokkuð var um þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í gær. Brotist var inn í bíl í miðborg Reykjavíkur og teknar úr honum tvær ferðatöskur. Tölvuskjám var stolið í Hafnarfirði, einum úr heimahúsi og öðrum úr grunnskóla í bæjarfélaginu. Þá var kerra tekin frá bensínstöð í Grafarvogi og dekkjum stolið úr geymslu í austurborginni. Innlent 7.3.2007 14:15 Siðmennt óskar svara vegna Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar Menntamálaráðherra hefur ekki svarað bréfi Siðmenntar frá 3. október síðastliðnum þar sem óskað er eftir afstöðu ráðherra til Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar. Siðmennt telur víst að um trúboð sé að ræða, en í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ráðherra telur svo ekki vera. Félagið harmar þessa afstöðu og telur víst að ráðherra hafi ekki skoðað öll rök í málinu. Innlent 7.3.2007 14:08 Demókratar fagna dómnum Þingmenn demókrata fagna dómnum yfir Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóra Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sem kveðinn var upp í gær. George Bush forseti hefur samúð með Libby og fjölskyldu hans. Erlent 7.3.2007 12:54 Paulson ræðir við kínversk stjórnvöld Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Pekingborgar í Kína í dag en hann mun funda með ráðamönnum í Kína um gjaldeyrisstefnu stjórnvalda. Kínverska júanið hefur verið mjög lágt um langan tíma og hefur vegna þessa aukið mjög á vöruskiptahalla á milli Bandaríkjanna og Kína. Viðskipti erlent 7.3.2007 13:38 Handtóku átján manns í Ramallah Ísraelskar hersveitir umkringdu höfuðstöðvar palestínsku leyniþjónustunnar í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun og handtóku þar átján manns Mennirnir eru sagðir tilheyra al-Aqsa-herdeildum, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas forseta. Erlent 7.3.2007 12:52 Slippurinn flyst á Grundartanga Slippurinn í Reykjavík, eitt elsta fyrirtæki borgarinnar, flyst innan tíðar á Grundartanga, og verður þá enginn slippur eftir í Reykjavík. Stjórn Faxaflóahafna gaf í gær Stálsmiðjunni, sem rekur Slippinn, vilyrði fyrir stórri lóð þar, bæði undir skemmu og dráttarbraut. Lóðin er vestan við Járnblendiverksmiðjuna, en nær þjóðveginum. Innlent 7.3.2007 12:42 Fréttir um bankasameiningu eru orðrómur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að hvorki hann né stjórn bankans hafi tekið þátt í meintum sameiningaviðræðum Kaupþings og Glitnis. Hann segir slíkar fréttir einungis orðróm og að aðrir verði að svara fyrir það en hann. Innlent 7.3.2007 12:31 Ótrúlega margir björguðust 22 fórust þegar farþegaþota fórst skömmu eftir lendingu í borginni Yogyakarta í Indónesíu í morgun. Furðu sætir hins vegar að 112 farþegar hafi sloppið lifandi úr slysinu því flugvélin gjöreyðilagðist. Erlent 7.3.2007 12:49 Fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung vegna virkjana Áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafa skapað fjandsamlegt andrúmsloft og vakið sundrung meðal íbúa á svæðinu, segir meðal annars í athugasemd sóknarprestsins í Stóra-Núps prestakalli, til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Innlent 7.3.2007 12:17 Rændur og barinn í Flórída Íslenskur maður á fertugsaldri var barinn illa í viðskiptaferð á Flórída í fyrrakvöld. Maðurinn var að keyra vin sinn heim í Orlando upp úr miðnætti og villtist af leið þegar fjórir menn réðust á hann, drógu hann út úr bílnum og spörkuðu í hann án afláts. Þeir hurfu á brott eftir að ná af honum peningaveski með kreditkortum og 80 þúsund íslenskum krónum í bandaríkjadölum. Innlent 7.3.2007 11:59 Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. Innlent 7.3.2007 11:56 Glitnir uppfærir verðmat á Kaupþingi Glitnir hefur gefið út nýtt og uppfært verðmat á Kaupþingi. Fyrra verðmat Glitnis hljóðaði upp á 968 krónur á hlut. Nýja matið hljóðar hins vegar upp á 1.171 krónu á hlut. Í mati Glitnis segir að uppgjör Kaupþings á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið verulega yfir væntingum. Viðskipti innlent 7.3.2007 11:44 Olíuverð hækkar vegna ótta um samdrátt Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á markaði í dag og fór í tæpan 61 dal á tunnu. