Fréttir Evrópubúar í gíslingu óhultir Fimm evrópubúar og átta eþíópíubúar sem rænt var á afskekktu svæði í Norður-Eþíópíu af uppreisnarmönnum aðskilnaðarsinna, eru óhultir og öryggir. Ismael Ali Gardo, stofnandi Afar aðskilnaðarsinnanna sagði í morgun að mönnunum væri haldið vegna landamæranna í Eritreu. Hann sagði fréttir af mönnunum hafa borist með hirðingjum nálægt byggð Eritrea í Weima. Erlent 9.3.2007 10:58 Græna línan rifin Kýpurgrikkir byrjuðu snemma í morgun að brjóta niður hluta Grænu línunnar, veggs sem skiptir höfuðborginni Nicosia milli tyrkneska og gríska hlutans. Græna línan var sett upp árið 1974 þegar tyrkneskar hersveitir hernámu norðurhluta eyjarinnar. Erlent 9.3.2007 09:24 Bensín ódýrara hér en í Danmörku Bensín hér á landi er orðið fjórum krónum ódýrara en í Danmörku. Stóru olíufélögin þrjú virðast öll halda aftur af sér með verðhækkanir þrátt fyrir hækkanir á heimsmarkaði. Atlantsolía heldur líka að sér höndum, enda hefur félagið ekki riðið á vaðið með hækkanir til þessa. Bensínverð hefur hækkað um átta krónur í Danmörku síðustu sex vikurnar, en um tvær krónur hér á landi Innlent 9.3.2007 08:23 Ferðamenn festu bíl í snjó Erlendir ferðamenn festu bíl sinn í snjó á Eyrarfjalli við Ísafjarðardjúp í gærkvöldi og komust í sæluhús í Álftaborgum. Þar er neyðartalstöð og gátu þeir kallað á aðstoð. Björgunarsveit frá Hólmavík kom fólkinu til hjálpar og hafði engum orðið meint af hrakningunum. Það var flutt til byggða ásamt bílnum. Innlent 9.3.2007 08:16 Eldur í flugvél friðargæsluliða Eldur kviknaði í flugvél friðargæsluliða frá Afríkubandalaginu snemma í morgun í Mógadishu höfuðborg Sómalíu. Þetta er haft eftir embættismönnum á staðnum en ekki er enn vitað um ástæður eldsins. Átök hafa geisað í höfuðborginni milli stjórnarhers landsins og íslamskra uppreisnarhópa Erlent 9.3.2007 08:10 Mótmæla komu Bush Komu George Bush Bandaríkjaforseta til Brasilíu var mótmælt í gær í Sao Paulo, stærstu borgar landsins. Um tíu þúsund manns mótmæltu á stærstu götum fjármálahverfis borgarinnar og í það minnsta 20 slösuðust í átökum milli mótmælenda og óeirðalögreglu. Erlent 9.3.2007 07:31 Björgólfs-feðgar á Forbes lista Björgólfur Thor Björgólfsson er í 249. sæti á lista Forbes tímaritsins yfir ríkustu menn heims á síðasta ári, og eru eignir hans metnar á 235 milljarða króna. Hann færist upp um heil hundrað sæti frá árinu áður. Faðir hans, Björgólfur Guðmundsson er í 799 sæti og eru eignir hans metnar á rúma 80 milljarða króna. Fleiri Íslendingar komast ekki á listann. Innlent 9.3.2007 07:40 Þjófar læstust inni Tveir grímuklæddir þjófar spenntu upp útihurð að sjónvarpsverslun við Síðumúla í nótt og voru á útleið með tvö fjörutíu tommu plasma sjónvarpstæki þegar útihurðin skall aftur í lás. Fát virðist hafa komið á þá við að vera læstir inni, þannig að þeir grýttu örðu tækinu í gegnum rúðu á útihurðinni til þess að komast út. Við það eyðilagðist tækið en hinu gleymdu þeir á gólfinu innandyra á flóttanum. Innlent 9.3.2007 07:37 Ólæti á skólaballi Róstursamt var á skólaballi, sem Fjölbrautarskóli úr Reykjavík hélt á Hótel Selfossi í gærkvöldi. Vista þurfti þrjá í fangageymslum í nótt. Lögregla var hvað eftir annað kölluð á vettvang til að stilla til friðar en engin meiddist að ráði í slagsmálunum. Að dansleik loknum héldu flestir í hópferðarbílum til Reykjavíkur, en nokkrir gistu á hótelinu. Innlent 9.3.2007 07:28 Samkomulag um endurnýjanlega orku Drög að bindandi samkomulagi um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku voru samþykkt á leiðtogafundi Evrópusambandsins um breytingu loftslags í Brussel í morgun. Gert er ráð fyrir sveigjanleika í því hvernig aðildarlönd sambandsins geta aukið endurnýjanlega orku, eins og vind og