Innlent

Fréttir um bankasameiningu eru orðrómur

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að hvorki hann né stjórn bankans hafi tekið þátt í meintum sameiningaviðræðum Kaupþings og Glitnis. Hann segir slíkar fréttir einungis orðróm og að aðrir verði að svara fyrir það en hann.

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er greint frá því að umræður um sameiningu Kaupþings og Glitnis hafi átt sér stað að undanförnu. Skiptar skoðanir séu á því hver niðurstaðan yrði en sameining væri þó talin ólíkleg. Í blaðinu segir að Hannes Smárason forstjóri FL Group og Jón Ásgeir Johannesson forstjóri Baugs hefðu sýnt sameiningu bankanna umtalsverðan áhuga. Bjarni Ármannsson segist ekki kannast við þetta.

 

Í Morgunblaðinu er talað er um að með sameiningu yrði til geysilega öflugt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða sem gæti þá ráðist í yfirtöku á öflugum banka erlendis.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×