Innlent

Fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung vegna virkjana

Áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafa skapað fjandsamlegt andrúmsloft og vakið sundrung meðal íbúa á svæðinu, segir meðal annars í athugasemd sóknarprestsins í Stóra-Núps prestakalli, til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Athygli vekur að sóknarpresturinn Axel Árnason, leggur þessa athugasemd fram sem sálusorgari íbúanna og í nafni prestakallsins, en ekki sem einstaklingur. Þetta er því einskonar embættisbréf til skipulagsyfirvalda sveitarfélagsins.

Presturinn segist meðal annars hafa orðið þess áskynja í störfum sínum að fyrirhugaðar framkvæmdir Landsvirkjunar í sveitarfélaginu hafi vakið upp ugg í brjóstum mjög margra sóknarbarna, samfara vanlíðan. Mörg sóknarbörn upplifi þetta svo, sem verið sé að farga landslagi, auk forn- og náttúruminja.

Þá upplifi margir beitingu valds á sér þegar þeir heyri að þegar sé búið að bjóða út hönnun mannvirkja án þess að búið sé að semja við landeigendur um bætur fyrir eignarlönd þeirra. Fólk skilji undirliggjandi öldu eignarnáms og óttist um stöðu sína ef það hreyfi mótmælum. Gjá hafi myndast á milli þeirra sem séu fylgjandi framkvæmdum og þeirra, sem séu þeim andvíg, með tilheyrandi sálar-sárum, semgir í athugasemd séraAxels Árnasonar sþóknarprests í Stóra- Núpsprestakalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×