sólarorku, í 20 prósent fyrir árið 2020. Erlent 9.3.2007 07:19 Ljósastaur gekk inn í bíl Ung kona slapp ótrúlega vel þegar ljósastaur gekk langt inn í hlið bíls hennar, þegar hann rann þversum á staurinn rétt við lögreglustöðina á Akureyri í gærkvöldi. Það varð henni til happs að staurinn gekk inn í bílinn rétt aftan við ökumannssætið. Hún slapp með skrámur, en bíllinn er ónýtur. Hálka og krapi var á götunni þegar óhappið varð. Innlent 9.3.2007 07:15 SUS gegn náttúruauðlindum sem þjóðareign Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna leggst eindregið gegn því að sett verði inn í ákvæði stjórnarskrár, að kveðið sé á um að náttúruauðllindir séu þjóðareign. Í ályktun stjórnarfundar segir að þjóðnýting hafi hvarvetna leitt til sóunar og lakari lífskjara. Innlent 9.3.2007 07:11 Konur krefjast jafnréttis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Fólk um allan heim hefur í dag fagnað baráttudegi kvenna og heitið því að bæta stöðu þeirra til muna. Angela Merkel, þýski kanslarinn og fyrsta konan í meira en 20 ár til þess að stýra leiðtogafundi Evrópusambandsins, krafðist í dag jafnréttis kynjanna. Erlent 8.3.2007 22:36 Kína færist nær markaðshagkerfi Kínverska þingið samþykkti í dag ný lög sem munu styrkja einkaeignarétt. Þetta er fyrsta lagasetningin í hinu kommúníska Kína sem að verndar rétt einstaklings til þess að eiga eignir. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé stórt skref frá fyrri tegund stjórnkerfis þeirra í áttina að markaðshagkerfi. Lögin munu einnig vernda landeigendur fyrir því að stjórnvöld taki lönd þeirra með landnámi. Erlent 8.3.2007 22:21 Flúði Íran og starfar með Bandaríkjunum Fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Írans, sem eitt sinn var yfir Byltingarhernum í Íran, hefur farið frá Íran og vinnur nú með vestrænum stjórnvöldum. Hann er að gefa þeim upplýsingar um starfsemi Hisbollah og tengsl Írans við samtökin samkvæmt því sem háttsettur bandarískur embættismaður skýrði frá í dag. Erlent 8.3.2007 21:58 Kviknaði í út frá eldavél Eldur kom upp í íbúð á Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur um áttaleytið í kvöld. Kviknað hafði í hlut sem skilinn var eftir á eldavél. Slökkvilið var kallað á staðinn en íbúum hafði tekist að slökkva eldinn áður en það kom á staðinn. Slökkviliðið er núna að reykræsta íbúðina. Eitthvað var um skemmdir vegna reyks en umfang þeirra er óvíst sem stendur. Innlent 8.3.2007 21:21 Markmið um endurnýjanlega orku verða bindandi Leiðtogar Evrópusambandsins hafa sæst á að gera markmið um endurnýjanlegar orkulindir bindandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá sæsnka forsætisráðherranum, Fredrik Reinfeldt, í kvöld. Hann sagði að þrátt fyrir það yrðu nú umræður um hvað það þýddi fyrir hvert og eitt aðildarríki sambandsins. Erlent 8.3.2007 21:14 Vilja hermennina heim fyrir árið 2008 Leiðtogar demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa lagt til að allar bandarískar bardagasveitir verði kallaðar frá Írak fyrir árið 2008. Þeir segja að Íraksáætlanir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, hafi mistekist og að Bandaríkin verði að einbeita sér að því að ljúka verkefnum sínum í Afganistan. Erlent 8.3.2007 21:05 Gríðarleg öryggisgæsla vegna komu Bush Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út í borginni Sao Paulo í Brasilíu vegna heimsóknar George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Loftvarnarbyssur hafa verið settar upp í og við göturnar þar nálægt hótelinu sem Bush verður á. Bush mun einnig heimsækja Uruguay, Kólumbíu, Gvatemala og Mexíkó í vikulangri ferð sinni um Suður-Ameríku. Erlent 8.3.2007 20:42 Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó handtekinn Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi smyglað úrani úr landi. Stjórnandi stofnunarinnar, Fortunat Lumu, og aðstoðarmaður hans voru handteknir á þriðjudaginn var og hafa verið í yfirheyrslum hjá lögreglu síðan. Erlent 8.3.2007 20:26 Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi og mælist suma daga jafnmikil og í evrópskum milljónaborgum. Svo kann að fara að bæjarbúar þurfi að ganga með rykgrímur, verði vandinn ekki leystur. Innlent 8.3.2007 19:20 Bjarni segir jafnréttisfrumvarp of róttækt Nýtt jafnréttisfrumvarp er of róttækt, segir Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann samdi frumvarpið ásamt fulltrúum annarra flokka. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar. Innlent 8.3.2007 19:14 Hyggjast skera útblástur niður um fimmtung Leiðtogar Evrópusambandsins munu að líkindum samþykkja á leiðtogafundi sínum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti fimmtung fyrir árið 2020. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins segir trúverðugleika þess í húfi. Erlent 8.3.2007 17:56 Erlend lántaka eykst milli ára Gengisbundin lán til íslenskra heimila hafa aukist verulega á síðastliðnum tveimur árum. Þá eru vísbendingar uppi um að fasteignalán í erlendri mynt hafi aukist að undanförnu til viðbótar við gengisbundin bílalán eftir að krónan veiktist og innlendir vextir á íbúðalánum hækkuðu. Upphæð lána í erlendri mynt jókst um 150 prósent frá janúarlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:50 Hótaði burðardýri misnotkun sonarins Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja ára og átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir innflutning á tæplega þremur kílóum af kókaíni. Manninum var hótað að færi hann ekki sem burðardýr frá Danmörku myndi barnaníðingur misnota son hans. Hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli 21. nóvember 2006 þegar hann kom með efnin frá Kaupmannahöfn. Innlent 8.3.2007 16:43 Björgólfur hótar að flytja Straum úr landi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í aðalfundi Straums í dag og sagðist hóta að flytja bankann úr landi vegna aðgerða stjórnvalda, sem hafi fyrirvaralaust breytt og þrengt reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í erlendri mynt. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:24 Viðsnúningur hjá HB Granda Útgerðafélagið HB Grandi skilaði tapi upp á 1.980 milljónir króna í fyrra samanborið við 549,3 milljóna króna hagnað árið áður. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:07 Sjö milljarða tekjuauki af erlendum ferðamönnum Rúmlega sjö milljarða tekjuauki varð af erlendum ferðamönnum á síðasta ári miðað við árið 2005. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands voru heildargjaldeyristekjur af erlendum gestum tæpir 47 milljarðar króna á síðasta ári, en voru tæpir 40 milljarðar árið 2005. Innlent 8.3.2007 14:39 Sala hjá Wal-Mart undir væntingum Sala hjá bandarísku lágvöruverslanakeðjunni Wal-Mart var nokkuð undir væntingum greiningaraðila í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá var afkoman minni en fyrirtækið sjálft gerði ráð fyrir. Stjórn fyrirtækisins kennir veðurfari um dræma sölu enda dróst sala á fötum og húsbúnaði nokkuð saman á milli mánaða. Viðskipti erlent 8.3.2007 14:21 Samningur við Eir stenst ekki lög Minnihluti borgarstjórnar gagnrýnir vinnubrögð meirihluta varðandi uppbyggingu menningarmiðstöðvar í Spöng. Málið var tekið fyrir í borgarráði í dag. Fyrirætlanir meirihlutans um að semja beint við Eir um byggingu menningarmiðstöðvarinnar án útboðs standast ekki sveitastjórnarlög. Þetta segir í bókun sem fulltrúar minnihluta í borgarstjórn lögðu fram í ráðinu í dag. Innlent 8.3.2007 14:01 « ‹ 204 205 206 207 208 209 210 211 212 … 334 ›
