Innlent

Áfengisneysla jókst um helming á áratug

MYND/GVA

Áfengisneysla landsmanna hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tíu árum. Áfengi veldur töluverðum skaða í samfélaginu og hefur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlað að yfir níu prósent af snemmbærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis.

Þetta segir Bjarni Össurarson geðlæknir á vímuefnadeild Landspítala í ritstjórnargrein Læknablaðsins. Hann segir bráða þörf á almennri vakningu meðal ráðamanna auk þess sem upplýsingar um skaðsemi áfengisneyslu þurfa að berast almennings. Líkt og átti sér stað með reykingar.

Bjarni segir margar rannsóknir benda til fylgni milli lægra verðs og auðveldara aðgengi að áfengi, og aukinni drykkju. Þá styðji reynsla Finna slæmar afleiðingar af ódýrara áfengi en þar jókst áfengisneysla um tíu prósent á einu ári, skorpulifrartilfellum fjölgaði um 30 prósent, slysum vegna ölvunaraksturs fjölgaði um átta prósent og heildardánartíðni vegna áfengis jókst stórlega.

Bjarni telur einnig þörf á endurskoðun áfengismeðferða á Íslandi, en hingað til hafi þær að miklu leyti komið frá grasrótarhreyfingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×