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er sú að búist er við að olíubirgðir hafa minnkað nokkuð á milli vikna í Bandaríkjunum. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um olíubirgðir landsins síðar í dag. Viðskipti erlent 7.3.2007 10:31 Ríkið selur Hitaveitu Suðurnesja Innlent 7.3.2007 10:30 Atorka og Straumborg í 3X Fjárfestingafélögin Atorka Group hf., móðurfélag fyrirtækja á borð við Promens og Jarðboranir, og Staumborg ehf., sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, og fjölskyldu, hefur keypt meirihluta hlutafjár, 50,1 prósent, í fyrirtækinu 3X Stál á Ísafirði. Samfara kaupunum hefur nafni félagsins verið breytt í 3X Technology ehf. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Mjúk eða hörð stjórnun Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Jarðvegur Indlands nærir forystu Actavis Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Sjálfkjörið í stjórn Straums Sjálfkjörið verður í stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingar-banka. Þeir sem hafa boðið sig fram sem aðalmenn eru eftirtaldir: Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Már Ragnarsson, Guðmundur Kristjánsson, Friðrik Hallbjörn Karlsson og James Leitner. Leitner er forstjóri bandaríska fjárfestingarsjóðsins Falcon Management Corporation í New Jersey. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim Fyrirsögnin er fengin úr söng Trölla fyrir hönd Útvegsbankans á árum áður. Þetta var auðvitað rétt hjá Trölla en bara hálf sagan og varla það. Á dögum Trölla máttu allir þessir vextir sín oftast lítils fyrir verðbólgunni og innstæður í bönkum rýrnuðu að raunvirði. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 MA-nám í alþjóðaviðskiptum Háskólinn í Reykjavík ætlar á næsta haustmisseri að bjóða nemendum upp á nýtt nám á meistarastigi í alþjóðaviðskiptum. Námið er sérsniðið fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja ná starfsframa á alþjóðavettvangi, að sögn forstöðumanna námsins. Sjónum er sérstaklega beint að sérstökum markaðssvæðum auk þess sem nemendur munu dvelja í eina önn á þriðja misseri námsins á erlendri grund í því skyni að víkka sjóndeildarhring þeirra enn frekar. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 « ‹ 206 207 208 209 210 211 212 213 214 … 334 ›
Norður-Írar ganga að kjörborðinu Þingkosningar standa nú yfir á Norður-Írlandi og hefur kjörsókn verið jöfn og þétt í allan dag. Fimm ár eru liðin frá því norðurírska þingið kom síðast saman. Erlent 7.3.2007 17:51
Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Innlent 7.3.2007 18:26
26 láta lífið í sprengjuárás í Írak Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á kaffihúsi í bæ norðaustur af Bagdad í dag. Samkvæmt lögreglu á staðnum létu að minnsta kosti 26 manns lífið. Sprengingin átti sér stað í bænum Balad Ruz en þar búa bæði sjía og súnní múslimar. Talið er að allt að 35 manns hafi særst í árásinni. Erlent 7.3.2007 18:25
Evrópusambandið og Rússland ræða kjöt Sérfræðingar Evrópusambandsins í matvælamálum ferðast til Rússlands í næstu viku til þess að eiga viðræður við Rússa til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt bann á innflutning á kjöti frá Evrópusambandinu. Rússneska matvælastofnunin sendi Evrópuráðinu beiðni um að það gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi leifar af bönnuðum og hættulegum efnum í dýrakjöti og fæði frá Evrópusambandinu. Erlent 7.3.2007 18:16
Lilja Viðarsdóttir sendiherra látin Lilja Viðarsdóttir sendiherra og aðstoðarframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) andaðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi fyrr í dag, 49 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu. Innlent 7.3.2007 17:43
Leeson farinn að fjárfesta á ný Fjárglæframaðurinn Nick Leeson, sem setti breska Barings bankann á hausinn fyrir nokkrum árum, er byrjaður að fjárfesta á ný. Í þetta sinn notar hann þó bara eigin peninga. Erlent 7.3.2007 17:29
