Viðskipti innlent

Erlend lántaka eykst milli ára

Gengisbundin lán til íslenskra heimila hafa aukist verulega á síðastliðnum tveimur árum. Þá eru vísbendingar uppi um að fasteignalán í erlendri mynt hafi aukist að undanförnu til viðbótar við gengisbundin bílalán eftir að krónan veiktist og innlendir vextir á íbúðalánum hækkuðu.

Greiningardeild Landsbankans vísar til þess í Vegvísi sínum í dag að gengisbundin lán á föstu gengi hafi aukist gríðarlega, sérstaklega á síðasta ári. Upphæð lána í erlendri mynt hafi numið 68,5 milljörðum króna í lok janúar á þessu ári. Til samanburðar hafi upphæðin numið 27,6 milljörðum króna á sama tíma fyrir ári miðað við meðalgengi krónunnar. Þetta jafngildir því að erlend lántaka hafi aukist um 150 prósent á milli ára.

Frá nóvember árið 2005 til júní 2006 veiktist krónan um rúm 27 prósent, að sögn greiningardeildar Landsbankans. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×