Innlent

Sjö milljarða tekjuauki af erlendum ferðamönnum

Rúmlega sjö milljarða tekjuauki varð af erlendum ferðamönnum á síðasta ári miðað við árið 2005. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands voru heildargjaldeyristekjur af erlendum gestum tæpir 47 milljarðar króna á síðasta ári, en voru tæpir 40 milljarðar árið 2005.

Aukning vegna neyslu útlendinganna hér á landi er rúmir fimm milljarðar milli áranna, en gestirnir keyptu þjónustu fyrir um 31 milljarð á síðasta ári.

Haft er eftir Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra á vef ferðamálastofu að síðasta ár hafi verið það umfangsmesta í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi. Hann segir að ferðaþjónustan sé ein stærsta atvinnugrein í gjaldeyrisöflun á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×