„Mínir einkastaðir“ á alla leikskóla Reykjavíkur Samtökin Blátt áfram hafa gefið öllum leikskólum í Reykjavík bókina “Þetta eru mínir einkastaðir. “ Bókin er ætluð til forvarnar gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og er ætluð til lestrar með börnunum. Sigríður Björnsdóttir fulltrúi samtakanna afhenti Leikskólaráði eintak af bókinni í dag. Innlent 7.3.2007 15:54
Eiginkona árasarmannsins eigandi Lauffells Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verkamanni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásarmannsins sem er eigandi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að árásarmaðurinn hafi starfað sem verkstjóri hjá fyrirtækinu en látið af störfum í síðasta mánuði og sé á engan hátt tengdur því né starfsemi þess. Undir yfirlýsinguna skrifar Rúnar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri. Innlent 7.3.2007 15:26
Áfengisneysla jókst um helming á áratug Áfengisneysla landsmanna hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tíu árum. Áfengi veldur töluverðum skaða í samfélaginu og hefur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlað að yfir níu prósent af snemmbærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis. Innlent 7.3.2007 15:03
Búðarferðin leiðinlega Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði síðdegis í gær að fimm ára dreng sem hvarf úr bíl móður sinnar á meðan hún verslaði í kvöldmatinn. Piltinum leiddist búðarrápið, eins og gjarnan er með karlmenn, og átti að bíða í bílnum á meðan. Þegar móðir hans kom aftur var hann horfinn. Innlent 7.3.2007 14:34
Þjófar á ferð á höfuðborgarsvæðinu Nokkuð var um þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í gær. Brotist var inn í bíl í miðborg Reykjavíkur og teknar úr honum tvær ferðatöskur. Tölvuskjám var stolið í Hafnarfirði, einum úr heimahúsi og öðrum úr grunnskóla í bæjarfélaginu. Þá var kerra tekin frá bensínstöð í Grafarvogi og dekkjum stolið úr geymslu í austurborginni. Innlent 7.3.2007 14:15
Siðmennt óskar svara vegna Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar Menntamálaráðherra hefur ekki svarað bréfi Siðmenntar frá 3. október síðastliðnum þar sem óskað er eftir afstöðu ráðherra til Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar. Siðmennt telur víst að um trúboð sé að ræða, en í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ráðherra telur svo ekki vera. Félagið harmar þessa afstöðu og telur víst að ráðherra hafi ekki skoðað öll rök í málinu. Innlent 7.3.2007 14:08
Demókratar fagna dómnum Þingmenn demókrata fagna dómnum yfir Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóra Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sem kveðinn var upp í gær. George Bush forseti hefur samúð með Libby og fjölskyldu hans. Erlent 7.3.2007 12:54
Paulson ræðir við kínversk stjórnvöld Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Pekingborgar í Kína í dag en hann mun funda með ráðamönnum í Kína um gjaldeyrisstefnu stjórnvalda. Kínverska júanið hefur verið mjög lágt um langan tíma og hefur vegna þessa aukið mjög á vöruskiptahalla á milli Bandaríkjanna og Kína. Viðskipti erlent 7.3.2007 13:38
Handtóku átján manns í Ramallah Ísraelskar hersveitir umkringdu höfuðstöðvar palestínsku leyniþjónustunnar í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun og handtóku þar átján manns Mennirnir eru sagðir tilheyra al-Aqsa-herdeildum, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas forseta. Erlent 7.3.2007 12:52
Slippurinn flyst á Grundartanga Slippurinn í Reykjavík, eitt elsta fyrirtæki borgarinnar, flyst innan tíðar á Grundartanga, og verður þá enginn slippur eftir í Reykjavík. Stjórn Faxaflóahafna gaf í gær Stálsmiðjunni, sem rekur Slippinn, vilyrði fyrir stórri lóð þar, bæði undir skemmu og dráttarbraut. Lóðin er vestan við Járnblendiverksmiðjuna, en nær þjóðveginum. Innlent 7.3.2007 12:42