Evrópubúar í gíslingu óhultir Fimm evrópubúar og átta eþíópíubúar sem rænt var á afskekktu svæði í Norður-Eþíópíu af uppreisnarmönnum aðskilnaðarsinna, eru óhultir og öryggir. Ismael Ali Gardo, stofnandi Afar aðskilnaðarsinnanna sagði í morgun að mönnunum væri haldið vegna landamæranna í Eritreu. Hann sagði fréttir af mönnunum hafa borist með hirðingjum nálægt byggð Eritrea í Weima. Erlent 9.3.2007 10:58
Græna línan rifin Kýpurgrikkir byrjuðu snemma í morgun að brjóta niður hluta Grænu línunnar, veggs sem skiptir höfuðborginni Nicosia milli tyrkneska og gríska hlutans. Græna línan var sett upp árið 1974 þegar tyrkneskar hersveitir hernámu norðurhluta eyjarinnar. Erlent 9.3.2007 09:24
Bensín ódýrara hér en í Danmörku Bensín hér á landi er orðið fjórum krónum ódýrara en í Danmörku. Stóru olíufélögin þrjú virðast öll halda aftur af sér með verðhækkanir þrátt fyrir hækkanir á heimsmarkaði. Atlantsolía heldur líka að sér höndum, enda hefur félagið ekki riðið á vaðið með hækkanir til þessa. Bensínverð hefur hækkað um átta krónur í Danmörku síðustu sex vikurnar, en um tvær krónur hér á landi Innlent 9.3.2007 08:23
Ferðamenn festu bíl í snjó Erlendir ferðamenn festu bíl sinn í snjó á Eyrarfjalli við Ísafjarðardjúp í gærkvöldi og komust í sæluhús í Álftaborgum. Þar er neyðartalstöð og gátu þeir kallað á aðstoð. Björgunarsveit frá Hólmavík kom fólkinu til hjálpar og hafði engum orðið meint af hrakningunum. Það var flutt til byggða ásamt bílnum. Innlent 9.3.2007 08:16
Eldur í flugvél friðargæsluliða Eldur kviknaði í flugvél friðargæsluliða frá Afríkubandalaginu snemma í morgun í Mógadishu höfuðborg Sómalíu. Þetta er haft eftir embættismönnum á staðnum en ekki er enn vitað um ástæður eldsins. Átök hafa geisað í höfuðborginni milli stjórnarhers landsins og íslamskra uppreisnarhópa Erlent 9.3.2007 08:10
Mótmæla komu Bush Komu George Bush Bandaríkjaforseta til Brasilíu var mótmælt í gær í Sao Paulo, stærstu borgar landsins. Um tíu þúsund manns mótmæltu á stærstu götum fjármálahverfis borgarinnar og í það minnsta 20 slösuðust í átökum milli mótmælenda og óeirðalögreglu. Erlent 9.3.2007 07:31
Björgólfs-feðgar á Forbes lista Björgólfur Thor Björgólfsson er í 249. sæti á lista Forbes tímaritsins yfir ríkustu menn heims á síðasta ári, og eru eignir hans metnar á 235 milljarða króna. Hann færist upp um heil hundrað sæti frá árinu áður. Faðir hans, Björgólfur Guðmundsson er í 799 sæti og eru eignir hans metnar á rúma 80 milljarða króna. Fleiri Íslendingar komast ekki á listann. Innlent 9.3.2007 07:40
Þjófar læstust inni Tveir grímuklæddir þjófar spenntu upp útihurð að sjónvarpsverslun við Síðumúla í nótt og voru á útleið með tvö fjörutíu tommu plasma sjónvarpstæki þegar útihurðin skall aftur í lás. Fát virðist hafa komið á þá við að vera læstir inni, þannig að þeir grýttu örðu tækinu í gegnum rúðu á útihurðinni til þess að komast út. Við það eyðilagðist tækið en hinu gleymdu þeir á gólfinu innandyra á flóttanum. Innlent 9.3.2007 07:37
Ólæti á skólaballi Róstursamt var á skólaballi, sem Fjölbrautarskóli úr Reykjavík hélt á Hótel Selfossi í gærkvöldi. Vista þurfti þrjá í fangageymslum í nótt. Lögregla var hvað eftir annað kölluð á vettvang til að stilla til friðar en engin meiddist að ráði í slagsmálunum. Að dansleik loknum héldu flestir í hópferðarbílum til Reykjavíkur, en nokkrir gistu á hótelinu. Innlent 9.3.2007 07:28
Samkomulag um endurnýjanlega orku Drög að bindandi samkomulagi um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku voru samþykkt á leiðtogafundi Evrópusambandsins um breytingu loftslags í Brussel í morgun. Gert er ráð fyrir sveigjanleika í því hvernig aðildarlönd sambandsins geta aukið endurnýjanlega orku, eins og vind og sólarorku, í 20 prósent fyrir árið 2020. Erlent 9.3.2007 07:19
Ljósastaur gekk inn í bíl Ung kona slapp ótrúlega vel þegar ljósastaur gekk langt inn í hlið bíls hennar, þegar hann rann þversum á staurinn rétt við lögreglustöðina á Akureyri í gærkvöldi. Það varð henni til happs að staurinn gekk inn í bílinn rétt aftan við ökumannssætið. Hún slapp með skrámur, en bíllinn er ónýtur. Hálka og krapi var á götunni þegar óhappið varð. Innlent 9.3.2007 07:15
SUS gegn náttúruauðlindum sem þjóðareign Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna leggst eindregið gegn því að sett verði inn í ákvæði stjórnarskrár, að kveðið sé á um að náttúruauðllindir séu þjóðareign. Í ályktun stjórnarfundar segir að þjóðnýting hafi hvarvetna leitt til sóunar og lakari lífskjara. Innlent 9.3.2007 07:11
Konur krefjast jafnréttis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Fólk um allan heim hefur í dag fagnað baráttudegi kvenna og heitið því að bæta stöðu þeirra til muna. Angela Merkel, þýski kanslarinn og fyrsta konan í meira en 20 ár til þess að stýra leiðtogafundi Evrópusambandsins, krafðist í dag jafnréttis kynjanna. Erlent 8.3.2007 22:36
Kína færist nær markaðshagkerfi Kínverska þingið samþykkti í dag ný lög sem munu styrkja einkaeignarétt. Þetta er fyrsta lagasetningin í hinu kommúníska Kína sem að verndar rétt einstaklings til þess að eiga eignir. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé stórt skref frá fyrri tegund stjórnkerfis þeirra í áttina að markaðshagkerfi. Lögin munu einnig vernda landeigendur fyrir því að stjórnvöld taki lönd þeirra með landnámi. Erlent 8.3.2007 22:21
Flúði Íran og starfar með Bandaríkjunum Fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Írans, sem eitt sinn var yfir Byltingarhernum í Íran, hefur farið frá Íran og vinnur nú með vestrænum stjórnvöldum. Hann er að gefa þeim upplýsingar um starfsemi Hisbollah og tengsl Írans við samtökin samkvæmt því sem háttsettur bandarískur embættismaður skýrði frá í dag. Erlent 8.3.2007 21:58
Kviknaði í út frá eldavél Eldur kom upp í íbúð á Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur um áttaleytið í kvöld. Kviknað hafði í hlut sem skilinn var eftir á eldavél. Slökkvilið var kallað á staðinn en íbúum hafði tekist að slökkva eldinn áður en það kom á staðinn. Slökkviliðið er núna að reykræsta íbúðina. Eitthvað var um skemmdir vegna reyks en umfang þeirra er óvíst sem stendur. Innlent 8.3.2007 21:21
Markmið um endurnýjanlega orku verða bindandi Leiðtogar Evrópusambandsins hafa sæst á að gera markmið um endurnýjanlegar orkulindir bindandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá sæsnka forsætisráðherranum, Fredrik Reinfeldt, í kvöld. Hann sagði að þrátt fyrir það yrðu nú umræður um hvað það þýddi fyrir hvert og eitt aðildarríki sambandsins. Erlent 8.3.2007 21:14
Vilja hermennina heim fyrir árið 2008 Leiðtogar demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa lagt til að allar bandarískar bardagasveitir verði kallaðar frá Írak fyrir árið 2008. Þeir segja að Íraksáætlanir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, hafi mistekist og að Bandaríkin verði að einbeita sér að því að ljúka verkefnum sínum í Afganistan. Erlent 8.3.2007 21:05
Gríðarleg öryggisgæsla vegna komu Bush Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út í borginni Sao Paulo í Brasilíu vegna heimsóknar George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Loftvarnarbyssur hafa verið settar upp í og við göturnar þar nálægt hótelinu sem Bush verður á. Bush mun einnig heimsækja Uruguay, Kólumbíu, Gvatemala og Mexíkó í vikulangri ferð sinni um Suður-Ameríku. Erlent 8.3.2007 20:42
Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó handtekinn Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi smyglað úrani úr landi. Stjórnandi stofnunarinnar, Fortunat Lumu, og aðstoðarmaður hans voru handteknir á þriðjudaginn var og hafa verið í yfirheyrslum hjá lögreglu síðan. Erlent 8.3.2007 20:26
Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi og mælist suma daga jafnmikil og í evrópskum milljónaborgum. Svo kann að fara að bæjarbúar þurfi að ganga með rykgrímur, verði vandinn ekki leystur. Innlent 8.3.2007 19:20
Bjarni segir jafnréttisfrumvarp of róttækt Nýtt jafnréttisfrumvarp er of róttækt, segir Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann samdi frumvarpið ásamt fulltrúum annarra flokka. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar. Innlent 8.3.2007 19:14
Hyggjast skera útblástur niður um fimmtung Leiðtogar Evrópusambandsins munu að líkindum samþykkja á leiðtogafundi sínum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti fimmtung fyrir árið 2020. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins segir trúverðugleika þess í húfi. Erlent 8.3.2007 17:56
Erlend lántaka eykst milli ára Gengisbundin lán til íslenskra heimila hafa aukist verulega á síðastliðnum tveimur árum. Þá eru vísbendingar uppi um að fasteignalán í erlendri mynt hafi aukist að undanförnu til viðbótar við gengisbundin bílalán eftir að krónan veiktist og innlendir vextir á íbúðalánum hækkuðu. Upphæð lána í erlendri mynt jókst um 150 prósent frá janúarlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:50
Hótaði burðardýri misnotkun sonarins Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja ára og átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir innflutning á tæplega þremur kílóum af kókaíni. Manninum var hótað að færi hann ekki sem burðardýr frá Danmörku myndi barnaníðingur misnota son hans. Hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli 21. nóvember 2006 þegar hann kom með efnin frá Kaupmannahöfn. Innlent 8.3.2007 16:43
Björgólfur hótar að flytja Straum úr landi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í aðalfundi Straums í dag og sagðist hóta að flytja bankann úr landi vegna aðgerða stjórnvalda, sem hafi fyrirvaralaust breytt og þrengt reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í erlendri mynt. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:24
Viðsnúningur hjá HB Granda Útgerðafélagið HB Grandi skilaði tapi upp á 1.980 milljónir króna í fyrra samanborið við 549,3 milljóna króna hagnað árið áður. Viðskipti innlent 8.3.2007 16:07
Sjö milljarða tekjuauki af erlendum ferðamönnum Rúmlega sjö milljarða tekjuauki varð af erlendum ferðamönnum á síðasta ári miðað við árið 2005. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands voru heildargjaldeyristekjur af erlendum gestum tæpir 47 milljarðar króna á síðasta ári, en voru tæpir 40 milljarðar árið 2005. Innlent 8.3.2007 14:39
Sala hjá Wal-Mart undir væntingum Sala hjá bandarísku lágvöruverslanakeðjunni Wal-Mart var nokkuð undir væntingum greiningaraðila í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá var afkoman minni en fyrirtækið sjálft gerði ráð fyrir. Stjórn fyrirtækisins kennir veðurfari um dræma sölu enda dróst sala á fötum og húsbúnaði nokkuð saman á milli mánaða. Viðskipti erlent 8.3.2007 14:21
Samningur við Eir stenst ekki lög Minnihluti borgarstjórnar gagnrýnir vinnubrögð meirihluta varðandi uppbyggingu menningarmiðstöðvar í Spöng. Málið var tekið fyrir í borgarráði í dag. Fyrirætlanir meirihlutans um að semja beint við Eir um byggingu menningarmiðstöðvarinnar án útboðs standast ekki sveitastjórnarlög. Þetta segir í bókun sem fulltrúar minnihluta í borgarstjórn lögðu fram í ráðinu í dag. Innlent 8.3.2007 14:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent