Erlent

Markmið um endurnýjanlega orku verða bindandi

Hópmynd af leiðtogunum sem sóttu fundinn í dag.
Hópmynd af leiðtogunum sem sóttu fundinn í dag. MYND/AFP
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa sæst á að gera markmið um endurnýjanlegar orkulindir bindandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá sæsnka forsætisráðherranum, Fredrik Reinfeldt, í kvöld. Hann sagði að þrátt fyrir það yrðu nú umræður um hvað það þýddi fyrir hvert og eitt aðildarríki sambandsins.

Tilkynningin kom eftir að leiðtogar Evrópusambandsins funduðu um málið á leiðtogafundi í Brussel í dag. Búist er við því að stefnt verði að því að skera niður útblástur koltvíoxíðs um 20% fyrir árið 2020 miðað við magnið sem var sleppt í andrúmsloftið árið 1990.

Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði að það yrði að taka tillit til annarra orkugjafa eins og kjarnorku og hreinkola og telja þá jafnvel með sem endurnýjanlega orku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×