Fréttir um bankasameiningu eru orðrómur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að hvorki hann né stjórn bankans hafi tekið þátt í meintum sameiningaviðræðum Kaupþings og Glitnis. Hann segir slíkar fréttir einungis orðróm og að aðrir verði að svara fyrir það en hann. Innlent 7.3.2007 12:31
Ótrúlega margir björguðust 22 fórust þegar farþegaþota fórst skömmu eftir lendingu í borginni Yogyakarta í Indónesíu í morgun. Furðu sætir hins vegar að 112 farþegar hafi sloppið lifandi úr slysinu því flugvélin gjöreyðilagðist. Erlent 7.3.2007 12:49
Fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung vegna virkjana Áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafa skapað fjandsamlegt andrúmsloft og vakið sundrung meðal íbúa á svæðinu, segir meðal annars í athugasemd sóknarprestsins í Stóra-Núps prestakalli, til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Innlent 7.3.2007 12:17
Rændur og barinn í Flórída Íslenskur maður á fertugsaldri var barinn illa í viðskiptaferð á Flórída í fyrrakvöld. Maðurinn var að keyra vin sinn heim í Orlando upp úr miðnætti og villtist af leið þegar fjórir menn réðust á hann, drógu hann út úr bílnum og spörkuðu í hann án afláts. Þeir hurfu á brott eftir að ná af honum peningaveski með kreditkortum og 80 þúsund íslenskum krónum í bandaríkjadölum. Innlent 7.3.2007 11:59
Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. Innlent 7.3.2007 11:56
Glitnir uppfærir verðmat á Kaupþingi Glitnir hefur gefið út nýtt og uppfært verðmat á Kaupþingi. Fyrra verðmat Glitnis hljóðaði upp á 968 krónur á hlut. Nýja matið hljóðar hins vegar upp á 1.171 krónu á hlut. Í mati Glitnis segir að uppgjör Kaupþings á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið verulega yfir væntingum. Viðskipti innlent 7.3.2007 11:44
Olíuverð hækkar vegna ótta um samdrátt Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á markaði í dag og fór í tæpan 61 dal á tunnu. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er sú að búist er við að olíubirgðir hafa minnkað nokkuð á milli vikna í Bandaríkjunum. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um olíubirgðir landsins síðar í dag. Viðskipti erlent 7.3.2007 10:31
Atorka og Straumborg í 3X Fjárfestingafélögin Atorka Group hf., móðurfélag fyrirtækja á borð við Promens og Jarðboranir, og Staumborg ehf., sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, og fjölskyldu, hefur keypt meirihluta hlutafjár, 50,1 prósent, í fyrirtækinu 3X Stál á Ísafirði. Samfara kaupunum hefur nafni félagsins verið breytt í 3X Technology ehf. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Mjúk eða hörð stjórnun Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Jarðvegur Indlands nærir forystu Actavis Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Sjálfkjörið í stjórn Straums Sjálfkjörið verður í stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingar-banka. Þeir sem hafa boðið sig fram sem aðalmenn eru eftirtaldir: Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Már Ragnarsson, Guðmundur Kristjánsson, Friðrik Hallbjörn Karlsson og James Leitner. Leitner er forstjóri bandaríska fjárfestingarsjóðsins Falcon Management Corporation í New Jersey. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim Fyrirsögnin er fengin úr söng Trölla fyrir hönd Útvegsbankans á árum áður. Þetta var auðvitað rétt hjá Trölla en bara hálf sagan og varla það. Á dögum Trölla máttu allir þessir vextir sín oftast lítils fyrir verðbólgunni og innstæður í bönkum rýrnuðu að raunvirði. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
MA-nám í alþjóðaviðskiptum Háskólinn í Reykjavík ætlar á næsta haustmisseri að bjóða nemendum upp á nýtt nám á meistarastigi í alþjóðaviðskiptum. Námið er sérsniðið fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja ná starfsframa á alþjóðavettvangi, að sögn forstöðumanna námsins. Sjónum er sérstaklega beint að sérstökum markaðssvæðum auk þess sem nemendur munu dvelja í eina önn á þriðja misseri námsins á erlendri grund í því skyni að víkka sjóndeildarhring þeirra enn frekar. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent